Pólska ríkisstjórnin fallin: „Fólk er búið að fá nóg af þessu“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. október 2023 13:26 Martyna Ylfa Suszko, pólskur túlkur sem er búsett á Íslandi, segir að pólska samfélagið hafi verið virkjað til þátttöku í pólsku þingkosningunum í gær. Henni er létt yfir því að nú sé íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti í þrengri stöðu en áður en flokkurinn hefur vegið að mannréttindum síðan hann tók við stjórnartaumunum árið 2015. Það sem situr hvað mest í Suszko er þegar ríkisstjórnin herti lög um meðgöngurof en það hafi orðið til þess að stefna lífi vinkvenna hennar í hættu. Vísir/Getty/aðsend Íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti er búinn að missa meirihluta sinn í pólska þinginu samkvæmt útgönguspá. Metþátttaka var í þingkosningunum sem fóru fram í gær en pólskur túlkur sem búsettur er hér á Íslandi segir að almenningur hafi vaknað upp úr ákveðnum doða eftir að stjórnvöld þrengdu verulega að mannréttindum Pólverja. Það hafi verið hreyfiaflið sem fékk fólk til að halda á kjörstað. Íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti hafa verið við stjórnvölinn í Póllandi síðan árið 2015 en nú er alls óvíst að flokkurinn geti áfram haldið um stjórnartaumana eftir kosningarnar. Flokkurinn er enn sá stærsti í landinu og er samkvæmt útgönguspá með 198 þingsæti sem er þó vel undir því sem þarf til að hafa meirihluta í þinginu. Flokkurinn er í tiltölulega þröngri stöðu en Jaroslaw Kaczyński, formaðurinn Laga og réttlætis þarf nú að finna samstarfsflokk til að mynda ríkisstjórn en möguleikarnir eru ekki margir. Fastlega er búist við að Kaczyński fái stjórnarmyndunarumboðið frá forseta Póllands en hefð er fyrir því að stærsti flokkurinn fái umboðið að loknum kosningum. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Borgaravettvangurinn með Donald Tusk í broddi fylkingar, þykir hafa fremur góða stöðu en tveir aðrir stjórnarandstöðuflokkar hafa lýst yfir áhuga á að vinna með Borgaravettvanginum í ríkisstjórn. Kjörsókn var í hæstu hæðum og mældist tæp 73% sem er met í Póllandi. Martyna Ylfa Suszko, pólskur túlkur, þjóðfræðingur og eigandi Landstúlkunar, er ekki í nokkrum vafa um hvers vegna Pólverjar flykktust að kjörkössunum í gær. „Lög og réttlæti hafa verið í ríkisstjórn í mjög langan tíma og fyrir þá sem ekki þekkja stjórnmálin í Póllandi þá hefur verið hægri stjórn og íhaldssemi. Það hafa komið upp mjög mörg stór mál sem voru andstæð Evrópusambandinu,“ segir Martyna og nefnir máli sínu til stuðnings bann við fóstureyðingum, hinseginandúð og innflytjendamál. „Fólk er búið að fá nóg af þessu og áttar sig á að kannski hafi það bara rétt til að tala um þetta.“ Martyna segir að innan pólska samfélagsins á Íslandi hafi farið fram átak í að virkja fólk til þátttöku í kosningunum sem höfðu til þess rétt. „Pólverjar á Íslandi eru almennt meira opnir og með vestrænan hugsunarhátt í mörgum málum eins og þegar kemur að fóstureyðingum, kvenréttindum og almennum réttindum. Grunnmannréttindi hafa kannski ekki alveg verið í fyrsta sætinu í Póllandi.“ Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Stjórnin í Póllandi fallin samkvæmt útgönguspám Samkvæmt fyrstu útgönguspám úr þingkosningum í Póllandi nær stjórnarflokkur landsins, Lög og réttlæti, ekki hreinum meirihluta. Líklegasta niðurstaðan er talin vera samsteypustjórn mynduð af hinum lýðræðislegu stjórnarandstöðuflokkum. 15. október 2023 21:18 Íslenskir þingmenn skora á Pólverja að draga frumvarpið til baka Bréfið er sent að frumkvæði Ástu Guðrúnar Helgadóttir, þingmanns pírata. Þrjátíu íslenskir þingmenn skrifuðu undir. 3. október 2016 17:49 Hálf milljón mótmælti stjórnvöldum Um hálf milljón Pólverja mótmæltu stjórnvöldum á götum úti í dag og kröfðust lýðræðisumbóta. Fyrrverandi forsætisráðherrann Donald Tusk segir um að ræða fjölmennustu mótmælin í landinu frá falli kommúnismans. 4. júní 2023 23:03 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti hafa verið við stjórnvölinn í Póllandi síðan árið 2015 en nú er alls óvíst að flokkurinn geti áfram haldið um stjórnartaumana eftir kosningarnar. Flokkurinn er enn sá stærsti í landinu og er samkvæmt útgönguspá með 198 þingsæti sem er þó vel undir því sem þarf til að hafa meirihluta í þinginu. Flokkurinn er í tiltölulega þröngri stöðu en Jaroslaw Kaczyński, formaðurinn Laga og réttlætis þarf nú að finna samstarfsflokk til að mynda ríkisstjórn en möguleikarnir eru ekki margir. Fastlega er búist við að Kaczyński fái stjórnarmyndunarumboðið frá forseta Póllands en hefð er fyrir því að stærsti flokkurinn fái umboðið að loknum kosningum. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Borgaravettvangurinn með Donald Tusk í broddi fylkingar, þykir hafa fremur góða stöðu en tveir aðrir stjórnarandstöðuflokkar hafa lýst yfir áhuga á að vinna með Borgaravettvanginum í ríkisstjórn. Kjörsókn var í hæstu hæðum og mældist tæp 73% sem er met í Póllandi. Martyna Ylfa Suszko, pólskur túlkur, þjóðfræðingur og eigandi Landstúlkunar, er ekki í nokkrum vafa um hvers vegna Pólverjar flykktust að kjörkössunum í gær. „Lög og réttlæti hafa verið í ríkisstjórn í mjög langan tíma og fyrir þá sem ekki þekkja stjórnmálin í Póllandi þá hefur verið hægri stjórn og íhaldssemi. Það hafa komið upp mjög mörg stór mál sem voru andstæð Evrópusambandinu,“ segir Martyna og nefnir máli sínu til stuðnings bann við fóstureyðingum, hinseginandúð og innflytjendamál. „Fólk er búið að fá nóg af þessu og áttar sig á að kannski hafi það bara rétt til að tala um þetta.“ Martyna segir að innan pólska samfélagsins á Íslandi hafi farið fram átak í að virkja fólk til þátttöku í kosningunum sem höfðu til þess rétt. „Pólverjar á Íslandi eru almennt meira opnir og með vestrænan hugsunarhátt í mörgum málum eins og þegar kemur að fóstureyðingum, kvenréttindum og almennum réttindum. Grunnmannréttindi hafa kannski ekki alveg verið í fyrsta sætinu í Póllandi.“
Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Stjórnin í Póllandi fallin samkvæmt útgönguspám Samkvæmt fyrstu útgönguspám úr þingkosningum í Póllandi nær stjórnarflokkur landsins, Lög og réttlæti, ekki hreinum meirihluta. Líklegasta niðurstaðan er talin vera samsteypustjórn mynduð af hinum lýðræðislegu stjórnarandstöðuflokkum. 15. október 2023 21:18 Íslenskir þingmenn skora á Pólverja að draga frumvarpið til baka Bréfið er sent að frumkvæði Ástu Guðrúnar Helgadóttir, þingmanns pírata. Þrjátíu íslenskir þingmenn skrifuðu undir. 3. október 2016 17:49 Hálf milljón mótmælti stjórnvöldum Um hálf milljón Pólverja mótmæltu stjórnvöldum á götum úti í dag og kröfðust lýðræðisumbóta. Fyrrverandi forsætisráðherrann Donald Tusk segir um að ræða fjölmennustu mótmælin í landinu frá falli kommúnismans. 4. júní 2023 23:03 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Stjórnin í Póllandi fallin samkvæmt útgönguspám Samkvæmt fyrstu útgönguspám úr þingkosningum í Póllandi nær stjórnarflokkur landsins, Lög og réttlæti, ekki hreinum meirihluta. Líklegasta niðurstaðan er talin vera samsteypustjórn mynduð af hinum lýðræðislegu stjórnarandstöðuflokkum. 15. október 2023 21:18
Íslenskir þingmenn skora á Pólverja að draga frumvarpið til baka Bréfið er sent að frumkvæði Ástu Guðrúnar Helgadóttir, þingmanns pírata. Þrjátíu íslenskir þingmenn skrifuðu undir. 3. október 2016 17:49
Hálf milljón mótmælti stjórnvöldum Um hálf milljón Pólverja mótmæltu stjórnvöldum á götum úti í dag og kröfðust lýðræðisumbóta. Fyrrverandi forsætisráðherrann Donald Tusk segir um að ræða fjölmennustu mótmælin í landinu frá falli kommúnismans. 4. júní 2023 23:03