Sky: Fer peningurinn frá Ratcliffe kannski bara í vasann hjá Glazer fjölskyldunni? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2023 09:30 Jim Ratcliffe á franska félagið OGC Nice og sést hér á leik með liðinu. Hann er hins vegar mikill stuðningsmaður Manchester United. EPA-EFE/SEBASTIEN NOGIER Stórar spurningar vakna eftir fréttir helgarinnar af eigendamálum Manchester United. Framhaldssagan endalausa af sölunni á United er fyrir löngu orðin að hálfgerðri hryllingsmynd fyrir stuðningsmenn Manchester United. Nýjustu fréttir eru að Sheik Jassim hafi dregið til baka fimm milljarða punda tilboð sitt og líklegasta niðurstaðan sé að fyrirtæki Sir Jim Ratcliffe kaupi 25 prósenta hlut í félaginu. Glazer fjölskyldan hefur dregið þessa tvo mögulegu kaupendur á asnaeyrunum í langan tíma og nú lítur út fyrir að Katarbúarnir hafi fengið sig fullsadda á því. Fimm milljarða tilboð þeirra hefði keypt Glazer fjölskylduna algjörlega út úr félaginu sem eru draumur flestra stuðningsmanna United. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Nú er staðan sú að stuðningsmenn United þurfa að lifa áfram með Glazer fjölskyldunni og þeir þurfa meira að segja að hafa áhyggjur af því að bandarísku eigendurnir haldi áfram að kreista pening út úr félaginu. Kaveh Solhekol hjá Sky Sports hefur fylgst vel með gangi mála í söluferlinu á Manchester United og hann sagði enn eina óvissuna nú komna upp. Ratcliffe mun koma með 1,3 milljarða punda inn í félagið en Solhekol vill fá svar við nokkrum spurningum. „Hvaðan eru þessir peningar að koma og hvert munu þessir peningar fara? Munu þessir peningar fara í vasann hjá Glazer fjölskyldunni eða verða þeir notaðir til að endurbyggja Old Trafford. Fara þeir í kaup á nýjum leikmönnum,“ spyr Kaveh Solhekol og heldur áfram: „Ég býst líka við því að 33 prósent af þessum peningum fari til hluthafanna í félaginu sem eiga í félaginu. 33 prósent af þessum peningi er því gufaður upp strax. Þetta eru spurningar sem stuðningsmenn United vilja fá svör við,“ sagði Solhekol. „Hvað vill Sir Jim Ratcliffe gera? Verður hann sáttur með að eiga bara 25 prósent af félaginu? Vill hann eignast allt félagið? Munum við heyra eitthvað um hvað Glazer fjölskyldan vill gera,“ spyr Solhekol áfram. „Eins og staðan er núna þá lítur út fyrir það að þessi staða henti vel Glazer fjölskyldunni en ég er ekki viss um að þetta sé gott fyrir framtíð Manchester United,“ sagði Solhekol eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira
Nýjustu fréttir eru að Sheik Jassim hafi dregið til baka fimm milljarða punda tilboð sitt og líklegasta niðurstaðan sé að fyrirtæki Sir Jim Ratcliffe kaupi 25 prósenta hlut í félaginu. Glazer fjölskyldan hefur dregið þessa tvo mögulegu kaupendur á asnaeyrunum í langan tíma og nú lítur út fyrir að Katarbúarnir hafi fengið sig fullsadda á því. Fimm milljarða tilboð þeirra hefði keypt Glazer fjölskylduna algjörlega út úr félaginu sem eru draumur flestra stuðningsmanna United. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Nú er staðan sú að stuðningsmenn United þurfa að lifa áfram með Glazer fjölskyldunni og þeir þurfa meira að segja að hafa áhyggjur af því að bandarísku eigendurnir haldi áfram að kreista pening út úr félaginu. Kaveh Solhekol hjá Sky Sports hefur fylgst vel með gangi mála í söluferlinu á Manchester United og hann sagði enn eina óvissuna nú komna upp. Ratcliffe mun koma með 1,3 milljarða punda inn í félagið en Solhekol vill fá svar við nokkrum spurningum. „Hvaðan eru þessir peningar að koma og hvert munu þessir peningar fara? Munu þessir peningar fara í vasann hjá Glazer fjölskyldunni eða verða þeir notaðir til að endurbyggja Old Trafford. Fara þeir í kaup á nýjum leikmönnum,“ spyr Kaveh Solhekol og heldur áfram: „Ég býst líka við því að 33 prósent af þessum peningum fari til hluthafanna í félaginu sem eiga í félaginu. 33 prósent af þessum peningi er því gufaður upp strax. Þetta eru spurningar sem stuðningsmenn United vilja fá svör við,“ sagði Solhekol. „Hvað vill Sir Jim Ratcliffe gera? Verður hann sáttur með að eiga bara 25 prósent af félaginu? Vill hann eignast allt félagið? Munum við heyra eitthvað um hvað Glazer fjölskyldan vill gera,“ spyr Solhekol áfram. „Eins og staðan er núna þá lítur út fyrir það að þessi staða henti vel Glazer fjölskyldunni en ég er ekki viss um að þetta sé gott fyrir framtíð Manchester United,“ sagði Solhekol eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira