Bandaríkin geti „gengið og tuggið tyggjó á sama tíma“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. október 2023 12:22 Ráðherrarnir funduðu í morgun og efndu til blaðamannafundar fyrir stundu. Þessi mynd er hins vegar frá því í mars á þessu ári. epa/Atef Safadi „Bandaríkin geta gengið og tuggið tyggjó á sama tíma,“ sagði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, á blaðamannafundi með Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, nú fyrir stundu. Var Austin að ræða getu Bandaríkjamanna til að styðja Ísrael og Úkraínu á sama tíma. „Hamas lét til skarar skríða á sama tíma og alþjóðlegar áskoranir blasa við en Bandaríkin eru öflugasta ríki heims,“ sagði Austin. „Bandaríkin standa við bakið á Ísrael; það er óumsemjanlegt og verður aldrei.“ Austin sagði gott að vera kominn aftur til Ísrael, jafnvel þótt tilefnið væri hörmulegt. Ráðherrann sagðist hafa komið í eigin persónu til að undirstrika að það væri meitlað í stein að Bandaríkin myndu styðja Ísrael. Hann sagði algjöra samstöðu ríkja með þeim fjölskyldum sem lifðu nú vakandi í martröð og vissu ekki um örlög ástvina sína. Ísrael væri lítið land og það magnaði nánd þeirrar sorgar sem þjóðin upplifði. Austin sagði Bandaríkin myndu tryggja að Ísraelar hefðu allt það sem þeir þyrftu til að tryggja öryggi þjóðarinnar. Umheimurinn hefði orðið vitni að mikilli illsku þegar Hamas-samtökin gerðu árás á laugardag en Hamas talaði ekki fyrir Palestínumenn. „Þetta er ekki tími fyrir hlutleysi, fyrir að leggja hlutina falskt að jöfnu eða fyrir að réttlæta hið óréttlætanlega,“ sagði Austin. Hann ítrekaði hins vegar að það væri stríðsglæpur að beina spjótum sínum að almennum borgurum og sagði lýðræðið standa styrkari fótum þegar farið væri að lögum. Gallant sagði stuðning Bandaríkjamanna, ekki síst aukinn viðbúnað þeirra á svæðinu, senda skýr skilaboð. Hann sagði Hamas „ISIS Gasa“ og að samtökin væru á launaskrá Írana. „Morð, nauðganir, mannrán. Það er það sem við stöndum frammi fyrir í þessu stríði,“ sagði hann. Hann sagði um að ræða stríð á hendur Ísrael, sem væri heimaland gyðinga, og að barist væri um frelsi og sameiginleg gildi. „Við stöndum í framlínunni. Við höldum áfram að berjast og við munum vinna þetta stríð. Við munum hafa sigur.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Var Austin að ræða getu Bandaríkjamanna til að styðja Ísrael og Úkraínu á sama tíma. „Hamas lét til skarar skríða á sama tíma og alþjóðlegar áskoranir blasa við en Bandaríkin eru öflugasta ríki heims,“ sagði Austin. „Bandaríkin standa við bakið á Ísrael; það er óumsemjanlegt og verður aldrei.“ Austin sagði gott að vera kominn aftur til Ísrael, jafnvel þótt tilefnið væri hörmulegt. Ráðherrann sagðist hafa komið í eigin persónu til að undirstrika að það væri meitlað í stein að Bandaríkin myndu styðja Ísrael. Hann sagði algjöra samstöðu ríkja með þeim fjölskyldum sem lifðu nú vakandi í martröð og vissu ekki um örlög ástvina sína. Ísrael væri lítið land og það magnaði nánd þeirrar sorgar sem þjóðin upplifði. Austin sagði Bandaríkin myndu tryggja að Ísraelar hefðu allt það sem þeir þyrftu til að tryggja öryggi þjóðarinnar. Umheimurinn hefði orðið vitni að mikilli illsku þegar Hamas-samtökin gerðu árás á laugardag en Hamas talaði ekki fyrir Palestínumenn. „Þetta er ekki tími fyrir hlutleysi, fyrir að leggja hlutina falskt að jöfnu eða fyrir að réttlæta hið óréttlætanlega,“ sagði Austin. Hann ítrekaði hins vegar að það væri stríðsglæpur að beina spjótum sínum að almennum borgurum og sagði lýðræðið standa styrkari fótum þegar farið væri að lögum. Gallant sagði stuðning Bandaríkjamanna, ekki síst aukinn viðbúnað þeirra á svæðinu, senda skýr skilaboð. Hann sagði Hamas „ISIS Gasa“ og að samtökin væru á launaskrá Írana. „Morð, nauðganir, mannrán. Það er það sem við stöndum frammi fyrir í þessu stríði,“ sagði hann. Hann sagði um að ræða stríð á hendur Ísrael, sem væri heimaland gyðinga, og að barist væri um frelsi og sameiginleg gildi. „Við stöndum í framlínunni. Við höldum áfram að berjast og við munum vinna þetta stríð. Við munum hafa sigur.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira