Hyggjast eyðileggja umfangsmikið gangakerfi Hamas undir Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. október 2023 08:11 Þessi göng lágu frá Gasa til Ísrael en voru eyðilögð af Ísraelsher árið 2018. epa/Jack Guez Ísraelsher hyggst uppræta Hamas-samtökin í þeim aðgerðum sem nú standa yfir, sem munu meðal annars miða að því að eyðileggja umfangsmikil göng sem liggja undir Gasaborg. „Hugsið Gasa sem eitt lag fyrir almenna borgara og annað fyrir Hamas. Það sem við erum að gera er að reyna að komast að þessu öðru lagi sem Hamas hefur byggt upp,“ segir talsmaður Ísraelshers í myndskeiði sem var birt í gær. „Þetta eru ekki byrgi fyrir almenna borgara Gasa. Þetta er bara fyrir Hamas og aðra hryðjuverkamenn svo þeir geti haldið áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael, skipuleggja aðgerðir og senda hryðjuverkamenn inn í Ísrael,“ sagði talsmaðurinn. Ísraelsmenn tala um „Gasa-neðanjarðarkerfið“. Samkvæmt BBC er erfitt að leggja mat á umfang neðanjarðargangana en árið 2021 sagðist Ísraelsher hafa eyðilagt meira en 100 kílómetra af göngum í loftárásum. Hamas-liðar svöruðu hins vegar og sögðu kerfið 500 kílómetra að lengd og að Ísraelsmenn hefðu aðeins náð að eyðileggja um fimm prósent kerfisins. Gangasmíðarnar hófust áður en Ísraelsmenn drógu herlið sitt og landnema burt frá svæðinu árið 2005 en aukinn kraftur var settur í þær eftir að Hamas tók völdin á svæðinu tveimur árum síðar. Vígamenn Islamic Jihad í göngum undir Gasa.Getty/Anadolu/Ashraf Amra Liggja frá moskum, skólum og heimilum Þegar mest var voru næstum 2.500 gögn notuð til að smygla gögnum frá Egyptalandi, þar á meðal vopnum og eldsneyti. Göngin voru minna notuð eftir 2010, þegar Ísraelar hófu að leyfa birgðaflutninga yfir landamörkin og þá eyðilögðu Egyptar göngin með því að fylla þau eða eyðileggja. Hamas-liðar hófu hins vegar að grafa göng undir landamörkin til Ísrael til að gera árásir og árið 2013 uppgötvaði Ísraelsher 1,6 kílómetra löng steypt göng sem lágu frá Gasa og komu upp í þéttbýliskjarna Ísraelsmegin. Daphné Richemond-Barak, sérfræðingur við Reichman University í Ísrael, segir göngin sem liggja undir landamörkin yfirleitt illa gerð og notuð einu sinni. Göngin undir Gasa séu allt annars eðlis; þau séu byggð fyrir reglulega notkun. Þau göng séu notuð til að komast til og frá, sem boðleiðir fyrir samskipti. Þau séu jafnvel mannhæðarhá og um þau liggi rafmagn og stundum lestarteinar. Þar sé einnig að finna stjórnstöðvar. Göngin liggja á allt að 30 metra dýpi og koma upp í moskum, skólum og á heimilum. Bygging þeirra er sögð hafa komið harkalega niður á íbúum Gasa en þau hafi verið kostuð með fjármunum sem hafi verið ætlaðir í neyðaraðstoð til handa almennum borgurum. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC um göngin. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
„Hugsið Gasa sem eitt lag fyrir almenna borgara og annað fyrir Hamas. Það sem við erum að gera er að reyna að komast að þessu öðru lagi sem Hamas hefur byggt upp,“ segir talsmaður Ísraelshers í myndskeiði sem var birt í gær. „Þetta eru ekki byrgi fyrir almenna borgara Gasa. Þetta er bara fyrir Hamas og aðra hryðjuverkamenn svo þeir geti haldið áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael, skipuleggja aðgerðir og senda hryðjuverkamenn inn í Ísrael,“ sagði talsmaðurinn. Ísraelsmenn tala um „Gasa-neðanjarðarkerfið“. Samkvæmt BBC er erfitt að leggja mat á umfang neðanjarðargangana en árið 2021 sagðist Ísraelsher hafa eyðilagt meira en 100 kílómetra af göngum í loftárásum. Hamas-liðar svöruðu hins vegar og sögðu kerfið 500 kílómetra að lengd og að Ísraelsmenn hefðu aðeins náð að eyðileggja um fimm prósent kerfisins. Gangasmíðarnar hófust áður en Ísraelsmenn drógu herlið sitt og landnema burt frá svæðinu árið 2005 en aukinn kraftur var settur í þær eftir að Hamas tók völdin á svæðinu tveimur árum síðar. Vígamenn Islamic Jihad í göngum undir Gasa.Getty/Anadolu/Ashraf Amra Liggja frá moskum, skólum og heimilum Þegar mest var voru næstum 2.500 gögn notuð til að smygla gögnum frá Egyptalandi, þar á meðal vopnum og eldsneyti. Göngin voru minna notuð eftir 2010, þegar Ísraelar hófu að leyfa birgðaflutninga yfir landamörkin og þá eyðilögðu Egyptar göngin með því að fylla þau eða eyðileggja. Hamas-liðar hófu hins vegar að grafa göng undir landamörkin til Ísrael til að gera árásir og árið 2013 uppgötvaði Ísraelsher 1,6 kílómetra löng steypt göng sem lágu frá Gasa og komu upp í þéttbýliskjarna Ísraelsmegin. Daphné Richemond-Barak, sérfræðingur við Reichman University í Ísrael, segir göngin sem liggja undir landamörkin yfirleitt illa gerð og notuð einu sinni. Göngin undir Gasa séu allt annars eðlis; þau séu byggð fyrir reglulega notkun. Þau göng séu notuð til að komast til og frá, sem boðleiðir fyrir samskipti. Þau séu jafnvel mannhæðarhá og um þau liggi rafmagn og stundum lestarteinar. Þar sé einnig að finna stjórnstöðvar. Göngin liggja á allt að 30 metra dýpi og koma upp í moskum, skólum og á heimilum. Bygging þeirra er sögð hafa komið harkalega niður á íbúum Gasa en þau hafi verið kostuð með fjármunum sem hafi verið ætlaðir í neyðaraðstoð til handa almennum borgurum. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC um göngin.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira