Erlent

Vaktin: „Hver einasti Hamas-liði mun deyja“

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og aðrir ráðamenn fóru hörðum orðum um Hamas á blaðamannafundi í kvöld og hétu hefndum.
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og aðrir ráðamenn fóru hörðum orðum um Hamas á blaðamannafundi í kvöld og hétu hefndum. AP/Abir Sultan

Leiðtogar Ísraels heita því að drepa hvern og einn einasta Hamas-liða og að þurrka Hamas af yfirborði jarðarinnar. Ástandið á Gasaströndinni verður sífellt alvarlegra og þúsundir hafa fallið og særst á báða bóga.

Innrás Ísraela á Gasaströndina þykir væntanleg en ísraelski herinn hefur safnað að minnsta kosti þrjú hundruð þúsund hermönnum við landamæri svæðisins.

Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að þegar hafi borist sannanir fyrir að stríðsglæpir hafi verið framdir í átökunum. Að sögn stofnunarinnar safnar hún nú sönnunargögnum um stríðsglæpi allra aðila að átökunum. 

Hér fyrir neðan má horfa á beina útsendingu Reuters frá Gasaströndinni.

Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×