Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason segir fréttirnar.
Kolbeinn Tumi Daðason segir fréttirnar. Vísir

Bjarni Benediktsson sagði af sér sem fjármálaráðherra í dag. Ákvörðunina tók hann í kjölfar álits Umboðsmanns Alþingis um að hann hafi verið vanhæfur þegar hann samþykkti söluna á Íslandsbanka þar sem faðir hans var á meðal kaupenda í útboðinu. Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina standa styrkum fótum.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið ítarlega yfir málið. Við heyrum í Bjarna Benediktssyni, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og formönnum stjórnarandstöðuflokka. Þá mætir Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði í settið og rýnir í stöðuna.

Hátt í tvö þúsund manns hafa látist í átökum Hamas-liða og Ísraela. Farið verður yfir stöðu mála og við hittum einnig hópinn sem lenti í Keflavík í morgun eftir stutta för til Ísraels. Þau fögnuðu því að vera komin aftur heim.

Tannlæknar taka vikulega á móti börnum sem hafa jafnvel hlotið varanlegan tannskaða við íþróttaiðkun. Við kynnum okkur málið í kvöldfréttum og fylgjumst einnig með flugprófunum sem fóru fram í hvössum hliðarvindi á flugvellinum í Keflavík í dag.

Að loknum kvöldfréttum sýnum við hluta úr Pallborði dagsins þar sem heitar umræður sköpuðust um afsögn fjármálaráðherra.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×