Pétur um riðlakeppni Meistaradeildarinnar: „Ætlum að reyna þangað til við komumst inn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. október 2023 07:00 Pétur segir Valsliðið hafa verið að horfa til leiks kvöldsins undanfarnar þrjár vikur. Vísir/Diego Íslandsmeistarar Vals mæta St. Pölten frá Austurríki, meistaraliðinu þar í landi, í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, segir Valskonur ætla að reyna við riðlakeppnina þangað til þær komast inn. Töluvert er síðan Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn en deildinni lauk þau ekki fyrr en á föstudaginn var. Liðið hafði ekki að miklu að keppa á lokametrum mótsins og viðurkennir Pétur Pétursson að liðið hafi verið með hugann við Evrópuleikina tvo gegn St. Pölten. „Það má segja að við séum alveg búnar að stefna á þennan leik síðan mótið kláraðist. Höfum einbeitt okkur að þessum leik því við þurftum ekki að hugsa mikið um eitthvað annað,“ sagði Pétur og bætti við að komnar væru þrjár vikur síðan Valskonur fóru að einbeita sér að St. Pölten. „Þetta er gott lið og þetta er rútínerað lið. Það þekkir það enginn en þetta er lið sem hefur komist tvisvar í Meistaradeildina og var þar í fyrra. Að sama skapi segi ég að við erum líka með gott lið og þetta snýst um að spila okkar besta leik.“ Innslagið úr Sportpakka Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að ofan. Valur féll úr leik í umspilinu í fyrra eftir afar svekkjandi tap gegn Slaviu Prag. Gefur það auka bensín á eldinn? „Þetta er þriðja árið í röð sem við erum mjög nálægt þessu. Töpuðum fyrir Glasgow City í vítaspyrnukeppni og síðan töpuðum við gegn Slavia í einvígi sem við töldum okkur eiga að vinna miðað við leikina tvo. Við höfum einhverskonar reynslu, skulum vona að það hjálpi okkur.“ „Við ætlum að reyna þangað til við komumst inn,“ sagði Pétur að endingu eftir að hafa bent á að Valur væri þegar búið að tryggja sér þátttöku í undankeppni Meistaradeildarinnar tímabilið 2024/2025 með Íslandsmeistaratitlinum í ár. Leikur Vals og St. Pölten hefst klukkan 18.00. Er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst 17.50. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Fleiri fréttir Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Sjá meira
Töluvert er síðan Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn en deildinni lauk þau ekki fyrr en á föstudaginn var. Liðið hafði ekki að miklu að keppa á lokametrum mótsins og viðurkennir Pétur Pétursson að liðið hafi verið með hugann við Evrópuleikina tvo gegn St. Pölten. „Það má segja að við séum alveg búnar að stefna á þennan leik síðan mótið kláraðist. Höfum einbeitt okkur að þessum leik því við þurftum ekki að hugsa mikið um eitthvað annað,“ sagði Pétur og bætti við að komnar væru þrjár vikur síðan Valskonur fóru að einbeita sér að St. Pölten. „Þetta er gott lið og þetta er rútínerað lið. Það þekkir það enginn en þetta er lið sem hefur komist tvisvar í Meistaradeildina og var þar í fyrra. Að sama skapi segi ég að við erum líka með gott lið og þetta snýst um að spila okkar besta leik.“ Innslagið úr Sportpakka Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að ofan. Valur féll úr leik í umspilinu í fyrra eftir afar svekkjandi tap gegn Slaviu Prag. Gefur það auka bensín á eldinn? „Þetta er þriðja árið í röð sem við erum mjög nálægt þessu. Töpuðum fyrir Glasgow City í vítaspyrnukeppni og síðan töpuðum við gegn Slavia í einvígi sem við töldum okkur eiga að vinna miðað við leikina tvo. Við höfum einhverskonar reynslu, skulum vona að það hjálpi okkur.“ „Við ætlum að reyna þangað til við komumst inn,“ sagði Pétur að endingu eftir að hafa bent á að Valur væri þegar búið að tryggja sér þátttöku í undankeppni Meistaradeildarinnar tímabilið 2024/2025 með Íslandsmeistaratitlinum í ár. Leikur Vals og St. Pölten hefst klukkan 18.00. Er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst 17.50.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Fleiri fréttir Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Sjá meira