Innlent

Einu at­­kvæði munaði þegar Alma var kjörin for­­maður ÖBÍ

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Alma sigraði kosningarnar með 57 atkvæðum gegn 56.
Alma sigraði kosningarnar með 57 atkvæðum gegn 56. ÖBÍ

Alma Ýr Ingólfsdóttir lögfræðingur er nýkjörin formaður Öryrkjabandalags Íslands.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bandalaginu. Þar segir að Alma hafi sigrað með 57 atkvæðum gegn 56 atkvæðum Rósu Maríu Hjörvar. Einn skilaði auðu. Frekari upplýsingar um stjórnarkjör og ályktun aðalfundar eiga að berast síðar í dag.

Greint var frá framboði Ölmu í ágúst en Þuríður Harpa Sigurðardóttir fráfarandi formaður ÖBÍ hefur gegnt embættinu í sex ár. 

Mótframbjóðandi Ölmu var bókmenntafræðingurinn Rósa María Hjörvar, en hún er varaformaður Blindrafélagsins. Rætt var við Rósu fyrir skömmu. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×