Þuríður hættir sem formaður og Alma Ýr býður sig fram Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. ágúst 2023 13:48 Alma Ýr Ingólfsdóttir (t.h.), lögfræðingur, hefur boðið sig fram til formanns ÖBÍ en sitjandi formaður, Þuríður Harpa Sigurðardóttir (t.v.), lætur af störfum í október. Vilhelm/Aðsent Alma Ýr Ingólfsdóttir, lögfræðingur Öryrkjabandalags Íslands, hefur boðið sig fram til formanns bandalagsins. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, sitjandi formaður ÖBÍ, lætur af störfum í október eftir sex ára setu. Alma Ýr greindi frá framboði sínu í Facebook-færslu á föstudag. Hún sagðist þar vilja fylgja eftir góðum störfum Þuríðar Hörpu, sem hefur gegnt formennsku frá árinu 2017 og lætur af störfum á næsta aðalfundi samtakanna, 6. október næstkomandi. Samkvæmt lögum samtakanna mega „fulltrúar í öllum embættum“ samtakanna sitja að hámarki í þrjú kjörtímabil samfellt, eða sex ár, í sama embætti. Alma er ekki sú eina sem hefur boðið sig fram til formanns af því Rósa María Hjörvar, doktorsnemi í bókmenntafræði við Háskóla Íslands og stjórnarmeðlimur í stjórn Blindrafélagsins, tilkynnti framboð sitt 1. maí síðastliðinn. Mikil reynsla af störfum innan samtakanna Alma er með ML gráðu í lögfræði frá Bifröst og L.LM gráðu frá University of Galway. L.LM gráðan var sérhæfing í alþjóða- og samanburðarlögfræði með áherslu á réttindi fatlaðs fólks Í færslu Ölmu segir hún „Ég hef starfað á skrifstofu ÖBÍ núna í sjö ár og þekki vel stefnu, sýn og starfsemi skrifstofu ÖBÍ og aðildarfélaga þess. Hagsmunabarátta fatlaðs fólks og öryrkja er langhlaup og tel ég mikilvægt að breið þekking á málaflokknum þurfi að vera til staðar til þess að geta sinnt og knúið áfram réttindi þessa jaðarsetta hóps fólks.“ Þá segir einnig „Í dag er alltof stór hópur fólks sem er býr við húsnæðisvanda, býr við bág kjör, getur ekki sótt sér grundvallarþjónustu, eða lifað með mannlegri reisn. Íslenskt samfélag á að geta betur og mun ég gera hvað ég get til að breyta því. Margbreytileikinn er norm og öll geta eitthvað, með eða án stuðnings. Öll vilja með einum eða öðrum hætti vera virk samfélagsþegn.“ Þegar Alma Ýr var sautján ára veiktist hún alvarlega af heilahimnubólgu sem leiddi til blóðsýkingar. Það varð til þess að taka þurfti af henni báða fætur fyrir neðan hné og framan af níu fingrum. Hún hefur fjallað opinskátt um veikindin og líf sitt með gervifætur í fjölmiðlum. Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að ekki hefði komið fram hvort einhver annar en Alma hefði boðið sig fram þegar hið rétt var að Rósa María Hjörvar hafði einnig tilkynnt framboð sitt. Tímamót Vistaskipti Málefni fatlaðs fólks Félagasamtök Tengdar fréttir Þuríður Harpa nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands Þuríður Harpa ætlar að hafa samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að leiðarljósi í sínum störfum. 21. október 2017 12:00 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Alma Ýr greindi frá framboði sínu í Facebook-færslu á föstudag. Hún sagðist þar vilja fylgja eftir góðum störfum Þuríðar Hörpu, sem hefur gegnt formennsku frá árinu 2017 og lætur af störfum á næsta aðalfundi samtakanna, 6. október næstkomandi. Samkvæmt lögum samtakanna mega „fulltrúar í öllum embættum“ samtakanna sitja að hámarki í þrjú kjörtímabil samfellt, eða sex ár, í sama embætti. Alma er ekki sú eina sem hefur boðið sig fram til formanns af því Rósa María Hjörvar, doktorsnemi í bókmenntafræði við Háskóla Íslands og stjórnarmeðlimur í stjórn Blindrafélagsins, tilkynnti framboð sitt 1. maí síðastliðinn. Mikil reynsla af störfum innan samtakanna Alma er með ML gráðu í lögfræði frá Bifröst og L.LM gráðu frá University of Galway. L.LM gráðan var sérhæfing í alþjóða- og samanburðarlögfræði með áherslu á réttindi fatlaðs fólks Í færslu Ölmu segir hún „Ég hef starfað á skrifstofu ÖBÍ núna í sjö ár og þekki vel stefnu, sýn og starfsemi skrifstofu ÖBÍ og aðildarfélaga þess. Hagsmunabarátta fatlaðs fólks og öryrkja er langhlaup og tel ég mikilvægt að breið þekking á málaflokknum þurfi að vera til staðar til þess að geta sinnt og knúið áfram réttindi þessa jaðarsetta hóps fólks.“ Þá segir einnig „Í dag er alltof stór hópur fólks sem er býr við húsnæðisvanda, býr við bág kjör, getur ekki sótt sér grundvallarþjónustu, eða lifað með mannlegri reisn. Íslenskt samfélag á að geta betur og mun ég gera hvað ég get til að breyta því. Margbreytileikinn er norm og öll geta eitthvað, með eða án stuðnings. Öll vilja með einum eða öðrum hætti vera virk samfélagsþegn.“ Þegar Alma Ýr var sautján ára veiktist hún alvarlega af heilahimnubólgu sem leiddi til blóðsýkingar. Það varð til þess að taka þurfti af henni báða fætur fyrir neðan hné og framan af níu fingrum. Hún hefur fjallað opinskátt um veikindin og líf sitt með gervifætur í fjölmiðlum. Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að ekki hefði komið fram hvort einhver annar en Alma hefði boðið sig fram þegar hið rétt var að Rósa María Hjörvar hafði einnig tilkynnt framboð sitt.
Tímamót Vistaskipti Málefni fatlaðs fólks Félagasamtök Tengdar fréttir Þuríður Harpa nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands Þuríður Harpa ætlar að hafa samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að leiðarljósi í sínum störfum. 21. október 2017 12:00 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Þuríður Harpa nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands Þuríður Harpa ætlar að hafa samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að leiðarljósi í sínum störfum. 21. október 2017 12:00