Leggja drög að brottflutningi tugþúsunda vegna mögulegs goss Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. október 2023 06:46 Skjálftinn á mánudag olli nokrum skemmdum, meðal annars í Pozzuoli. epa/Ciro Fusco Stjórnvöld á Ítalíu undirbúa nú mögulegan brottflutning tugþúsund manns sem búa nærri Campi Flegrei ofureldfjallinu skammt frá Napólí. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í gær. Campi Flegrei-svæðið liggur vestur af Napólí og þar er að finna fjölda bæja og þorpa, þeirra á meðal Pozzuoli, Agnano og Bacoli. Íbúafjöldi þéttbýliskjarnanna er áætlaður um það bil 500.000. Alls eru 24 gígar í hinum gríðarstóra sigkatli, sem er mun stærri en Vesúvíus en gos í síðarnefnda lagði rómversku borgina Pompei í rúst árið 79. Yfir 1.100 skjálftar hafa mælst á svæðinu á síðasta mánuði, þar á meðal 4 stiga skjálfti á mánudag og 4,2 stiga skjálfti í síðustu viku. Um var að ræða öflugasta skjálftann á svæðinu í fjóra áratugi. Sérfræðingar segja að líklega megi rekja skjálftanna til landriss á svæðinu. Fæstir eru á því að gos sé yfirvofandi en áhyggjur eru uppi um þol bygginga á svæðinu og munu aðgerðir yfirvalda meðal annars miða að því að taka húsnæði út og meta útfrá aukinni skjálftavirkni. Ráðherra almannavarnamála sagði fyrr í vikunni að aðeins yrði ráðist í fjöldarýmingar af ítrustu nauðsyn. Staðarmiðlar hafa greint frá því að sjúkrahús á svæðinu hyggist hefja æfingar á rýmingu. Skjálftavirkni á Campi Flagrei-svæðinu var síðast töluverð á 9. áratug síðustu aldar og þá voru um 40.000 manns fluttir frá Pozzuli. Síðasta stóra gosið varð árið 1538 en talið er mögulegt að stórt gos fyrir um 39.000 árum hafi mögulega valdið útdauða Neanderthal-mannsins. Gjóska frá því gosi hefur fundist á Grænlandi. Ítalía Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Campi Flegrei-svæðið liggur vestur af Napólí og þar er að finna fjölda bæja og þorpa, þeirra á meðal Pozzuoli, Agnano og Bacoli. Íbúafjöldi þéttbýliskjarnanna er áætlaður um það bil 500.000. Alls eru 24 gígar í hinum gríðarstóra sigkatli, sem er mun stærri en Vesúvíus en gos í síðarnefnda lagði rómversku borgina Pompei í rúst árið 79. Yfir 1.100 skjálftar hafa mælst á svæðinu á síðasta mánuði, þar á meðal 4 stiga skjálfti á mánudag og 4,2 stiga skjálfti í síðustu viku. Um var að ræða öflugasta skjálftann á svæðinu í fjóra áratugi. Sérfræðingar segja að líklega megi rekja skjálftanna til landriss á svæðinu. Fæstir eru á því að gos sé yfirvofandi en áhyggjur eru uppi um þol bygginga á svæðinu og munu aðgerðir yfirvalda meðal annars miða að því að taka húsnæði út og meta útfrá aukinni skjálftavirkni. Ráðherra almannavarnamála sagði fyrr í vikunni að aðeins yrði ráðist í fjöldarýmingar af ítrustu nauðsyn. Staðarmiðlar hafa greint frá því að sjúkrahús á svæðinu hyggist hefja æfingar á rýmingu. Skjálftavirkni á Campi Flagrei-svæðinu var síðast töluverð á 9. áratug síðustu aldar og þá voru um 40.000 manns fluttir frá Pozzuli. Síðasta stóra gosið varð árið 1538 en talið er mögulegt að stórt gos fyrir um 39.000 árum hafi mögulega valdið útdauða Neanderthal-mannsins. Gjóska frá því gosi hefur fundist á Grænlandi.
Ítalía Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Sjá meira