Sýna fram á mikilvægi námslánakerfisins með minjasýningu Árni Sæberg og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 5. október 2023 22:42 Kolbrún Halldórsdóttir og Alexandra Ýr van Erven standa að sýningunni. Stöð 2 Bandalag háskólamanna og Landssamtök íslenskra stúdenta hafa tekið höndum saman og opnað sýninguna Mennt var máttur. Sýningunni er ætlað að sýna fram á mikilvægi námslánakerfisins. Á sýningunni er hægt að skoða minjar um týnd tímabil íslenskrar menntasögu. Þannig geta gestir skoðað námslánarisaeðluna, síðasta drenginn sem gat lesið sér til gagns og skuldaloftsteininn sem tortímdi fjölda námsgreina og skildi eftir sig slóð stórskuldugra námsmanna. Sýningin var opnuð í Safnahúsinu á Hverfisgötu í dag og fréttastofa kíkti í heimsókn. „Það sem við erum í rauninni að gera hérna er að við erum að draga upp mynd af því hvert íslenskt samfélag gæti stefnt ef íslensk stjórnvöld fara ekki að taka því alvarlega að fjármagna námslánakerfið almennilega. Því það að stúdentar komist í gegnum nám er auðvitað grunnforsenda þess að við verðum með háskólastéttir hérna í framtíðinni,“ segir Alexandra Ýr van Erven, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Hápólitískt mál Alexandra Ýr segir málið hápólitískt. Það snúist í grunninn um það að námslánakerfið sé jöfnunartól sem eigi að tryggja það að hver sem það kýs geti sótt sér menntun. „Svo er þetta auðvitað bara hagstjórn, þetta er fjárfestingartól. Þetta snýst um það að íslensk stjórnvöld ættu að fjárfesta í mannauðnum sínum.“ Þrjú prósent stúdenta þurfa að neita sér um mat heilan dag Á sýningunni má meðal annars sjá tóman disk og tómt glas, sem aðstandendur sýningarinnar segja táknræn fyrir stöðu stúdenta. „Við sjáum það í könnunum að þrjú prósent stúdenta hafa orðið að neita sér um mat í heilan dag og það segir sína sögu um framfærslu, þörfina á framfærslu, betri og aukinni framfærslu,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM. Hún segir að sýningin sé samstarfsverkefni BHM og LÍS þar sem málið sé vinnumarkaðsmál. „Við sjáum það á þessum spjöldum sem hér eru til sýnis, að við erum auðugt land með óvenjulágt menntunarstig. Það kemur í ljós í könnunum að 24 prósent Íslendinga sem eru á aldrinum 25 ára til 64 ára hafa einungis grunnskólamenntun. Og það er miklu, miklu hærra hlutfall heldur en í löndunum í kringum okkur.“ Skóla - og menntamál Háskólar Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Á sýningunni er hægt að skoða minjar um týnd tímabil íslenskrar menntasögu. Þannig geta gestir skoðað námslánarisaeðluna, síðasta drenginn sem gat lesið sér til gagns og skuldaloftsteininn sem tortímdi fjölda námsgreina og skildi eftir sig slóð stórskuldugra námsmanna. Sýningin var opnuð í Safnahúsinu á Hverfisgötu í dag og fréttastofa kíkti í heimsókn. „Það sem við erum í rauninni að gera hérna er að við erum að draga upp mynd af því hvert íslenskt samfélag gæti stefnt ef íslensk stjórnvöld fara ekki að taka því alvarlega að fjármagna námslánakerfið almennilega. Því það að stúdentar komist í gegnum nám er auðvitað grunnforsenda þess að við verðum með háskólastéttir hérna í framtíðinni,“ segir Alexandra Ýr van Erven, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Hápólitískt mál Alexandra Ýr segir málið hápólitískt. Það snúist í grunninn um það að námslánakerfið sé jöfnunartól sem eigi að tryggja það að hver sem það kýs geti sótt sér menntun. „Svo er þetta auðvitað bara hagstjórn, þetta er fjárfestingartól. Þetta snýst um það að íslensk stjórnvöld ættu að fjárfesta í mannauðnum sínum.“ Þrjú prósent stúdenta þurfa að neita sér um mat heilan dag Á sýningunni má meðal annars sjá tóman disk og tómt glas, sem aðstandendur sýningarinnar segja táknræn fyrir stöðu stúdenta. „Við sjáum það í könnunum að þrjú prósent stúdenta hafa orðið að neita sér um mat í heilan dag og það segir sína sögu um framfærslu, þörfina á framfærslu, betri og aukinni framfærslu,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM. Hún segir að sýningin sé samstarfsverkefni BHM og LÍS þar sem málið sé vinnumarkaðsmál. „Við sjáum það á þessum spjöldum sem hér eru til sýnis, að við erum auðugt land með óvenjulágt menntunarstig. Það kemur í ljós í könnunum að 24 prósent Íslendinga sem eru á aldrinum 25 ára til 64 ára hafa einungis grunnskólamenntun. Og það er miklu, miklu hærra hlutfall heldur en í löndunum í kringum okkur.“
Skóla - og menntamál Háskólar Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira