Sérfræðingar segja hreint ótrúlegt að fylgjast með veðraþróuninni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. október 2023 07:35 Maður í Kanada stendur undir vatnsúða til að kæla sig í hitanum. AP/Canadian Press/Christinne Muschi Sérfræðingar eiga vart orð yfir öllum þeim hitametum sem falla nú hvert af öðru og segja allt stefna í að 2023 verði heitasta ár í manna minnum. Þá kann árið 2024 að verða enn heitara, segja þeir. „September var, að mínu faglega áliti sem loftslagsvísindamaður, algjörlega klikkað,“ segir Zeke Hausfather við Berkeley Earth-loftslagsverkefnið. Septembermánuður var sá heitasti frá því að mælingar hófust og munaði 0,5 gráðum. Þá var hann 1,8 gráðum heitari en meðalhitinn fyrir iðnvæðingu. Ágústmánuður og júlímánuður voru einnig þeir heitustu frá því að mælingar hófust, sá síðarnefndi heitasti mánuðurinn yfir höfuð. „Ég er enn að berjast við að skilja hvernig eitt ár getur verið svona miklu heitara en fyrri ár,“ segir loftslagssérfræðingurinn Mika Rantanen við Veðurstofu Finnlands. ERA5 September 2023 monthly data are out.I'm still struggling to comprehend how a single year can jump so much compared to previous years.Just by adding the latest data point, the linear warming trend since 1979 increased by 10%. pic.twitter.com/AnNAbyUQwY— Mika Rantanen (@mikarantane) October 3, 2023 Þá hefur Guardian eftir Ed Hawkins, prófessor við University of Reading, að sumarið hafi verið ótrúlegt. Loftslagsvísindamaðurinn Joelle Gergis segir þróun mála í Ástralíu „sláandi“. Á mörgun svæðium þar sem hitamet hafi fallið hafi þau verið 3 til 5 gráðum yfir meðaltali. Minna regnfall muni skila sér í þurrkum. Sumarið verði afar erfitt. Hópur vísindamanna sem Guardian ræddi við í ágúst segja að jafnvel þótt hitinn í heiminum hafi verið mikill sé þróunin í takt við spár síðustu áratuga. Þá væru öfgafullir veðuratburðir einnig í takt við væntingar en hraðinn og alvarleikinn hefðu komið mönnum á óvart. Einnig áhrifin á viðkvæm samfélög. Það sem væri mest sláandi væri hins vegar hitastig sjávar og tap íshellunnar á Suðurskautslandinu. Vísindamennirnir vara við því að ef ekki verður gripið til aðgerða verði árið 2023 „venjulegt“ ár á næsta áratug. Veður Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
„September var, að mínu faglega áliti sem loftslagsvísindamaður, algjörlega klikkað,“ segir Zeke Hausfather við Berkeley Earth-loftslagsverkefnið. Septembermánuður var sá heitasti frá því að mælingar hófust og munaði 0,5 gráðum. Þá var hann 1,8 gráðum heitari en meðalhitinn fyrir iðnvæðingu. Ágústmánuður og júlímánuður voru einnig þeir heitustu frá því að mælingar hófust, sá síðarnefndi heitasti mánuðurinn yfir höfuð. „Ég er enn að berjast við að skilja hvernig eitt ár getur verið svona miklu heitara en fyrri ár,“ segir loftslagssérfræðingurinn Mika Rantanen við Veðurstofu Finnlands. ERA5 September 2023 monthly data are out.I'm still struggling to comprehend how a single year can jump so much compared to previous years.Just by adding the latest data point, the linear warming trend since 1979 increased by 10%. pic.twitter.com/AnNAbyUQwY— Mika Rantanen (@mikarantane) October 3, 2023 Þá hefur Guardian eftir Ed Hawkins, prófessor við University of Reading, að sumarið hafi verið ótrúlegt. Loftslagsvísindamaðurinn Joelle Gergis segir þróun mála í Ástralíu „sláandi“. Á mörgun svæðium þar sem hitamet hafi fallið hafi þau verið 3 til 5 gráðum yfir meðaltali. Minna regnfall muni skila sér í þurrkum. Sumarið verði afar erfitt. Hópur vísindamanna sem Guardian ræddi við í ágúst segja að jafnvel þótt hitinn í heiminum hafi verið mikill sé þróunin í takt við spár síðustu áratuga. Þá væru öfgafullir veðuratburðir einnig í takt við væntingar en hraðinn og alvarleikinn hefðu komið mönnum á óvart. Einnig áhrifin á viðkvæm samfélög. Það sem væri mest sláandi væri hins vegar hitastig sjávar og tap íshellunnar á Suðurskautslandinu. Vísindamennirnir vara við því að ef ekki verður gripið til aðgerða verði árið 2023 „venjulegt“ ár á næsta áratug.
Veður Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent