Hörð viðbrögð vegna strangtrúaðra sem hræktu á kristna í Jerúsalem Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. október 2023 09:04 Fimm hafa verið handteknir í tengslum við málið. Stilla af Twitter Myndskeið sem sýnir strangtrúaða gyðinga í Jerúsalem hrækja á jörðina þar sem erlendir kristnir ferðamenn ganga framhjá hefur vakið hörð viðbrögð í Ísrael og víðar. Athæfið hefur meðal annars verið gagnrýnt af Benjamin Netanyahu forsætisráðherra. Það var blaðamaður Haaretz sem náði upptöku af atvikinu en það átti sér stað þegar umræddur hópur var að hefja göngu sína um gamla borgarhlutann í Jerúsalem. Förinni var heitið sömu leið og sagt er að Jesú hafi gengið áður en hann var krossfestur en hópurinn hafði með sér stóran viðarkross. Að minnsta kosti sjö strangtrúaðir gyðingar hræktu á jörðina þegar hópurinn gekk hjá en það vakti ekki síður hneykslan þegar Elisha Yered, strangtrúaður leiðtogi landnema eða landtökufólks og fyrrverandi ráðgjafi þingmanns í samsteypustjórn Netanyahu greip til varna fyrir þá sem hræktu. Sagði hann að það að hrækja að kristnum prestum og kirkjum væri „forn gyðingasiður“. „Undir áhrifum vestrænnar menningar höfum við ef til vill gleymt því fyrir hvað kristnin stendur,“ skrifaði hann á X/Twitter. „Ég held að milljónir gyðinga sem mátut þola útlegð vegna krossferðanna muni aldrei gleyma.“ Yered er grunaður um að hafa átt þátt í morðinu á 19 ára Palestínumanni og sætir stofufangelsi. Five people arrested on suspicion of spitting at Christians in Jerusalem's Old City https://t.co/LK6mwoJo8B— Haaretz.com (@haaretzcom) October 4, 2023 Myndskeiðið og færsla Yered eru sögð hafa farið eins og eldur í sinu um netheima í Ísrael en viðbrögðin voru, eins og áður segir, hörð. Jafnvel menn innan íhaldsamrar ríkisstjórnar landsins fordæmdu athæfið og sagði utanríkisráðherrann Eli Cohen meðal annars að það að hrækja að kristnum væri ekki í takt við gildi gyðinga. Þá sagði Michael Malkieli, ráðherra trúmála og flokksmaður í Shas-flokknum, að það að hrækja að mönnum væri ekki í samræmi við Torah, trúarrit gyðinga. Undir þetta tók einn af fremstu rabbínum Ísrael. Aðgerðasinnar segja árásir gegn kristnum hafa aukist mjög og hafa undrast hörð viðbrögð hinna íhaldssömu stjórnvalda. „Árásum á kristna hefur fjölgað um 100 prósent á þessu ári og við erum ekki bara að tala um hráka heldur grjótkast og skemmdarverk,“ segir Yisca Harani, stofnandi hjálparlínu vegna fordóma gegn kristnum. „Afsakið en hvar voruð þið?“ segir hún og beinir spurningu sinni til stjórnvalda. Guardian greindi frá. Ísrael Trúmál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Athæfið hefur meðal annars verið gagnrýnt af Benjamin Netanyahu forsætisráðherra. Það var blaðamaður Haaretz sem náði upptöku af atvikinu en það átti sér stað þegar umræddur hópur var að hefja göngu sína um gamla borgarhlutann í Jerúsalem. Förinni var heitið sömu leið og sagt er að Jesú hafi gengið áður en hann var krossfestur en hópurinn hafði með sér stóran viðarkross. Að minnsta kosti sjö strangtrúaðir gyðingar hræktu á jörðina þegar hópurinn gekk hjá en það vakti ekki síður hneykslan þegar Elisha Yered, strangtrúaður leiðtogi landnema eða landtökufólks og fyrrverandi ráðgjafi þingmanns í samsteypustjórn Netanyahu greip til varna fyrir þá sem hræktu. Sagði hann að það að hrækja að kristnum prestum og kirkjum væri „forn gyðingasiður“. „Undir áhrifum vestrænnar menningar höfum við ef til vill gleymt því fyrir hvað kristnin stendur,“ skrifaði hann á X/Twitter. „Ég held að milljónir gyðinga sem mátut þola útlegð vegna krossferðanna muni aldrei gleyma.“ Yered er grunaður um að hafa átt þátt í morðinu á 19 ára Palestínumanni og sætir stofufangelsi. Five people arrested on suspicion of spitting at Christians in Jerusalem's Old City https://t.co/LK6mwoJo8B— Haaretz.com (@haaretzcom) October 4, 2023 Myndskeiðið og færsla Yered eru sögð hafa farið eins og eldur í sinu um netheima í Ísrael en viðbrögðin voru, eins og áður segir, hörð. Jafnvel menn innan íhaldsamrar ríkisstjórnar landsins fordæmdu athæfið og sagði utanríkisráðherrann Eli Cohen meðal annars að það að hrækja að kristnum væri ekki í takt við gildi gyðinga. Þá sagði Michael Malkieli, ráðherra trúmála og flokksmaður í Shas-flokknum, að það að hrækja að mönnum væri ekki í samræmi við Torah, trúarrit gyðinga. Undir þetta tók einn af fremstu rabbínum Ísrael. Aðgerðasinnar segja árásir gegn kristnum hafa aukist mjög og hafa undrast hörð viðbrögð hinna íhaldssömu stjórnvalda. „Árásum á kristna hefur fjölgað um 100 prósent á þessu ári og við erum ekki bara að tala um hráka heldur grjótkast og skemmdarverk,“ segir Yisca Harani, stofnandi hjálparlínu vegna fordóma gegn kristnum. „Afsakið en hvar voruð þið?“ segir hún og beinir spurningu sinni til stjórnvalda. Guardian greindi frá.
Ísrael Trúmál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira