Hörð viðbrögð vegna strangtrúaðra sem hræktu á kristna í Jerúsalem Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. október 2023 09:04 Fimm hafa verið handteknir í tengslum við málið. Stilla af Twitter Myndskeið sem sýnir strangtrúaða gyðinga í Jerúsalem hrækja á jörðina þar sem erlendir kristnir ferðamenn ganga framhjá hefur vakið hörð viðbrögð í Ísrael og víðar. Athæfið hefur meðal annars verið gagnrýnt af Benjamin Netanyahu forsætisráðherra. Það var blaðamaður Haaretz sem náði upptöku af atvikinu en það átti sér stað þegar umræddur hópur var að hefja göngu sína um gamla borgarhlutann í Jerúsalem. Förinni var heitið sömu leið og sagt er að Jesú hafi gengið áður en hann var krossfestur en hópurinn hafði með sér stóran viðarkross. Að minnsta kosti sjö strangtrúaðir gyðingar hræktu á jörðina þegar hópurinn gekk hjá en það vakti ekki síður hneykslan þegar Elisha Yered, strangtrúaður leiðtogi landnema eða landtökufólks og fyrrverandi ráðgjafi þingmanns í samsteypustjórn Netanyahu greip til varna fyrir þá sem hræktu. Sagði hann að það að hrækja að kristnum prestum og kirkjum væri „forn gyðingasiður“. „Undir áhrifum vestrænnar menningar höfum við ef til vill gleymt því fyrir hvað kristnin stendur,“ skrifaði hann á X/Twitter. „Ég held að milljónir gyðinga sem mátut þola útlegð vegna krossferðanna muni aldrei gleyma.“ Yered er grunaður um að hafa átt þátt í morðinu á 19 ára Palestínumanni og sætir stofufangelsi. Five people arrested on suspicion of spitting at Christians in Jerusalem's Old City https://t.co/LK6mwoJo8B— Haaretz.com (@haaretzcom) October 4, 2023 Myndskeiðið og færsla Yered eru sögð hafa farið eins og eldur í sinu um netheima í Ísrael en viðbrögðin voru, eins og áður segir, hörð. Jafnvel menn innan íhaldsamrar ríkisstjórnar landsins fordæmdu athæfið og sagði utanríkisráðherrann Eli Cohen meðal annars að það að hrækja að kristnum væri ekki í takt við gildi gyðinga. Þá sagði Michael Malkieli, ráðherra trúmála og flokksmaður í Shas-flokknum, að það að hrækja að mönnum væri ekki í samræmi við Torah, trúarrit gyðinga. Undir þetta tók einn af fremstu rabbínum Ísrael. Aðgerðasinnar segja árásir gegn kristnum hafa aukist mjög og hafa undrast hörð viðbrögð hinna íhaldssömu stjórnvalda. „Árásum á kristna hefur fjölgað um 100 prósent á þessu ári og við erum ekki bara að tala um hráka heldur grjótkast og skemmdarverk,“ segir Yisca Harani, stofnandi hjálparlínu vegna fordóma gegn kristnum. „Afsakið en hvar voruð þið?“ segir hún og beinir spurningu sinni til stjórnvalda. Guardian greindi frá. Ísrael Trúmál Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Athæfið hefur meðal annars verið gagnrýnt af Benjamin Netanyahu forsætisráðherra. Það var blaðamaður Haaretz sem náði upptöku af atvikinu en það átti sér stað þegar umræddur hópur var að hefja göngu sína um gamla borgarhlutann í Jerúsalem. Förinni var heitið sömu leið og sagt er að Jesú hafi gengið áður en hann var krossfestur en hópurinn hafði með sér stóran viðarkross. Að minnsta kosti sjö strangtrúaðir gyðingar hræktu á jörðina þegar hópurinn gekk hjá en það vakti ekki síður hneykslan þegar Elisha Yered, strangtrúaður leiðtogi landnema eða landtökufólks og fyrrverandi ráðgjafi þingmanns í samsteypustjórn Netanyahu greip til varna fyrir þá sem hræktu. Sagði hann að það að hrækja að kristnum prestum og kirkjum væri „forn gyðingasiður“. „Undir áhrifum vestrænnar menningar höfum við ef til vill gleymt því fyrir hvað kristnin stendur,“ skrifaði hann á X/Twitter. „Ég held að milljónir gyðinga sem mátut þola útlegð vegna krossferðanna muni aldrei gleyma.“ Yered er grunaður um að hafa átt þátt í morðinu á 19 ára Palestínumanni og sætir stofufangelsi. Five people arrested on suspicion of spitting at Christians in Jerusalem's Old City https://t.co/LK6mwoJo8B— Haaretz.com (@haaretzcom) October 4, 2023 Myndskeiðið og færsla Yered eru sögð hafa farið eins og eldur í sinu um netheima í Ísrael en viðbrögðin voru, eins og áður segir, hörð. Jafnvel menn innan íhaldsamrar ríkisstjórnar landsins fordæmdu athæfið og sagði utanríkisráðherrann Eli Cohen meðal annars að það að hrækja að kristnum væri ekki í takt við gildi gyðinga. Þá sagði Michael Malkieli, ráðherra trúmála og flokksmaður í Shas-flokknum, að það að hrækja að mönnum væri ekki í samræmi við Torah, trúarrit gyðinga. Undir þetta tók einn af fremstu rabbínum Ísrael. Aðgerðasinnar segja árásir gegn kristnum hafa aukist mjög og hafa undrast hörð viðbrögð hinna íhaldssömu stjórnvalda. „Árásum á kristna hefur fjölgað um 100 prósent á þessu ári og við erum ekki bara að tala um hráka heldur grjótkast og skemmdarverk,“ segir Yisca Harani, stofnandi hjálparlínu vegna fordóma gegn kristnum. „Afsakið en hvar voruð þið?“ segir hún og beinir spurningu sinni til stjórnvalda. Guardian greindi frá.
Ísrael Trúmál Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira