Móðir Beckhams varð fyrir ógeðfelldu aðkasti: „Þetta var hræðilegt“ Aron Guðmundsson skrifar 4. október 2023 10:01 David Beckham með foreldrum sínum, Söndru og Ted Beckham á forsýningu á nýrri heimildarþáttaröð um líf hans. Vísir/Getty Í nýrri heimildarþáttaröð um líf og atvinnumannaferil bresku knattspyrnugoðsagnarinnar David Beckham, tjá Beckham og aðstandendur hans sig um afar erfiðan tíma í þeirra lífi eftir afdrifarík mistök Beckham á HM 1998. Beckham og fjölskylda hans lentu í afar slæmu aðkasti í kjölfar atviksins. Það var á HM í Frakklandi árið 1998 sem Beckham var rekinn af velli í leik á móti Argentínu í sextán liða úrslitum þar sem enska liðið tapaði að lokum í vítaspyrnukeppni. Beckham missti stjórn á skapi sínu í örskamma stund í leiknum, sparkaði í Diego Simeone leikmann Argentínu, núverandi knattspyrnustjóra Atlético Madrid . Ensku fjölmiðlarnir gerðu Beckham af blóraböggli númer eitt, tvö og þrjú og fræg fyrirsögn er „10 Heroic Lions, One Stupid Boy“ eða „Tíu hetjur og einn heimskur strákur“. Þá birti eitt blaðið höfuð Beckham á píluspjaldi. Brúða, eftirlíking af Beckham í fullri stærð, var hengd fyrir utan bar á Bretlandseyjum og rataði myndin á forsíðu The Sun. „Þetta var hræðilegt,“ segir Sandra Beckham, móðir David Beckham um þennan tíma og afdrifaríka heimsókn hennar á Upton Park, heimavöll West Ham United skömmu eftir HM þar sem sonur hennar spilaði með Manchester United á móti heimamönnum. „Ég sat þarna og sá konu með blaðið þar sem mynd af honum hangandi var á forsíðunni. Ég varð reið sökum þess hvaða ókvæðisorðum áhorfendurnir voru að kalla að honum og svo var þarna einn maður sem bauð mér í birginn, bað mig um að koma með sér út fyrir leikvanginn. Sem foreldri var ekki gott að horfa upp á þetta. Bara það að tala um þetta lætur mig vilja fara að gráta.“ Sjálfur segist Beckham fyrst núna taka atvikið og það sem á eftir fylgdi alvarlega inn á sig. „Þetta varpaði mikilli athygli á foreldra mína,“ segir Beckham um eftirmála rauða spjaldsins. „Eitthvað sem ég hefði aldrei óskað mér. Eitthvað sem ég get aldrei fyrirgefið sjálfum mér fyrir.“ David Gardner, einn besti vinur Beckham, segir frá því í heimildarþáttunum að hatrið í garð Beckham hafi verið það mikið að vinir hans hleyptu honum ekki einum út. „Hann var kannski gangandi niður götu og fólk átti það til að hrækja í áttina að honum. Fólk átti það líka til að vaða í hann á förnum vegi, öskra ókvæðisorðum í áttina að honum.“ Enski boltinn Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Sjá meira
Það var á HM í Frakklandi árið 1998 sem Beckham var rekinn af velli í leik á móti Argentínu í sextán liða úrslitum þar sem enska liðið tapaði að lokum í vítaspyrnukeppni. Beckham missti stjórn á skapi sínu í örskamma stund í leiknum, sparkaði í Diego Simeone leikmann Argentínu, núverandi knattspyrnustjóra Atlético Madrid . Ensku fjölmiðlarnir gerðu Beckham af blóraböggli númer eitt, tvö og þrjú og fræg fyrirsögn er „10 Heroic Lions, One Stupid Boy“ eða „Tíu hetjur og einn heimskur strákur“. Þá birti eitt blaðið höfuð Beckham á píluspjaldi. Brúða, eftirlíking af Beckham í fullri stærð, var hengd fyrir utan bar á Bretlandseyjum og rataði myndin á forsíðu The Sun. „Þetta var hræðilegt,“ segir Sandra Beckham, móðir David Beckham um þennan tíma og afdrifaríka heimsókn hennar á Upton Park, heimavöll West Ham United skömmu eftir HM þar sem sonur hennar spilaði með Manchester United á móti heimamönnum. „Ég sat þarna og sá konu með blaðið þar sem mynd af honum hangandi var á forsíðunni. Ég varð reið sökum þess hvaða ókvæðisorðum áhorfendurnir voru að kalla að honum og svo var þarna einn maður sem bauð mér í birginn, bað mig um að koma með sér út fyrir leikvanginn. Sem foreldri var ekki gott að horfa upp á þetta. Bara það að tala um þetta lætur mig vilja fara að gráta.“ Sjálfur segist Beckham fyrst núna taka atvikið og það sem á eftir fylgdi alvarlega inn á sig. „Þetta varpaði mikilli athygli á foreldra mína,“ segir Beckham um eftirmála rauða spjaldsins. „Eitthvað sem ég hefði aldrei óskað mér. Eitthvað sem ég get aldrei fyrirgefið sjálfum mér fyrir.“ David Gardner, einn besti vinur Beckham, segir frá því í heimildarþáttunum að hatrið í garð Beckham hafi verið það mikið að vinir hans hleyptu honum ekki einum út. „Hann var kannski gangandi niður götu og fólk átti það til að hrækja í áttina að honum. Fólk átti það líka til að vaða í hann á förnum vegi, öskra ókvæðisorðum í áttina að honum.“
Enski boltinn Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Sjá meira