Erlent

Minnst tuttugu látnir eftir rútu­slys á Ítalíu

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Frá slysstað.
Frá slysstað. EPA

Að minnsta kosti tuttugu hafa látist eftir að rúta fór út af vegi nærri Feneyjum og lenti á lestarteinum í kvöld. 

Rútan er sögð hafa fallið úr tíu metra hæð eftir að hafa verið ekið út af stofnbraut í Mestre-hverfi í Feneyjum. Samkvæmt ítölskum miðlum er 21 látinn, tólf slasaðir og fimm manns enn saknað. 

Borgarstjóri Feneyja segir slysið mikinn harmleik en björgunaraðgerðir standa enn yfir. Ekki er vitað um tildrög slyssins sem stendur. Mikill fjöldi viðbragðsaðila er á svæðinu. 

Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, hefur þegar vottað samúð sína til fjölskyldna þeirra sem látist hafa í slysinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×