„Að Chelsea hafi eytt milljarði og sé samt hálfu liði frá því að berjast um titilinn er fáránlegt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2023 16:00 Leikmenn Chelsea fagna marki Armandos Broja gegn Fulham. getty/Nigel French Þrátt fyrir að hafa eytt rúmlega milljarði punda í leikmannakaup síðan Todd Boehly og Behdad Eghbali keyptu Chelsea segir Jamie Carragher, sparkspekingur Sky Sports, að liðið sé ekki enn nógu gott. Chelsea vann mikilvægan sigur á Fulham, 0-2, í lokaleik 7. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Liðið fór það úr 15. sæti deildarinnar í það ellefta. Mikil meiðsli herja á leikmannahóp Chelsea en þrátt fyrir það segir Carragher að Bláliðar séu langt frá því að geta keppt um Englandsmeistaratitilinn. „Þú getur sjaldan stillt upp þínu sterkasta liði. Þeir eru í meiðslavandræðum en ef þeir geta stillt liðinu sínu reglulega upp tel ég að þeir geti barist um Meistaradeildarsæti. En ef þú segir mér að þetta sé besta liðið þeirra eftir að hafa eytt milljarði punda þurfa þeir samt fjóra leikmenn til að ná Manchester City,“ sagði Carragher. „Framherjinn [Nicolas Jackson] er ekki nógu góður, sömu sögu er að segja af markverðinum [Robert Sánchez] og þeir þurfa líka miðvörð og miðjumann. Að Chelsea hafi eytt milljarði og sé samt hálfu liði frá því að berjast um titilinn er fáránlegt.“ Jackson tók út leikbann gegn Fulham í gær. Hann hefur aðeins skorað eitt deildarmark fyrir Chelsea síðan félagið keypti hann frá Villarreal í sumar. Sánchez hélt hreinu í gær og hefur aðeins fengið á sig sex mörk í sjö leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Næsti leikur Chelsea er gegn Burnley á Turf Moor á laugardaginn. Enski boltinn Tengdar fréttir Fyrirliðinn vonast til að Chelsea byggi ofan á sigrana tvo Chelsea vann Fulham 2-0 á útivelli í eina leik ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Liðið hefur nú unnið tvo leiki í röð í öllum keppnum og vonast Conor Gallagher, fyrirliði liðsins, til að hægt sé að byggja ofan á það eftir erfiða byrjun. 2. október 2023 22:15 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira
Chelsea vann mikilvægan sigur á Fulham, 0-2, í lokaleik 7. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Liðið fór það úr 15. sæti deildarinnar í það ellefta. Mikil meiðsli herja á leikmannahóp Chelsea en þrátt fyrir það segir Carragher að Bláliðar séu langt frá því að geta keppt um Englandsmeistaratitilinn. „Þú getur sjaldan stillt upp þínu sterkasta liði. Þeir eru í meiðslavandræðum en ef þeir geta stillt liðinu sínu reglulega upp tel ég að þeir geti barist um Meistaradeildarsæti. En ef þú segir mér að þetta sé besta liðið þeirra eftir að hafa eytt milljarði punda þurfa þeir samt fjóra leikmenn til að ná Manchester City,“ sagði Carragher. „Framherjinn [Nicolas Jackson] er ekki nógu góður, sömu sögu er að segja af markverðinum [Robert Sánchez] og þeir þurfa líka miðvörð og miðjumann. Að Chelsea hafi eytt milljarði og sé samt hálfu liði frá því að berjast um titilinn er fáránlegt.“ Jackson tók út leikbann gegn Fulham í gær. Hann hefur aðeins skorað eitt deildarmark fyrir Chelsea síðan félagið keypti hann frá Villarreal í sumar. Sánchez hélt hreinu í gær og hefur aðeins fengið á sig sex mörk í sjö leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Næsti leikur Chelsea er gegn Burnley á Turf Moor á laugardaginn.
Enski boltinn Tengdar fréttir Fyrirliðinn vonast til að Chelsea byggi ofan á sigrana tvo Chelsea vann Fulham 2-0 á útivelli í eina leik ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Liðið hefur nú unnið tvo leiki í röð í öllum keppnum og vonast Conor Gallagher, fyrirliði liðsins, til að hægt sé að byggja ofan á það eftir erfiða byrjun. 2. október 2023 22:15 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira
Fyrirliðinn vonast til að Chelsea byggi ofan á sigrana tvo Chelsea vann Fulham 2-0 á útivelli í eina leik ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Liðið hefur nú unnið tvo leiki í röð í öllum keppnum og vonast Conor Gallagher, fyrirliði liðsins, til að hægt sé að byggja ofan á það eftir erfiða byrjun. 2. október 2023 22:15