Staðfestir niðrandi ummæli Trumps um hermenn Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2023 11:47 John Kelly við hlið Donalds Trump í október 2017. EPA/Andrew Harrer John Kelly, fyrrverandi starfsmanna stjóri Hvíta húss Donalds Trump, gagnrýndi forsetann fyrrverandi harðlega í ummælum sem opinberuð voru í gær. Kelly staðfesti nokkur af umdeildum ummælum Trumps um særða og handsamaða hermenn. „Hvað get ég sagt sem hefur ekki verið sagt áður?“ sagði Kelly þegar CNN spurði hann út í nokkur ummæli sem Trump átti að hafa látið falla um bandaríska hermenn. Kelly, sem var herforingi á árum áður, sagði Trump vera þeirrar skoðunar að hermenn og jafnvel hermenn sem hafi særst eða verið stríðsfangar um árabil, séu „afglapar“ því þeir hafi ekkert grætt persónulega á þjónustunni. Hann sagði Trump einnig ekki hafa viljað vera í návist særðra hermanna, því honum fyndist það líta illa út fyrir sig sjálfan. Hann sagði einnig að Trump hefði litið niður á fjölskyldur hermanna sem féllu í átökum, hafi kallað fallna hermenn „tapara“ og hafi neitað að heimsækja grafir bandarískra hermanna í Frakklandi. John Kelly, the longest-serving White House chief of staff for Donald Trump, offered his harshest criticism yet of the former president in a statement to CNN. @jaketapper has the exclusive report on @TheLeadCNN. Watch: pic.twitter.com/SFjkCC1uE5— CNN (@CNN) October 2, 2023 Herforinginn fyrrverandi sagði einnig að Trump hefði ekki sagt satt um raunverulega skoðun sína á þungunarrofi, konum, minnihlutahópum, evangelísku kristnu fólki, gyðingum og á vinnandi fólki. Hann sagði Trump ekki hafa hugmynd um hvað Bandaríkin standi fyrir og snúist um og gagnrýndi hann fyrir að stinga upp á því á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, að Mark Milley, fyrrverandi formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna ætti að vera tekinn af lífi fyrir landráð. Milley gagnrýndi Trump nýverið fyrir einræðistilburði og Kelly segir Trump vonast til þess að einhver reyni að myrða Milley. „Manneskja sem dáir einvalda og morðóða einræðisherra. Manneskja sem fyrirlítur lýðræðislegar stofnanir okkar, stjórnarskrá og réttarríki,“ sagði Kelly. „Það er ekkert meira sem hægt er að segja. Guð hjálpi okkur.“ Talaði um hermenn með niðrandi hætti Ein þeirra ummæla Trumps sem Kelly virðist vera að staðfesta eiga rætur að rekja í sögu frá 2020, þegar Trump var sagður hafa staðið með Kelly í kirkjugarðinum í Arlington, umkringdur gröfum hermanna sem féllu í Afganistan og Írak. Þá mun Trump hafa sagt: „Ég skil þetta ekki. Til hvers voru þeir að þessu?“ Sonur Kelly féll í Afganistan. Önnur ummæli sem Kelly vísar til snúa að heimsókn Trumps til Frakklands árið 2018. Þá er hann sagður hafa neitað að heimsækja kirkjugarð bandarískra hermanna sem féllu í fyrri heimsstyrjöldinni og sagt: „Af hverju ætti ég að fara í þennan kirkjugarð? Hann er fullur af töpurum (e. losers)“. Í sömu ferð var hann sagður hafa kallað 1.800 bandaríska landgönguliða sem féllu í Belleau-skógi „aula“. John Kelly í Hvíta húsinu. Hann starfaði fyrir Trump í tæplega eitt og hálft ár og var einn af fjórum starfsmannastjórum Hvíta húss Trumps.EPA/KEVIN DIETSCH Vildi ekki særða menn í skrúðgöngu Eftir ferðina til Frakklands vildi Trump halda skrúðgöngu, eins og þá sem hann sá í París. Þá á hann að hafa sagt við Kelly að hann vildi alls ekki hafa særða uppgjafahermenn í skrúðgöngunni. Kelly mun þá hafa mótmælt Trump og sagt að þeir væru hetjur en Trump sagðist ekki vilja þá. „Það lítur ekki vel út fyrir mig,“ á Trump að hafa sagt og virðist sem Kelly sé einnig að staðfesta þau ummæli. Í nýlegri grein um Mark Milley er Trump sagður hafa brugðist reiður við því að alvarlega særður hermaður hafi sungið lagið „God bless America“ á viðburði þegar Milley tók við formennsku herforingjaráðsins. „Af hverju ertu að fá svona fólk hingað? Það vill enginn sjá þetta, svona sært fólk,“ mun Trump hafa sagt. Kelly vísar einnig til nýlegra ummæla Trumps um Milley. Það kom fram í bók sem Bob Woodward og Robert Costa gáfu út árið 2021 að Milley hefði haft samband við herforingja í Kína árið 2020, þegar Trump var við það að flytja úr Hvíta húsinu, en þá hafði Milley fengið veður af því að Kínverjar óttuðust að Trump ætlaði sér að fyrirskipa árás á Kína. Milley sagði forsvarsmönnum kínverska hersins að svo væri ekki. Trump sagði á Truth Social í síðasta mánuði, eftir að Milley gagnrýndi hann fyrir einræðistilburði, að herforinginn hefði framið landráð með símtalinu og að í gamla daga hefði fólk verið tekið af lífi fyrir svona glæpi. Kelly sakar Trump um að vonast til þess að einhver af fylgjendum hans myrði Milley. Talsmaður Trumps segir Kelly „trúð“ Þegar Trump hélt til í Hvíta húsinu var hann með fjóra starfsmannastjóra. Fyrstur var Reince Priebus, sem starfaði fyrir Trump frá 20. janúar til 31. júlí 2017. John Kelly tók við af honum og var starfsmannastjóri til 2. janúar 2019. Þá tók Mick Mulvaney við og var hann starfsmannastjóri í rúmt ár. Mark Meadows var fjórði starfsmannastjóri Trumps en hann var í starfinu frá 31. mars 2020 til 20. janúar 2021. Washington Post hefur eftir talsmanni Trumps að John Kelly hafi „opinberað sig sem trúður“ með því að ýta undir þessar sögur, sem talsmaðurinn kallar ósannar og sakar hann Kelly um að hafa búið þær til, því hann hafi ekki þjónað Trump vel í starfi sínu sem starfsmannastjóri. Kelly hefur gagnrýnt Trump áður, eins og margir af fyrrverandi starfsmönnum hans. Eins og kemur fram hér að ofan starfaði hann þó fyrir Trump í tæplega eitt og hálft ár. Eftir að Kelly tjáði sig við CNN hefur hann verið gagnrýndur fyrir að vinna fyrir Trump í þennan tíma og gagnrýna hann ekki fyrr. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt Kelly er Mehdi Hassan, sem er sjónvarpsmaður hjá MSNBC. Interestingly, in this statement from Gen. Kelly excoriating Trump, he mentions awful things Trump did during the 2016 election and yet Kelly happily went to work for Trump after 2016, first at DHS and then at the White House, as chief of staff. https://t.co/WIpacKUnw0— Mehdi Hasan (@mehdirhasan) October 2, 2023 Donald Trump er aftur í framboði til forseta og þykir líklegastur til að tryggja sér tilnefningu Repúblikanaflokksins fyrir kosningarnar í nóvember á næsta ári. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira
„Hvað get ég sagt sem hefur ekki verið sagt áður?“ sagði Kelly þegar CNN spurði hann út í nokkur ummæli sem Trump átti að hafa látið falla um bandaríska hermenn. Kelly, sem var herforingi á árum áður, sagði Trump vera þeirrar skoðunar að hermenn og jafnvel hermenn sem hafi særst eða verið stríðsfangar um árabil, séu „afglapar“ því þeir hafi ekkert grætt persónulega á þjónustunni. Hann sagði Trump einnig ekki hafa viljað vera í návist særðra hermanna, því honum fyndist það líta illa út fyrir sig sjálfan. Hann sagði einnig að Trump hefði litið niður á fjölskyldur hermanna sem féllu í átökum, hafi kallað fallna hermenn „tapara“ og hafi neitað að heimsækja grafir bandarískra hermanna í Frakklandi. John Kelly, the longest-serving White House chief of staff for Donald Trump, offered his harshest criticism yet of the former president in a statement to CNN. @jaketapper has the exclusive report on @TheLeadCNN. Watch: pic.twitter.com/SFjkCC1uE5— CNN (@CNN) October 2, 2023 Herforinginn fyrrverandi sagði einnig að Trump hefði ekki sagt satt um raunverulega skoðun sína á þungunarrofi, konum, minnihlutahópum, evangelísku kristnu fólki, gyðingum og á vinnandi fólki. Hann sagði Trump ekki hafa hugmynd um hvað Bandaríkin standi fyrir og snúist um og gagnrýndi hann fyrir að stinga upp á því á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, að Mark Milley, fyrrverandi formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna ætti að vera tekinn af lífi fyrir landráð. Milley gagnrýndi Trump nýverið fyrir einræðistilburði og Kelly segir Trump vonast til þess að einhver reyni að myrða Milley. „Manneskja sem dáir einvalda og morðóða einræðisherra. Manneskja sem fyrirlítur lýðræðislegar stofnanir okkar, stjórnarskrá og réttarríki,“ sagði Kelly. „Það er ekkert meira sem hægt er að segja. Guð hjálpi okkur.“ Talaði um hermenn með niðrandi hætti Ein þeirra ummæla Trumps sem Kelly virðist vera að staðfesta eiga rætur að rekja í sögu frá 2020, þegar Trump var sagður hafa staðið með Kelly í kirkjugarðinum í Arlington, umkringdur gröfum hermanna sem féllu í Afganistan og Írak. Þá mun Trump hafa sagt: „Ég skil þetta ekki. Til hvers voru þeir að þessu?“ Sonur Kelly féll í Afganistan. Önnur ummæli sem Kelly vísar til snúa að heimsókn Trumps til Frakklands árið 2018. Þá er hann sagður hafa neitað að heimsækja kirkjugarð bandarískra hermanna sem féllu í fyrri heimsstyrjöldinni og sagt: „Af hverju ætti ég að fara í þennan kirkjugarð? Hann er fullur af töpurum (e. losers)“. Í sömu ferð var hann sagður hafa kallað 1.800 bandaríska landgönguliða sem féllu í Belleau-skógi „aula“. John Kelly í Hvíta húsinu. Hann starfaði fyrir Trump í tæplega eitt og hálft ár og var einn af fjórum starfsmannastjórum Hvíta húss Trumps.EPA/KEVIN DIETSCH Vildi ekki særða menn í skrúðgöngu Eftir ferðina til Frakklands vildi Trump halda skrúðgöngu, eins og þá sem hann sá í París. Þá á hann að hafa sagt við Kelly að hann vildi alls ekki hafa særða uppgjafahermenn í skrúðgöngunni. Kelly mun þá hafa mótmælt Trump og sagt að þeir væru hetjur en Trump sagðist ekki vilja þá. „Það lítur ekki vel út fyrir mig,“ á Trump að hafa sagt og virðist sem Kelly sé einnig að staðfesta þau ummæli. Í nýlegri grein um Mark Milley er Trump sagður hafa brugðist reiður við því að alvarlega særður hermaður hafi sungið lagið „God bless America“ á viðburði þegar Milley tók við formennsku herforingjaráðsins. „Af hverju ertu að fá svona fólk hingað? Það vill enginn sjá þetta, svona sært fólk,“ mun Trump hafa sagt. Kelly vísar einnig til nýlegra ummæla Trumps um Milley. Það kom fram í bók sem Bob Woodward og Robert Costa gáfu út árið 2021 að Milley hefði haft samband við herforingja í Kína árið 2020, þegar Trump var við það að flytja úr Hvíta húsinu, en þá hafði Milley fengið veður af því að Kínverjar óttuðust að Trump ætlaði sér að fyrirskipa árás á Kína. Milley sagði forsvarsmönnum kínverska hersins að svo væri ekki. Trump sagði á Truth Social í síðasta mánuði, eftir að Milley gagnrýndi hann fyrir einræðistilburði, að herforinginn hefði framið landráð með símtalinu og að í gamla daga hefði fólk verið tekið af lífi fyrir svona glæpi. Kelly sakar Trump um að vonast til þess að einhver af fylgjendum hans myrði Milley. Talsmaður Trumps segir Kelly „trúð“ Þegar Trump hélt til í Hvíta húsinu var hann með fjóra starfsmannastjóra. Fyrstur var Reince Priebus, sem starfaði fyrir Trump frá 20. janúar til 31. júlí 2017. John Kelly tók við af honum og var starfsmannastjóri til 2. janúar 2019. Þá tók Mick Mulvaney við og var hann starfsmannastjóri í rúmt ár. Mark Meadows var fjórði starfsmannastjóri Trumps en hann var í starfinu frá 31. mars 2020 til 20. janúar 2021. Washington Post hefur eftir talsmanni Trumps að John Kelly hafi „opinberað sig sem trúður“ með því að ýta undir þessar sögur, sem talsmaðurinn kallar ósannar og sakar hann Kelly um að hafa búið þær til, því hann hafi ekki þjónað Trump vel í starfi sínu sem starfsmannastjóri. Kelly hefur gagnrýnt Trump áður, eins og margir af fyrrverandi starfsmönnum hans. Eins og kemur fram hér að ofan starfaði hann þó fyrir Trump í tæplega eitt og hálft ár. Eftir að Kelly tjáði sig við CNN hefur hann verið gagnrýndur fyrir að vinna fyrir Trump í þennan tíma og gagnrýna hann ekki fyrr. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt Kelly er Mehdi Hassan, sem er sjónvarpsmaður hjá MSNBC. Interestingly, in this statement from Gen. Kelly excoriating Trump, he mentions awful things Trump did during the 2016 election and yet Kelly happily went to work for Trump after 2016, first at DHS and then at the White House, as chief of staff. https://t.co/WIpacKUnw0— Mehdi Hasan (@mehdirhasan) October 2, 2023 Donald Trump er aftur í framboði til forseta og þykir líklegastur til að tryggja sér tilnefningu Repúblikanaflokksins fyrir kosningarnar í nóvember á næsta ári.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira