Fjölga myndavélum og nýta sér gervigreindartækni betur Atli Ísleifsson skrifar 3. október 2023 08:19 Gunnar Strömmer, dómsmálaráðherra Svíþjóðar. EPA Sænsk yfirvöld munu ráðast í sérstaka „eftirlitsmyndavélasókn“ og notast verður við gervigreind í auknum mæli í baráttunni við að glæpagengin og kveða niður þá ofbeldisöldu sem nú ríður yfir Svíþjóð. Þetta sagði Gunnar Strömmer, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, á blaðamannafundi í morgun þar sem hann var mættur ásamt fulltrúum frá hinum stjórnarflokkunum og stuðningsflokki stjórnarinnar, Svíþjóðardemókrötum. „Myndavélarnar gegna lykilhlutverki í svona stöðu,“ sagði Strömmer. Hann sagði að eftirlitsmyndavélum muni fjölga mikið og þá verði þeim lagabreytingum sem ráðast þurfi í í tengslum við eftirlitsmyndavélar hraðað. Myndavélum lögreglu í almannarýminu verði þannig fjölgað um 2.500 á næsta ári, í stað 1.600 líkt og fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. „Í því umhverfi þar sem sífellt færri þora að ræða við lögreglu er þörfin á tæknilegum sönnunargögnum mikil og skiptir sköpum. Við höfum séð að öryggismyndavélar gegna lykilhlutverki,“ sagði Strömmer. Ráðherrann sagði sömuleiðis þær lagabreytingar sem ráðast þurfi í muni skila sér í að hægt verði að nýta gervigreind til að bera kennsl á einstaklinga á upptökum þannig að auðveldara verði að hafa uppi á glæpamönnum. Sjálfvirkur aflestur á bílnúmerum verður einnig nýtt tól sem muni nýtast lögreglu. Lagabreytingar fela einnig í sér að lögregla mun fá auknar heimildir til að nýta dróna og aðgang að upptökum úr vegamyndavélum samgönguyfirvalda. Svíþjóð Tengdar fréttir Baráttan við glæpagengin: Börn taka fjögur ár á kassann til að verða hundraðkall Afleiðingar átaka innan hins alræmda Foxtrot-glæpagengis og átaka liðsmanna þeirra við önnur glæpagengi hafa skotið Svíum skelk í bringu á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra landsins segir ástandið fordæmalaust og stöðuna grafalvarlega. Stigmögnun árása glæpagengja er svo mikil að Svíum er fyrir löngu hætt að standa á sama. Börn afplána með glöðu geði fjögur ár í fangelsi til að afla sér virðingar. 29. september 2023 14:26 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira
Þetta sagði Gunnar Strömmer, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, á blaðamannafundi í morgun þar sem hann var mættur ásamt fulltrúum frá hinum stjórnarflokkunum og stuðningsflokki stjórnarinnar, Svíþjóðardemókrötum. „Myndavélarnar gegna lykilhlutverki í svona stöðu,“ sagði Strömmer. Hann sagði að eftirlitsmyndavélum muni fjölga mikið og þá verði þeim lagabreytingum sem ráðast þurfi í í tengslum við eftirlitsmyndavélar hraðað. Myndavélum lögreglu í almannarýminu verði þannig fjölgað um 2.500 á næsta ári, í stað 1.600 líkt og fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. „Í því umhverfi þar sem sífellt færri þora að ræða við lögreglu er þörfin á tæknilegum sönnunargögnum mikil og skiptir sköpum. Við höfum séð að öryggismyndavélar gegna lykilhlutverki,“ sagði Strömmer. Ráðherrann sagði sömuleiðis þær lagabreytingar sem ráðast þurfi í muni skila sér í að hægt verði að nýta gervigreind til að bera kennsl á einstaklinga á upptökum þannig að auðveldara verði að hafa uppi á glæpamönnum. Sjálfvirkur aflestur á bílnúmerum verður einnig nýtt tól sem muni nýtast lögreglu. Lagabreytingar fela einnig í sér að lögregla mun fá auknar heimildir til að nýta dróna og aðgang að upptökum úr vegamyndavélum samgönguyfirvalda.
Svíþjóð Tengdar fréttir Baráttan við glæpagengin: Börn taka fjögur ár á kassann til að verða hundraðkall Afleiðingar átaka innan hins alræmda Foxtrot-glæpagengis og átaka liðsmanna þeirra við önnur glæpagengi hafa skotið Svíum skelk í bringu á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra landsins segir ástandið fordæmalaust og stöðuna grafalvarlega. Stigmögnun árása glæpagengja er svo mikil að Svíum er fyrir löngu hætt að standa á sama. Börn afplána með glöðu geði fjögur ár í fangelsi til að afla sér virðingar. 29. september 2023 14:26 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira
Baráttan við glæpagengin: Börn taka fjögur ár á kassann til að verða hundraðkall Afleiðingar átaka innan hins alræmda Foxtrot-glæpagengis og átaka liðsmanna þeirra við önnur glæpagengi hafa skotið Svíum skelk í bringu á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra landsins segir ástandið fordæmalaust og stöðuna grafalvarlega. Stigmögnun árása glæpagengja er svo mikil að Svíum er fyrir löngu hætt að standa á sama. Börn afplána með glöðu geði fjögur ár í fangelsi til að afla sér virðingar. 29. september 2023 14:26