Zlatan gagnrýnir nálgun Ten Hag hjá Manchester United Aron Guðmundsson skrifar 3. október 2023 08:00 Zlatan Ibrahimovic spilaði á sínum tíma með Manchester United. Þó ekki undir stjórn núverandi knattspyrnustjóra félagsins, Erik ten Hag. Vísir/Samsett mynd Sænska knattspyrnugoðsögnin Zlatan Ibrahimovic, fyrrum leikmaður Manchester United, tjáir sig um stöðu síns fyrrum félags í viðtali við breska fjölmiðlamanninn Piers Morgan og ræðir þar ansi ítarlega stöðu hollenska knattspyrnustjórans Erik ten Hag. „Hann kemur inn í allt annað umhverfi þegar að hann fer frá Ajax til Manchester United. Ég hef verið á mála hjá báðum félögum. Ajax er félag með marga hæfileikaríka og efnilega leikmenn. Þar ertu ekki með stórstjörnur líkt og hjá Manchester United,“ segir Zlatan í viðtali við Piers Morgan. „Hver er reynsla þessa knattspyrnustjóra? Hann hefur unnið með ungum hæfileikaríkum og efnilegum leikmönnum. Þegar að hann kemur til Manchester United þá er hann að koma inn í félag með allt annað hugarfar. Leikmennirnir þar eiga að vera stórstjörnur. Þú getur ekki leyft þér að koma eins fram við þær líkt og þú kemur fram við ungu leikmennina.“ Erik ten Hag er undir mikilli pressu hjá Manchester United sem hefur ekki farið vel af stað í ensku úrvalsdeildinni á yfirstandandi tímabili. Manchester United er sem stendur í 10.sæti deildarinnar með níu stig eftir sjö leiki. „Hversu langan tíma þú gefur knattspyrnustjóranum er ákvörðun sem er á forræði eiganda félagsins en ef þú hlustar á raddir stuðningsmanna félagsins þá er ekki mikill tími til stefnu. Stuðningsmennirnir vilja vinna og ég skil það mjög vel vegna þess að hefðin hjá félaginu er að vinna.“ Ekki bæti úr skák fyrir Manchester United að á meðan félagið berst í bökkum með úrslit innan vallar eru nágrannarnir í Manchester City að upplifa mikið blómaskeið. „Í svona stöðu þarftu plan. Þú þarft ákveðna vegferð til að fylgja. Það er eins og það sé eitthað plan þarna undirliggjandi en svo fer allt í háaloft þegar úrslitin falla ekki með þér. Annað hvort trúirðu á þessa vegferð sem þú ert á eða ekki. Ég held að hann (Ten Hag) sé að fylgja tveimur mismunandi stefnum akkúrat núna.“ Enski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira
„Hann kemur inn í allt annað umhverfi þegar að hann fer frá Ajax til Manchester United. Ég hef verið á mála hjá báðum félögum. Ajax er félag með marga hæfileikaríka og efnilega leikmenn. Þar ertu ekki með stórstjörnur líkt og hjá Manchester United,“ segir Zlatan í viðtali við Piers Morgan. „Hver er reynsla þessa knattspyrnustjóra? Hann hefur unnið með ungum hæfileikaríkum og efnilegum leikmönnum. Þegar að hann kemur til Manchester United þá er hann að koma inn í félag með allt annað hugarfar. Leikmennirnir þar eiga að vera stórstjörnur. Þú getur ekki leyft þér að koma eins fram við þær líkt og þú kemur fram við ungu leikmennina.“ Erik ten Hag er undir mikilli pressu hjá Manchester United sem hefur ekki farið vel af stað í ensku úrvalsdeildinni á yfirstandandi tímabili. Manchester United er sem stendur í 10.sæti deildarinnar með níu stig eftir sjö leiki. „Hversu langan tíma þú gefur knattspyrnustjóranum er ákvörðun sem er á forræði eiganda félagsins en ef þú hlustar á raddir stuðningsmanna félagsins þá er ekki mikill tími til stefnu. Stuðningsmennirnir vilja vinna og ég skil það mjög vel vegna þess að hefðin hjá félaginu er að vinna.“ Ekki bæti úr skák fyrir Manchester United að á meðan félagið berst í bökkum með úrslit innan vallar eru nágrannarnir í Manchester City að upplifa mikið blómaskeið. „Í svona stöðu þarftu plan. Þú þarft ákveðna vegferð til að fylgja. Það er eins og það sé eitthað plan þarna undirliggjandi en svo fer allt í háaloft þegar úrslitin falla ekki með þér. Annað hvort trúirðu á þessa vegferð sem þú ert á eða ekki. Ég held að hann (Ten Hag) sé að fylgja tveimur mismunandi stefnum akkúrat núna.“
Enski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira