Erlent

Græn­lenskar konur sem voru settar á getnaðar­varnir gegn þeirra vilja krefjast bóta

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Þorpið Tasiilaq á austur Grænlandi.
Þorpið Tasiilaq á austur Grænlandi. Getty

Hópur grænlenskra kvenna hefur nú farið í mál við danska ríkið vegna herferðar sem ráðist var í á sjöunda áratugi síðustu aldar sem snérist um að setja getnaðarvarnir í grænlenskar konur til að draga úr fæðingartíðni á Grænlandi.

Konurnar sem höfða málið eru 67 talsins en talið er að 4500 konur hið minnsta hafi verið settar á getnaðarvarnir. Margar þeirra voru á unglingsaldri þegar þetta var gert og í sumum tilvikum var lykkja sett í stúlkurnar án þeirra samþykkis eða vitneskju. Þá voru foreldrar þeirra oft ekki heldur látnir vita.

Málið er nú hjá sérstakri rannsóknarnefnd til skoðunnar en konurnar 67, sem margar eru um sjötugt í dag vilja fá bætur strax. Þær fara fram á 300 þúsund danskar krónur í miskabætur eða tæpar sex milljónir íslenskra króna.


Tengdar fréttir

Segir lykkju­málið á Græn­landi glæp­sam­legt

Ritari grænlensks stjórnmálaflokks segir reiði og sorg hafa gripið um sig í samfélaginu eftir að í ljós kom að dönsk stjórnvöld hefðu komið lykkjunni fyrir í þúsundum ungra kvenna í landinu. Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×