Innlent

Sýslu­­maður á Suður­landi aftur orðinn sýslu­­maður í Vest­manna­eyjum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Kristín Þórðardóttir hefur aftur verið skipuð tímabundið sem sýslumaður í Vestmannaeyjum, samhliða því að vera sýslumaður á Suðurlandi.
Kristín Þórðardóttir hefur aftur verið skipuð tímabundið sem sýslumaður í Vestmannaeyjum, samhliða því að vera sýslumaður á Suðurlandi. Vísir/Ívar

Kristín Þórðar­dóttir, sýslu­maður á Suður­landi, hefur verið sett tíma­bundið sem sýslu­maður í Vest­manna­eyjum. Skipunin nær frá 1. októ­ber til þess 30. septem­ber á næsta ári og mun Kristín gegna báðum em­bættum á þessum tíma.

Í til­kynningu á vef stjórnar­ráðsins kemur fram að til­efnið sé beiðni Arn­dísar Soffíu Sigurðar­dóttur, sem skipuð var í em­bætti sýslu­mannsins í Vest­manna­eyjum frá 1. apríl 2020, um lausn frá em­bætti. Arn­dís verður aðal­lög­fræðingur og verk­efna­stjóri hjá lög­reglunni á Suður­landi.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Kristín er tímabundið sett sem sýslumaður í Vestmannaeyjum. Það gerðist einnig í janúar árið 2019. Þá mótmælti bæjarstjórn Vestmannaeyja og sagði bæjarstjóri að ekkert samráð hefði verið haft við bæjaryfirvöld.

Á vef stjórnar­ráðsins segir að sú á­kvörðun að setja sýslu­mann yfir tvö em­bætti sam­ræmist á­herslum Guð­rúnar Haf­steins­dóttur, dóms­mála­ráð­herra, í mál­efnum sýslu­manna. Þar á meðal að unnið verði að því að fella niður á­hrif um­dæmis­marka gagn­vart al­menningi.

Kemur enn­fremur fram að ráð­herrann hafi þann 22. septem­ber síðast­liðinn, á sýslu­mann­deginum, sem er sam­eigin­legur fræðslu­dagur sýslu­manns­em­bættanna, til­kynnt starfs­fólki að hún hygðist fylgja eftir fyri stefnu­mótunar­vinnu. Setningar sýslu­manna í laus em­bætti væri leið sem hún hefði á­huga á að nýta sér til að ná þeim mark­miðum.


Tengdar fréttir

Hætt við sameiningu sýslumannsembættanna

Dómsmálaráðherra er hættur við áform fyrri ráðherra um sameiningu sýslumannsembættanna. Fyrrverandi dómsmálaráðherra tilkynnti áformin fyrir ári síðan og voru þau afar umdeild.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×