Erlent

Fjár­laga­frum­varp sam­þykkt til bráða­birgða

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
McCarthy á þinginu á dag.
McCarthy á þinginu á dag. AP

Hægt verður að koma í veg fyrir lokun opinberra stofnana í Bandaríkjunum eftir að fjárlagafrumvarp var samþykkt til bráðabirgða af fulltrúadeild Bandaríska þingsins í dag, nokkrum klukkustundum fyrir fyrirhugaða lokun ríkisstofnana.

Í gær virtist engin undankomuleið frá því að leggja niður ríkisstofnanir í Bandaríkjunum. Mikil óreiða ríkti á þinginu vegna fámenns hóps úr þingflokki Repúblikanaflokksins sem vildi þvinga Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildarinnar til að skera verulega niður í rekstri ríkisins, þar á meðal stöðva aðstoð til Úkraínu. 

Frumvarpið, sem var samþykkt með 335 atkvæðum gegn 91, felur í sér fjármögnun á opinberum stofnunum til 17. nóvember en í leið stöðvun á aðstoð til Úkraínu. Þó er talið að McCarthy komi til með að leggja fram frumvörp um áframhaldandi stuðning við Úkraínu í framhaldinu. 

Öldungaráð á enn eftir að samþykkja frumvarpið til þess að það verði lögfest en búist er við að það náist. 

Hefðu opinberar stofnanir lokað hefðu tugþúsundir opinberra starfsmanna verið settir í launalaust leyfi frá og með miðnætti. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.