Erlent

Neyðar­á­standi lýst yfir í New York vegna skyndi­­­flóða

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Flóðin hafa valdið miklu tjóni. 
Flóðin hafa valdið miklu tjóni.  AP/Jake Offenhartz

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í New York borg vegna skyndiflóða sem hafa orðið í kjölfar mikilla rigninga í ríkinu. 

Kathy Hochul, ríkisstjóri New York segir að nærri þrettán sentímetrar af rigningu féllu á einni nótt og búist er við að nærri átján sentímetrar komi til með að bætast við. Hún segir óveðrið sem nú gengur yfir lífshættulegt.

Flætt hefur inn í lestarkerfi og á hraðbrautir í borginni. Þá hefur einni flugstöð á LaGuardia flugvellinum verið lokað vegna flóðanna, segir í frétt BBC.

Neyðarástandi hefur einnig verið lýst yfir á Long Island eyjunni og Husdon Valley svæðinu. 

Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum hafa björgunaraðilar sex sinnum verið kallaðir út vegna íbúa sem sátu fastir í kjallaraíbúðum í borginni. 

Myndbrot af flóðunum frá fréttamiðlinum The Guardian má sjá hér að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×