Segir börn hafa samband við glæpagengin og bjóðast til að drepa Atli Ísleifsson skrifar 29. september 2023 09:04 Ríkislögreglustjórinn Anders Thornberg ræddi við blaðamenn um baráttuna gegn glæpagengjunum í morgun. EPA Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar segir að ofbeldisalda af áður óþekktri stærðargráðu gangi nú yfir landið og allar líkur séu á að fréttir muni berast af nýjum árásum á næstu dögum og vikum. Hann segir lögreglu hafa upplýsingar um að börn setji sig í samband við glæpagengin og bjóðist til að drepa. Þetta kom fram á fréttamannafundi ríkislögreglustjórans Anders Thornberg í morgun þar sem hann ræddi mikla aukningu ofbeldisverka í landinu sem rakin eru til átaka innan og milli glæpagengja. Thornberg sagðist þar hafa sérstakar áhyggjur af þeim börnum og ungmennum sem ganga til liðs við glæpagengin. „Það eru börn sem sjálf hafa samband við gengin til að drepa,“ sagði ríkislögreglustjórinn. „Börn eiga að hafa trú á framtíðina. Þau eiga ekki að óska þess að verða morðingjar.“ Miskunnarlaus glæpagengi Á fréttamannafundinum kallaði hann glæpagengin „miskunnarlaus“ og sagði þau leita skipulega að ungmennum og fá þau til að fremja glæpi. „Þessi nýliðun heldur áfram og hana verður að stöðva,“ segir Thornberg. Hann segir þó lítið benda til að ofbeldisöldunni muni linna á næstunni. Líklegt sé að árásirnar verði fleiri áður en tekst að snúa þróuninni við. Árásirnar nú tengjast flestar hinu svokallaða Foxtrot-glæpagengi. Svíar vöknuðu í gær upp við fréttir af því að 25 ára kona hafi látist í sprengjuárás í íbúahverfi fyrir utan Uppsali. Hún var nágranni manns sem tengist Foxtrot-glæpagenginu og var hún því ekki skotmark árásarinnar. Þrjú hundruð í varðhaldi Thornberg segir að lögreglan vinni áfram markvisst að því að kveða niður ofbeldisölduna. Það sem af er ári hafi þrjú hundruð manns, sem eru taldir tengjast glæpagengjunum, verið hrepptir í gæsluvarðhald vegna vopnalagabrota. Hann segir sömuleiðis að lögregla ætli sér að auka samstarf við sænska herinn sem geti meðal annars sinnt eftirliti og greiningu. Tólf hafa verið drepin í átökum glæpagengja það sem af er september. Mörg þeirra eru undir lögaldri. Staðan grafalvarleg Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi þar sem hann ræddi stöðuna í sænsku samfélagi vegna stríðs glæpagengjanna. „Nú verða börn og saklausar manneskjur fyrir þessu grófa ofbeldi. Ég get ekki undirstrikað nægilega mikið hvað staðan er alvarleg. Þessi staða hefur aldrei áður verið upp í Svíþjóð. Hvergi í álfunni er staðan þessi,“ sagði Kristersson. Svíþjóð Tengdar fréttir Kona látin eftir sprengingu í Uppsölum Tuttugu og fimm ára kona er látin eftir að sprengja sprakk í íbúahverfi í Fullerö, norður af Uppsölum í Svíþjóð, í nótt. Talið er að árásin tengist átökum glæpahópa í landinu, en samkvæmt heimildum SVT á konan ekki að hafa tengst hópunum og ekki verið skotmark árásarinnar. 28. september 2023 07:46 Kona látin eftir sprengingu í Uppsölum Tuttugu og fimm ára kona er látin eftir að sprengja sprakk í íbúahverfi í Fullerö, norður af Uppsölum í Svíþjóð, í nótt. Talið er að árásin tengist átökum glæpahópa í landinu, en samkvæmt heimildum SVT á konan ekki að hafa tengst hópunum og ekki verið skotmark árásarinnar. 28. september 2023 07:46 Segir allt koma til greina til að kveða niður glæpaölduna Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir stjórnvöld þar í landi munu beita öllum sínum ráðum til þess að kveða niður glæpaölduna sem riðið hefur yfir landið. Hann ávarpaði sænsku þjóðina vegna málsins nú síðdegis og kynnti breytingar á lögum landsins. 28. september 2023 17:41 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Sjá meira
Þetta kom fram á fréttamannafundi ríkislögreglustjórans Anders Thornberg í morgun þar sem hann ræddi mikla aukningu ofbeldisverka í landinu sem rakin eru til átaka innan og milli glæpagengja. Thornberg sagðist þar hafa sérstakar áhyggjur af þeim börnum og ungmennum sem ganga til liðs við glæpagengin. „Það eru börn sem sjálf hafa samband við gengin til að drepa,“ sagði ríkislögreglustjórinn. „Börn eiga að hafa trú á framtíðina. Þau eiga ekki að óska þess að verða morðingjar.“ Miskunnarlaus glæpagengi Á fréttamannafundinum kallaði hann glæpagengin „miskunnarlaus“ og sagði þau leita skipulega að ungmennum og fá þau til að fremja glæpi. „Þessi nýliðun heldur áfram og hana verður að stöðva,“ segir Thornberg. Hann segir þó lítið benda til að ofbeldisöldunni muni linna á næstunni. Líklegt sé að árásirnar verði fleiri áður en tekst að snúa þróuninni við. Árásirnar nú tengjast flestar hinu svokallaða Foxtrot-glæpagengi. Svíar vöknuðu í gær upp við fréttir af því að 25 ára kona hafi látist í sprengjuárás í íbúahverfi fyrir utan Uppsali. Hún var nágranni manns sem tengist Foxtrot-glæpagenginu og var hún því ekki skotmark árásarinnar. Þrjú hundruð í varðhaldi Thornberg segir að lögreglan vinni áfram markvisst að því að kveða niður ofbeldisölduna. Það sem af er ári hafi þrjú hundruð manns, sem eru taldir tengjast glæpagengjunum, verið hrepptir í gæsluvarðhald vegna vopnalagabrota. Hann segir sömuleiðis að lögregla ætli sér að auka samstarf við sænska herinn sem geti meðal annars sinnt eftirliti og greiningu. Tólf hafa verið drepin í átökum glæpagengja það sem af er september. Mörg þeirra eru undir lögaldri. Staðan grafalvarleg Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi þar sem hann ræddi stöðuna í sænsku samfélagi vegna stríðs glæpagengjanna. „Nú verða börn og saklausar manneskjur fyrir þessu grófa ofbeldi. Ég get ekki undirstrikað nægilega mikið hvað staðan er alvarleg. Þessi staða hefur aldrei áður verið upp í Svíþjóð. Hvergi í álfunni er staðan þessi,“ sagði Kristersson.
Svíþjóð Tengdar fréttir Kona látin eftir sprengingu í Uppsölum Tuttugu og fimm ára kona er látin eftir að sprengja sprakk í íbúahverfi í Fullerö, norður af Uppsölum í Svíþjóð, í nótt. Talið er að árásin tengist átökum glæpahópa í landinu, en samkvæmt heimildum SVT á konan ekki að hafa tengst hópunum og ekki verið skotmark árásarinnar. 28. september 2023 07:46 Kona látin eftir sprengingu í Uppsölum Tuttugu og fimm ára kona er látin eftir að sprengja sprakk í íbúahverfi í Fullerö, norður af Uppsölum í Svíþjóð, í nótt. Talið er að árásin tengist átökum glæpahópa í landinu, en samkvæmt heimildum SVT á konan ekki að hafa tengst hópunum og ekki verið skotmark árásarinnar. 28. september 2023 07:46 Segir allt koma til greina til að kveða niður glæpaölduna Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir stjórnvöld þar í landi munu beita öllum sínum ráðum til þess að kveða niður glæpaölduna sem riðið hefur yfir landið. Hann ávarpaði sænsku þjóðina vegna málsins nú síðdegis og kynnti breytingar á lögum landsins. 28. september 2023 17:41 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Sjá meira
Kona látin eftir sprengingu í Uppsölum Tuttugu og fimm ára kona er látin eftir að sprengja sprakk í íbúahverfi í Fullerö, norður af Uppsölum í Svíþjóð, í nótt. Talið er að árásin tengist átökum glæpahópa í landinu, en samkvæmt heimildum SVT á konan ekki að hafa tengst hópunum og ekki verið skotmark árásarinnar. 28. september 2023 07:46
Kona látin eftir sprengingu í Uppsölum Tuttugu og fimm ára kona er látin eftir að sprengja sprakk í íbúahverfi í Fullerö, norður af Uppsölum í Svíþjóð, í nótt. Talið er að árásin tengist átökum glæpahópa í landinu, en samkvæmt heimildum SVT á konan ekki að hafa tengst hópunum og ekki verið skotmark árásarinnar. 28. september 2023 07:46
Segir allt koma til greina til að kveða niður glæpaölduna Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir stjórnvöld þar í landi munu beita öllum sínum ráðum til þess að kveða niður glæpaölduna sem riðið hefur yfir landið. Hann ávarpaði sænsku þjóðina vegna málsins nú síðdegis og kynnti breytingar á lögum landsins. 28. september 2023 17:41