Segir börn hafa samband við glæpagengin og bjóðast til að drepa Atli Ísleifsson skrifar 29. september 2023 09:04 Ríkislögreglustjórinn Anders Thornberg ræddi við blaðamenn um baráttuna gegn glæpagengjunum í morgun. EPA Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar segir að ofbeldisalda af áður óþekktri stærðargráðu gangi nú yfir landið og allar líkur séu á að fréttir muni berast af nýjum árásum á næstu dögum og vikum. Hann segir lögreglu hafa upplýsingar um að börn setji sig í samband við glæpagengin og bjóðist til að drepa. Þetta kom fram á fréttamannafundi ríkislögreglustjórans Anders Thornberg í morgun þar sem hann ræddi mikla aukningu ofbeldisverka í landinu sem rakin eru til átaka innan og milli glæpagengja. Thornberg sagðist þar hafa sérstakar áhyggjur af þeim börnum og ungmennum sem ganga til liðs við glæpagengin. „Það eru börn sem sjálf hafa samband við gengin til að drepa,“ sagði ríkislögreglustjórinn. „Börn eiga að hafa trú á framtíðina. Þau eiga ekki að óska þess að verða morðingjar.“ Miskunnarlaus glæpagengi Á fréttamannafundinum kallaði hann glæpagengin „miskunnarlaus“ og sagði þau leita skipulega að ungmennum og fá þau til að fremja glæpi. „Þessi nýliðun heldur áfram og hana verður að stöðva,“ segir Thornberg. Hann segir þó lítið benda til að ofbeldisöldunni muni linna á næstunni. Líklegt sé að árásirnar verði fleiri áður en tekst að snúa þróuninni við. Árásirnar nú tengjast flestar hinu svokallaða Foxtrot-glæpagengi. Svíar vöknuðu í gær upp við fréttir af því að 25 ára kona hafi látist í sprengjuárás í íbúahverfi fyrir utan Uppsali. Hún var nágranni manns sem tengist Foxtrot-glæpagenginu og var hún því ekki skotmark árásarinnar. Þrjú hundruð í varðhaldi Thornberg segir að lögreglan vinni áfram markvisst að því að kveða niður ofbeldisölduna. Það sem af er ári hafi þrjú hundruð manns, sem eru taldir tengjast glæpagengjunum, verið hrepptir í gæsluvarðhald vegna vopnalagabrota. Hann segir sömuleiðis að lögregla ætli sér að auka samstarf við sænska herinn sem geti meðal annars sinnt eftirliti og greiningu. Tólf hafa verið drepin í átökum glæpagengja það sem af er september. Mörg þeirra eru undir lögaldri. Staðan grafalvarleg Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi þar sem hann ræddi stöðuna í sænsku samfélagi vegna stríðs glæpagengjanna. „Nú verða börn og saklausar manneskjur fyrir þessu grófa ofbeldi. Ég get ekki undirstrikað nægilega mikið hvað staðan er alvarleg. Þessi staða hefur aldrei áður verið upp í Svíþjóð. Hvergi í álfunni er staðan þessi,“ sagði Kristersson. Svíþjóð Tengdar fréttir Kona látin eftir sprengingu í Uppsölum Tuttugu og fimm ára kona er látin eftir að sprengja sprakk í íbúahverfi í Fullerö, norður af Uppsölum í Svíþjóð, í nótt. Talið er að árásin tengist átökum glæpahópa í landinu, en samkvæmt heimildum SVT á konan ekki að hafa tengst hópunum og ekki verið skotmark árásarinnar. 28. september 2023 07:46 Kona látin eftir sprengingu í Uppsölum Tuttugu og fimm ára kona er látin eftir að sprengja sprakk í íbúahverfi í Fullerö, norður af Uppsölum í Svíþjóð, í nótt. Talið er að árásin tengist átökum glæpahópa í landinu, en samkvæmt heimildum SVT á konan ekki að hafa tengst hópunum og ekki verið skotmark árásarinnar. 28. september 2023 07:46 Segir allt koma til greina til að kveða niður glæpaölduna Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir stjórnvöld þar í landi munu beita öllum sínum ráðum til þess að kveða niður glæpaölduna sem riðið hefur yfir landið. Hann ávarpaði sænsku þjóðina vegna málsins nú síðdegis og kynnti breytingar á lögum landsins. 28. september 2023 17:41 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Þetta kom fram á fréttamannafundi ríkislögreglustjórans Anders Thornberg í morgun þar sem hann ræddi mikla aukningu ofbeldisverka í landinu sem rakin eru til átaka innan og milli glæpagengja. Thornberg sagðist þar hafa sérstakar áhyggjur af þeim börnum og ungmennum sem ganga til liðs við glæpagengin. „Það eru börn sem sjálf hafa samband við gengin til að drepa,“ sagði ríkislögreglustjórinn. „Börn eiga að hafa trú á framtíðina. Þau eiga ekki að óska þess að verða morðingjar.“ Miskunnarlaus glæpagengi Á fréttamannafundinum kallaði hann glæpagengin „miskunnarlaus“ og sagði þau leita skipulega að ungmennum og fá þau til að fremja glæpi. „Þessi nýliðun heldur áfram og hana verður að stöðva,“ segir Thornberg. Hann segir þó lítið benda til að ofbeldisöldunni muni linna á næstunni. Líklegt sé að árásirnar verði fleiri áður en tekst að snúa þróuninni við. Árásirnar nú tengjast flestar hinu svokallaða Foxtrot-glæpagengi. Svíar vöknuðu í gær upp við fréttir af því að 25 ára kona hafi látist í sprengjuárás í íbúahverfi fyrir utan Uppsali. Hún var nágranni manns sem tengist Foxtrot-glæpagenginu og var hún því ekki skotmark árásarinnar. Þrjú hundruð í varðhaldi Thornberg segir að lögreglan vinni áfram markvisst að því að kveða niður ofbeldisölduna. Það sem af er ári hafi þrjú hundruð manns, sem eru taldir tengjast glæpagengjunum, verið hrepptir í gæsluvarðhald vegna vopnalagabrota. Hann segir sömuleiðis að lögregla ætli sér að auka samstarf við sænska herinn sem geti meðal annars sinnt eftirliti og greiningu. Tólf hafa verið drepin í átökum glæpagengja það sem af er september. Mörg þeirra eru undir lögaldri. Staðan grafalvarleg Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi þar sem hann ræddi stöðuna í sænsku samfélagi vegna stríðs glæpagengjanna. „Nú verða börn og saklausar manneskjur fyrir þessu grófa ofbeldi. Ég get ekki undirstrikað nægilega mikið hvað staðan er alvarleg. Þessi staða hefur aldrei áður verið upp í Svíþjóð. Hvergi í álfunni er staðan þessi,“ sagði Kristersson.
Svíþjóð Tengdar fréttir Kona látin eftir sprengingu í Uppsölum Tuttugu og fimm ára kona er látin eftir að sprengja sprakk í íbúahverfi í Fullerö, norður af Uppsölum í Svíþjóð, í nótt. Talið er að árásin tengist átökum glæpahópa í landinu, en samkvæmt heimildum SVT á konan ekki að hafa tengst hópunum og ekki verið skotmark árásarinnar. 28. september 2023 07:46 Kona látin eftir sprengingu í Uppsölum Tuttugu og fimm ára kona er látin eftir að sprengja sprakk í íbúahverfi í Fullerö, norður af Uppsölum í Svíþjóð, í nótt. Talið er að árásin tengist átökum glæpahópa í landinu, en samkvæmt heimildum SVT á konan ekki að hafa tengst hópunum og ekki verið skotmark árásarinnar. 28. september 2023 07:46 Segir allt koma til greina til að kveða niður glæpaölduna Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir stjórnvöld þar í landi munu beita öllum sínum ráðum til þess að kveða niður glæpaölduna sem riðið hefur yfir landið. Hann ávarpaði sænsku þjóðina vegna málsins nú síðdegis og kynnti breytingar á lögum landsins. 28. september 2023 17:41 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Kona látin eftir sprengingu í Uppsölum Tuttugu og fimm ára kona er látin eftir að sprengja sprakk í íbúahverfi í Fullerö, norður af Uppsölum í Svíþjóð, í nótt. Talið er að árásin tengist átökum glæpahópa í landinu, en samkvæmt heimildum SVT á konan ekki að hafa tengst hópunum og ekki verið skotmark árásarinnar. 28. september 2023 07:46
Kona látin eftir sprengingu í Uppsölum Tuttugu og fimm ára kona er látin eftir að sprengja sprakk í íbúahverfi í Fullerö, norður af Uppsölum í Svíþjóð, í nótt. Talið er að árásin tengist átökum glæpahópa í landinu, en samkvæmt heimildum SVT á konan ekki að hafa tengst hópunum og ekki verið skotmark árásarinnar. 28. september 2023 07:46
Segir allt koma til greina til að kveða niður glæpaölduna Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir stjórnvöld þar í landi munu beita öllum sínum ráðum til þess að kveða niður glæpaölduna sem riðið hefur yfir landið. Hann ávarpaði sænsku þjóðina vegna málsins nú síðdegis og kynnti breytingar á lögum landsins. 28. september 2023 17:41
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent