Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
KvöldfréttiR stöðvar 2 Sindri

Fag­stéttir lýsa yfir þungum á­hyggjum vegna ó­lög­mætrar notkunar efna við fegrunar­að­gerðir. Í kvöld­fréttum Stöðvar 2 verður rætt við for­mann Fé­lags ís­lenskra lýta­lækna sem segir að inn­leiða þurfi strangari lög­gjöf, líkt og þá sem gildir í Sví­þjóð.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 munu fara seinna í loftið vegna rafmagnsleysis í kjölfar bilunar á háspennustreng. Fréttin verður uppfærð um leið og ljóst er hvenær hann fer í loftið. 

Öfga­kenndari úr­koma, fleiri skriður og aukin flóða­hætta er meðal þess sem blasir við Ís­lendingum á næstu árum, segir sér­fræðingur á Veður­stofu Ís­lands. Rætt verður við ráð­herra og full­trúa ung­menna um lofts­lags­breytingar.

Þá var í dag til­kynnt um vinnings­til­lögu í al­þjóð­legri sam­keppni Reykja­víkur­borgar um nýtt sjálf­bært borgar­hverfi að Keldum.

Frétt uppfærð:

Vegna bilunar í háspennulínu sem hefur valdið rafmagnsleysi á Suðurlandsbraut og í Faxafeni fer kvöldfréttatíminn ekki í loftið á réttum tíma. Fréttin verður uppfærð. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×