Erlent

Heims­­frægur krókódíla­sér­­­fræðingur nauðgaði, pyntaði og drap hunda

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Erlendir miðlar hafa farið varlega í að greina frá brotum Britton en sum voru hreint út sagt hryllileg.
Erlendir miðlar hafa farið varlega í að greina frá brotum Britton en sum voru hreint út sagt hryllileg.

Heimsfrægur krókódílasérfræðingur hefur játað að hafa pyntað, nauðgað og drepið fjölda hunda. Þá hefur hann einnig játað að hafa haft barnaníðsefni undir höndum.

Adam Britton starfaði meðal annars fyrir BBC og National Geographic og fékk David Attenborough í heimsókn þegar náttúrulífssérfræðingurinn tók upp hlut þáttaraðarinnar Life in Cold Blood á landareign Britton.

Réttað var yfir Britton í Ástralíu en atriði málsins voru sögð svo hryllileg að dómarinn sá sér ekki annað fært en að vara alla viðstadda við og gefa þeim tækifæri til að yfirgefa réttarsalinn áður en málið var tekið fyrir. 

Undanþágan náði einnig til öryggisvarða og annarra starfsmanna dómstólsins.

Saksóknarar í málinu sögðu áhuga Britton á pyntingum og kynferðislegri misnotkun hunda ná aftur til að minnsta kosti 2014 en auk þess að beita eigin gæludýr ofbeldi falaðist hann eftir gæludýrum annarra til að misnota.

Hann fór meðal annars á netið og leitað að auglýsingum þar sem fólk var að láta gæludýr frá sér vegna flutninga eða vinnu. Þegar það hafði samband til að fá fréttir af líðan dýranna laug Britton að þeim og sendi þeim gamlar myndir.

Dýrin voru geymd í gámi á landareign Britton, sem hann kallaði „pyntingaklefa“. Þar hafði hann komið fyrir upptökubúnaði og deildi myndskeiðum af aðförum sínum á netinu. Eitt þeirra var sent lögreglu í fyrra.

Af þeim 42 hundum sem Britton pyntaði á átján mánuðum áður en hann var handtekinn drápust 39.

Britton verður gerð refsing í desember.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×