Liverpool 2.0 minnir hann á bestu lið Jürgens Klopp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2023 09:31 Jürgen Klopp með Mohamed Salah eftir sigurinn á West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. AP/Jon Super Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool gekk í gegnum miklar breytingar í sumar og miðjunni var nánast skipt út í heilu lagi. Byrjun liðsins í ensku úrvalsdeildinni lofar góðu fyrir framhaldið. Shay Given, fyrrum markvörður í ensku úrvalsdeildinni og sérfræðingur Match of the Day 2 hjá breska ríkisútvarpinu líst líka vel á það sem er í gangi á Anfield þessa dagana. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Given skrifaði pistil um frábæra byrjun Liverpool sem hefur náð í sextán stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum tímabilsins. Klopp kallar sjálfur liðið sitt Liverpool 2.0 og er að setja saman lið fullt af ungum leikmönnum sem ættu að eiga sín bestu ár í boltanum eftir. Sér mikla breytingu í ár Síðasta tímabil reyndi á Klopp og stuðningsmenn. Hann var enn með ferska fætur fremst á vellinum til að pressa en miðjan réð engan veginn við það að fylgja þeim eftir. Liðin spiluðu sig því hvað eftir í gegnum slitna miðju og vörnin var í sífelldum vandræðum. Given sér mikla breytingu á þessu í ár og sér meira af þessum þungarokksfótbolta sem Klopp er alltaf að tala um og skilaði honum sigri í ensku úrvalsdeildinni og sigri í Meistaradeildinni. Þurfti á andlitslyftingu að halda „Jürgen Klopp er búinn að endurhanna liðið sitt og kallar það Liverpool 2.0 og þegar maður horfir á þá spila þá minnir það mig á hvernig bestu Liverpool liðin hans hafa spilað. Liverpool þurfti svo sannarlega á andlitslyftingu að halda í sumar af því að á síðasta ári höfðu margir leikmenn liðsins ekki lappirnar í að spila Klopp boltann,“ skrifar Shay Given. Liverpool 2.0 reminds me of Jurgen Klopp s best Reds teams - Shay Given analysis https://t.co/hRv085PbNc pic.twitter.com/ipt2meIOIV— Duduza Moyo (@soccer411) September 25, 2023 „Liverpool er að pressa út um allan völl og þeir hafa yngri, hraustari og ferskari miðju sem hefur spilað stórt hlutverk í að við sjáum meira af þessum þungarokksfótbolta,“ skrifar Given. Given bendir á það að miðjan í sigrinum á móti West Ham hafi verið skipuð þeim Dominik Szoboszlai, Alexis Mac Allister og Curtis Jones en saman eru þeir með meðalaldur undir 23 ára. Langt frá því að vera fullkomið „Nýja liðið er auðvitað langt frá því að vera fullkomið. Þeir eru enn ósigraðir í ensku úrvalsdeildinni og aðeins Manchester City er fyrir ofan þá í töflunni. Vandamálin eru aðallega í vörninni og þeir þurfa að þétta raðirnar þar,“ skrifar Given. Given hrósar Darwin Nunez og skilur vel af hverju hann sé svona elskaður af stuðningsmönnum félagsins og þá telur hann það mjög mikilvægt að Mohamed Salah var ekki seldur til Sádí Arabíu þrátt fyrir risatilboð. Hann telur líka að það muni hjálpa Liverpool að vera að keppa í Evrópudeildinni en ekki í hinni krefjandi Meistaradeild. Það má lesa allan pistil hans hér. Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Shay Given, fyrrum markvörður í ensku úrvalsdeildinni og sérfræðingur Match of the Day 2 hjá breska ríkisútvarpinu líst líka vel á það sem er í gangi á Anfield þessa dagana. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Given skrifaði pistil um frábæra byrjun Liverpool sem hefur náð í sextán stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum tímabilsins. Klopp kallar sjálfur liðið sitt Liverpool 2.0 og er að setja saman lið fullt af ungum leikmönnum sem ættu að eiga sín bestu ár í boltanum eftir. Sér mikla breytingu í ár Síðasta tímabil reyndi á Klopp og stuðningsmenn. Hann var enn með ferska fætur fremst á vellinum til að pressa en miðjan réð engan veginn við það að fylgja þeim eftir. Liðin spiluðu sig því hvað eftir í gegnum slitna miðju og vörnin var í sífelldum vandræðum. Given sér mikla breytingu á þessu í ár og sér meira af þessum þungarokksfótbolta sem Klopp er alltaf að tala um og skilaði honum sigri í ensku úrvalsdeildinni og sigri í Meistaradeildinni. Þurfti á andlitslyftingu að halda „Jürgen Klopp er búinn að endurhanna liðið sitt og kallar það Liverpool 2.0 og þegar maður horfir á þá spila þá minnir það mig á hvernig bestu Liverpool liðin hans hafa spilað. Liverpool þurfti svo sannarlega á andlitslyftingu að halda í sumar af því að á síðasta ári höfðu margir leikmenn liðsins ekki lappirnar í að spila Klopp boltann,“ skrifar Shay Given. Liverpool 2.0 reminds me of Jurgen Klopp s best Reds teams - Shay Given analysis https://t.co/hRv085PbNc pic.twitter.com/ipt2meIOIV— Duduza Moyo (@soccer411) September 25, 2023 „Liverpool er að pressa út um allan völl og þeir hafa yngri, hraustari og ferskari miðju sem hefur spilað stórt hlutverk í að við sjáum meira af þessum þungarokksfótbolta,“ skrifar Given. Given bendir á það að miðjan í sigrinum á móti West Ham hafi verið skipuð þeim Dominik Szoboszlai, Alexis Mac Allister og Curtis Jones en saman eru þeir með meðalaldur undir 23 ára. Langt frá því að vera fullkomið „Nýja liðið er auðvitað langt frá því að vera fullkomið. Þeir eru enn ósigraðir í ensku úrvalsdeildinni og aðeins Manchester City er fyrir ofan þá í töflunni. Vandamálin eru aðallega í vörninni og þeir þurfa að þétta raðirnar þar,“ skrifar Given. Given hrósar Darwin Nunez og skilur vel af hverju hann sé svona elskaður af stuðningsmönnum félagsins og þá telur hann það mjög mikilvægt að Mohamed Salah var ekki seldur til Sádí Arabíu þrátt fyrir risatilboð. Hann telur líka að það muni hjálpa Liverpool að vera að keppa í Evrópudeildinni en ekki í hinni krefjandi Meistaradeild. Það má lesa allan pistil hans hér.
Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira