Eftir krefjandi mánuði stimplaði Arnór sig rækilega inn í endurkomunni Aron Guðmundsson skrifar 25. september 2023 17:00 Arnór í leiknum með Blackburn gegn Ipswich um nýliðna helgi. Vísir/Getty Íslenski atvinnu- og landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson stimplaði sig inn í lið enska B-deildar liðsins Blacburn Rovers um nýliðna helgi er hann sneri aftur á völlinn eftir meiðsli og skoraði eitt marka liðsins í tapi gegn Ipswich Town. Arnór gekk í raðir Blackburn Rovers í sumar á láni frá rússneska félaginu CSKA Moskva en hann meiddist þó fljótlega eftir komu sína til Englands. Meiðsli sem höfðu, fyrir komandi helgi, haldið honum fjarri keppni á yfirstandandi tímabili. „Tilfinningin var stórkostleg,“ sagði Arnór aðspurður hvernig hafi verið að leika sinn fyrsta mótsleik fyrir enska B-deildar liðið Blackburn Rovers. „Ég er stoltur af því að hafa spilað minn fyrsta leik og vil nýta tækifærið og þakka læknaliði Blackburn fyrir að koma mér í gegnum þetta meiðslatímabil.“ Arnór var í byrjunarliði Blackburn Rovers í leik liðsins gegn Ipswich Town á laugardaginn síðastliðinn og skoraði hann eitt marka liðsins í 4-3 tapi. @arnorsigurdsson's debut #Rovers goal. pic.twitter.com/eLpUGML7aj— Blackburn Rovers (@Rovers) September 24, 2023 „Það hefur verið erfitt fyrir mig að koma inn sem nýr leikmaður í félagið en meiðast svo strax. En þó fylgdi því stórkostleg tilfinning að komast aftur inn á völlinn og skora mitt fyrsta mark fyrir félagið.“ Arnór hefur beðið lengi eftir þessari stundu. „Að komast aftur inn á völlinn og spila minn fyrsta leik fyrir liðið. Ég hef verið að horfa á leiki Blackburn Rovers á Ewood Park og það fylgir því skrýtin tilfinning þegar að maður er meiddur og vill bara spila. Þessi meiðsli voru þess eðlis að við þurftum að taka varfærnisleg skref í endurhæfingunni, taka okkur góðan tíma í þetta og það var það sem að við gerðum. Ég er spenntur fyrir framhaldinu. “ Blackburn er að ganga í gegnum erfiðan kafla þessi dægrin en þrátt fyrir að hafa skapað sér fullt af færum undanfarið hafa lærisveinar Jon Dahl Tomasson tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í ensku B-deildinni. „Þetta er erfiður kafli hjá liðinu núna. Við getum leyft okkur að vera vonsviknir en á morgun kemur nýr dagur og við verðum að einblína á jákvæði punktana í okkar leik,“ sagði Arnór Sigurðsson í viðtali við Rovers TV eftir sinn fyrsta mótsleik með liðinu. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Arnór gekk í raðir Blackburn Rovers í sumar á láni frá rússneska félaginu CSKA Moskva en hann meiddist þó fljótlega eftir komu sína til Englands. Meiðsli sem höfðu, fyrir komandi helgi, haldið honum fjarri keppni á yfirstandandi tímabili. „Tilfinningin var stórkostleg,“ sagði Arnór aðspurður hvernig hafi verið að leika sinn fyrsta mótsleik fyrir enska B-deildar liðið Blackburn Rovers. „Ég er stoltur af því að hafa spilað minn fyrsta leik og vil nýta tækifærið og þakka læknaliði Blackburn fyrir að koma mér í gegnum þetta meiðslatímabil.“ Arnór var í byrjunarliði Blackburn Rovers í leik liðsins gegn Ipswich Town á laugardaginn síðastliðinn og skoraði hann eitt marka liðsins í 4-3 tapi. @arnorsigurdsson's debut #Rovers goal. pic.twitter.com/eLpUGML7aj— Blackburn Rovers (@Rovers) September 24, 2023 „Það hefur verið erfitt fyrir mig að koma inn sem nýr leikmaður í félagið en meiðast svo strax. En þó fylgdi því stórkostleg tilfinning að komast aftur inn á völlinn og skora mitt fyrsta mark fyrir félagið.“ Arnór hefur beðið lengi eftir þessari stundu. „Að komast aftur inn á völlinn og spila minn fyrsta leik fyrir liðið. Ég hef verið að horfa á leiki Blackburn Rovers á Ewood Park og það fylgir því skrýtin tilfinning þegar að maður er meiddur og vill bara spila. Þessi meiðsli voru þess eðlis að við þurftum að taka varfærnisleg skref í endurhæfingunni, taka okkur góðan tíma í þetta og það var það sem að við gerðum. Ég er spenntur fyrir framhaldinu. “ Blackburn er að ganga í gegnum erfiðan kafla þessi dægrin en þrátt fyrir að hafa skapað sér fullt af færum undanfarið hafa lærisveinar Jon Dahl Tomasson tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í ensku B-deildinni. „Þetta er erfiður kafli hjá liðinu núna. Við getum leyft okkur að vera vonsviknir en á morgun kemur nýr dagur og við verðum að einblína á jákvæði punktana í okkar leik,“ sagði Arnór Sigurðsson í viðtali við Rovers TV eftir sinn fyrsta mótsleik með liðinu.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira