Kielsen kemur nýr inn í grænlensku landsstjórnina Atli Ísleifsson skrifar 25. september 2023 13:06 Kim Kielsen var formaður grænlensku landsstjórnarinnar á árunum 2014 til 2021. Hann beið lægri hlut gegn Erik Jensen í formannskosningum í Siumut árið 2020. EPA Múte B. Egede, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, kynnti í dag breytingar á landsstjórninni. Einna hæst ber að Kim Kielsen, fyrrverandi formaður landsstjórnarinnar, tekur við embætti sjávarútvegs- og veiðimála og ráðherrum fjölgar um einn. Grænlenski fjölmiðillinn Sermitsiaq.AG segir frá því að ráðherrum fjölgi um einn, fara úr níu í tíu, og mun sá sem bætist við vera með málefni stjórnarskrár og ríkismyndunar á sinni könnu. Ákvörðun Egede um að hrista upp í ríkisstjórn sinni kemur í kjölfar frétta síðustu viku um afsögn sjávarútvegsráðherrans Karl Tobiassen sem sagði af sér þar sem hann sagði ekki hafa tekist að ná fram breytingum á fiskveiðikerfi landsins líkt og hann hafi heitið að gera fyrir kosningar. Egede er leiðtogi flokksins Inuit Ataqatigiit (IA) sem vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum 2021. IA myndaði þá stjórn með Naleraq, en sleit samstarfinu um ári síðar og myndaði þá nýja stjórn með flokknum Siumut. Múte B. Egede er formaður grænlensku landsstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Egede greindi jafnframt frá því á blaðamannafundi í morgun að samkomulag hafi náðst milli stjórnarflokkanna um viðauka við stjórnarsáttmálann, sem snýr að fjórum málaflokkum – heilbrigðismálum, breytingar á skattakerfinu, hráefnavinnslu og ríkismyndun. Egede sagði að afstaða landsstjórnarinnar varðandi andstöðu við úranvinnslu sé óbreytt en að leita verði nýrra leiða og tækifæra til að nýta auðlindir landsins. Egede (IA) verður áfram formaður landsstjórnarinnar og Erik Jensen, formaður Siumut, verður áfram fjármálaráðherra. Kielsen, sem var formaður landsstjórnarinnar á árunum 2014 til 2021 verður nýr ráðherra sjávarútvegs- og veiðimála. Af tíu ráðherrum stjórnarinnar koma fimm úr röðum Siumut og fimm úr röðum IA. Grænland Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
Grænlenski fjölmiðillinn Sermitsiaq.AG segir frá því að ráðherrum fjölgi um einn, fara úr níu í tíu, og mun sá sem bætist við vera með málefni stjórnarskrár og ríkismyndunar á sinni könnu. Ákvörðun Egede um að hrista upp í ríkisstjórn sinni kemur í kjölfar frétta síðustu viku um afsögn sjávarútvegsráðherrans Karl Tobiassen sem sagði af sér þar sem hann sagði ekki hafa tekist að ná fram breytingum á fiskveiðikerfi landsins líkt og hann hafi heitið að gera fyrir kosningar. Egede er leiðtogi flokksins Inuit Ataqatigiit (IA) sem vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum 2021. IA myndaði þá stjórn með Naleraq, en sleit samstarfinu um ári síðar og myndaði þá nýja stjórn með flokknum Siumut. Múte B. Egede er formaður grænlensku landsstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Egede greindi jafnframt frá því á blaðamannafundi í morgun að samkomulag hafi náðst milli stjórnarflokkanna um viðauka við stjórnarsáttmálann, sem snýr að fjórum málaflokkum – heilbrigðismálum, breytingar á skattakerfinu, hráefnavinnslu og ríkismyndun. Egede sagði að afstaða landsstjórnarinnar varðandi andstöðu við úranvinnslu sé óbreytt en að leita verði nýrra leiða og tækifæra til að nýta auðlindir landsins. Egede (IA) verður áfram formaður landsstjórnarinnar og Erik Jensen, formaður Siumut, verður áfram fjármálaráðherra. Kielsen, sem var formaður landsstjórnarinnar á árunum 2014 til 2021 verður nýr ráðherra sjávarútvegs- og veiðimála. Af tíu ráðherrum stjórnarinnar koma fimm úr röðum Siumut og fimm úr röðum IA.
Grænland Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira