Segjast hafa fellt yfirmann Svartahafsflota Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2023 12:10 Að minnsta kosti tvær stýriflaugar hæfðu höfuðstöðvar Svartahafsflota Rússa á föstudaginn. AP/Planet Labs PBC Yfirmenn sérsveita Úkraínuhers segja stjórnanda Svartahafsflota Rússa hafa fallið í stýriflaugaárás á höfuðstöðvar flotans í Sevastaopol á Krímskaga á föstudaginn. Þar að auki hafi 34 aðrir yfirmenn í rússneska hernum fallið og rúmlega hundrað hafi særst. Auk þess segja þeir að byggingin sé ónýt en myndefni sýnir að hún sé hrunin. Sjá einnig: Hæfðu höfuðstöðvar Svartahafsflota Rússa Í yfirlýsingu frá úkraínska hernum er því einnig haldið fram að þegar árás var gerð á slippinn í Sevastopol í síðustu vikur, þar sem rússnesku herskipi og kafbáti var grandað, hafi 62 úr áhöfn herskipsins fallið. Þeir hafi verið um borð þar sem setja átti skipið Minsk á flot morguninn eftir. Sjá einnig: Skemmdu herskip og kafbát með stýriflaugum Að minnsta kosti tvær Storm Shadow stýriflaugar hæfðu höfuðstöðvar flotans í Sevasopol á föstudaginn. Sömu stýriflaugar voru einnig notaðar til að granda Minsk og kafbátnum en árásum Úkraínumanna á Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, hefur fjölgað mjög að undanförnu. Non watermarked/clearer pic.twitter.com/vR2RbQLe1F— OSINTtechnical (@Osinttechnical) September 22, 2023 Yfirvöld í Rússlandi hafa ekki staðfest þessar fregnir. Aðmírállinn sem leitt hefur Svartahafsflota Rússa heitir eða hét Viktor Sokolov. Frá því árásin var gerð á föstudaginn hefur hann ekki sést opinberlega. Það eina sem yfirvöld í Rússlandi hafa sagt er að einn hermaður hafi fallið í árásinni, en því var svo breytt í að hann væri týndur. Commander of the Russian Black Sea Fleet admiral Viktor Sokolov died in the missile strike on the Fleet's headquarters, along with 34 more officers. 105 more were wounded. The building is not suitable for restoration - Special Operations Forces of Ukraine. pic.twitter.com/2EQHl7WxJy— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) September 25, 2023 Myndir sem birtar hafa verið á samfélagsmiðlum í morgun sýna stóra sprengingu og mikinn eld í Sorokyne í Lúhanskhéraði, sem stjórnað er af Rússum. Myndefninu fylgdu fregnir um að þar hefðu Úkraínumenn hæft vopnageymslu Rússa en bærinn er um 135 kílómetra frá víglínunni í Úkraínu. Rússneskir herbloggarar segja að minnst þrjár Storm Shadow stýriflaugar hafi hæft vopnageymsluna. Þeir segja enga rússneska hermenn hafa verið á svæðinu. /1. Explosions/ammunition detonation is reported in Russian controlled Sorokyne (Krasnodon), Luhansk region. pic.twitter.com/rOsfUgJ0d1— Special Kherson Cat (@bayraktar_1love) September 25, 2023 Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sjö ára börn í Rússlandi læra herkænsku Sjö ára börnum er kennd herkænska í skólum í Rússlandi. Rússlandsforseti kynnti nýjan skylduáfanga í skólum fyrr á árinu þar sem farið er yfir helstu atriði sem þarf að kunna í stríði. Krakkar á unglingastigi læra að beita vopnum. 24. september 2023 16:28 Forsætisráðherra biður Selenskí að „móðga Pólverja aldrei framar“ Forsætisráðherra Póllands biður Volódímír Selenskí Úkraínuforseta um að móðga Pólland aldrei framar. Forsætisráðherrann tók gagnrýni Selenskís óstinnt upp á dögunum. Pólverjar hyggjast hætta að senda vopn til Úkraínu. 23. september 2023 16:51 Biden lofar Selenskí nýjum eldflaugum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, í dag að hann ætlaði að senda langdrægar eldflaugar til Úkraínu. Úkraínumenn hafa lengi beðið um slíkar eldflaugar sem heita Army Tactical Missile System, eða ATACMS. 22. september 2023 16:57 Þreyttir eftir harða bardaga: „Vinir okkar týna lífinu í skóginum, einn af öðrum“ Eftir þriggja mánaða baráttu tókst úkraínskum hermönnum að frelsa bæina Klistjívka og Andrjívka í austurhluta Úkraínu. Hermenn lýsa aðstæðum þar sem helvíti en þeim tókst að sigra Rússa og segjast hafa fellt og handsamað fjölmarga rússneska hermenn. 21. september 2023 16:01 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Auk þess segja þeir að byggingin sé ónýt en myndefni sýnir að hún sé hrunin. Sjá einnig: Hæfðu höfuðstöðvar Svartahafsflota Rússa Í yfirlýsingu frá úkraínska hernum er því einnig haldið fram að þegar árás var gerð á slippinn í Sevastopol í síðustu vikur, þar sem rússnesku herskipi og kafbáti var grandað, hafi 62 úr áhöfn herskipsins fallið. Þeir hafi verið um borð þar sem setja átti skipið Minsk á flot morguninn eftir. Sjá einnig: Skemmdu herskip og kafbát með stýriflaugum Að minnsta kosti tvær Storm Shadow stýriflaugar hæfðu höfuðstöðvar flotans í Sevasopol á föstudaginn. Sömu stýriflaugar voru einnig notaðar til að granda Minsk og kafbátnum en árásum Úkraínumanna á Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, hefur fjölgað mjög að undanförnu. Non watermarked/clearer pic.twitter.com/vR2RbQLe1F— OSINTtechnical (@Osinttechnical) September 22, 2023 Yfirvöld í Rússlandi hafa ekki staðfest þessar fregnir. Aðmírállinn sem leitt hefur Svartahafsflota Rússa heitir eða hét Viktor Sokolov. Frá því árásin var gerð á föstudaginn hefur hann ekki sést opinberlega. Það eina sem yfirvöld í Rússlandi hafa sagt er að einn hermaður hafi fallið í árásinni, en því var svo breytt í að hann væri týndur. Commander of the Russian Black Sea Fleet admiral Viktor Sokolov died in the missile strike on the Fleet's headquarters, along with 34 more officers. 105 more were wounded. The building is not suitable for restoration - Special Operations Forces of Ukraine. pic.twitter.com/2EQHl7WxJy— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) September 25, 2023 Myndir sem birtar hafa verið á samfélagsmiðlum í morgun sýna stóra sprengingu og mikinn eld í Sorokyne í Lúhanskhéraði, sem stjórnað er af Rússum. Myndefninu fylgdu fregnir um að þar hefðu Úkraínumenn hæft vopnageymslu Rússa en bærinn er um 135 kílómetra frá víglínunni í Úkraínu. Rússneskir herbloggarar segja að minnst þrjár Storm Shadow stýriflaugar hafi hæft vopnageymsluna. Þeir segja enga rússneska hermenn hafa verið á svæðinu. /1. Explosions/ammunition detonation is reported in Russian controlled Sorokyne (Krasnodon), Luhansk region. pic.twitter.com/rOsfUgJ0d1— Special Kherson Cat (@bayraktar_1love) September 25, 2023
Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sjö ára börn í Rússlandi læra herkænsku Sjö ára börnum er kennd herkænska í skólum í Rússlandi. Rússlandsforseti kynnti nýjan skylduáfanga í skólum fyrr á árinu þar sem farið er yfir helstu atriði sem þarf að kunna í stríði. Krakkar á unglingastigi læra að beita vopnum. 24. september 2023 16:28 Forsætisráðherra biður Selenskí að „móðga Pólverja aldrei framar“ Forsætisráðherra Póllands biður Volódímír Selenskí Úkraínuforseta um að móðga Pólland aldrei framar. Forsætisráðherrann tók gagnrýni Selenskís óstinnt upp á dögunum. Pólverjar hyggjast hætta að senda vopn til Úkraínu. 23. september 2023 16:51 Biden lofar Selenskí nýjum eldflaugum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, í dag að hann ætlaði að senda langdrægar eldflaugar til Úkraínu. Úkraínumenn hafa lengi beðið um slíkar eldflaugar sem heita Army Tactical Missile System, eða ATACMS. 22. september 2023 16:57 Þreyttir eftir harða bardaga: „Vinir okkar týna lífinu í skóginum, einn af öðrum“ Eftir þriggja mánaða baráttu tókst úkraínskum hermönnum að frelsa bæina Klistjívka og Andrjívka í austurhluta Úkraínu. Hermenn lýsa aðstæðum þar sem helvíti en þeim tókst að sigra Rússa og segjast hafa fellt og handsamað fjölmarga rússneska hermenn. 21. september 2023 16:01 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Sjö ára börn í Rússlandi læra herkænsku Sjö ára börnum er kennd herkænska í skólum í Rússlandi. Rússlandsforseti kynnti nýjan skylduáfanga í skólum fyrr á árinu þar sem farið er yfir helstu atriði sem þarf að kunna í stríði. Krakkar á unglingastigi læra að beita vopnum. 24. september 2023 16:28
Forsætisráðherra biður Selenskí að „móðga Pólverja aldrei framar“ Forsætisráðherra Póllands biður Volódímír Selenskí Úkraínuforseta um að móðga Pólland aldrei framar. Forsætisráðherrann tók gagnrýni Selenskís óstinnt upp á dögunum. Pólverjar hyggjast hætta að senda vopn til Úkraínu. 23. september 2023 16:51
Biden lofar Selenskí nýjum eldflaugum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, í dag að hann ætlaði að senda langdrægar eldflaugar til Úkraínu. Úkraínumenn hafa lengi beðið um slíkar eldflaugar sem heita Army Tactical Missile System, eða ATACMS. 22. september 2023 16:57
Þreyttir eftir harða bardaga: „Vinir okkar týna lífinu í skóginum, einn af öðrum“ Eftir þriggja mánaða baráttu tókst úkraínskum hermönnum að frelsa bæina Klistjívka og Andrjívka í austurhluta Úkraínu. Hermenn lýsa aðstæðum þar sem helvíti en þeim tókst að sigra Rússa og segjast hafa fellt og handsamað fjölmarga rússneska hermenn. 21. september 2023 16:01
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“