Fjórir látnir eftir umsátur í Kósovó Atli Ísleifsson skrifar 24. september 2023 23:46 Innanríkisráðherra Kósovó segir að lögregla hafi handtekið fjölda manns í aðgerðunum í dag. AP Fjórir eru látnir eftir að hópur vopnaðra manna girti sig af í klaustri í Kósovó, nærri landamærunum að Serbíu, í dag. Umsátursástand myndaðist og kom til fjölda skotbardaga milli mannanna og kósovósks lögregluliðs. Xhelal Svecla, innanríkisráðherra Kósovó, sagði eftir að umsátrinu var lokið að lögregla hafi náð stjórn á svæðinu eftir röð skotbardaga. Drápu lögreglumann og særðu annan Fréttir bárust af því í morgun að hópur vopnaðra manna hafi ráðist úr launsátri á eftirlitsstöð lögreglu nærri bænum Banjska. Einn lögreglumaður lést í árásinni og annar særðist í árásinni, en kósovósk stjórnvöld sögðu að um hafi verið að ræða „serbneska glæpahópa“ sem bæru ábyrgð á árásinni. Mikil spenna hefur verið í samskiptum stjórnvalda í Kósovó og Serbíu síðustu misserin, en Serbar neita að viðurkenna sjálfstæði Kósovó og hafa haldið tengslum við þjóðbrot Serba sem eru fjölmennir í norðurhluta Kósovó. Viðræður milli serbneskra og kósovóskra stjórnvalda um að koma á bættum samskiptum hafa litlu skilað. Tveimur landamærastöðvum var lokað í dag vegna árásarinnar, í Jarinje og Brnjak.AP Flúðu inn í klaustur Eftir árásina á eftirlitsstöðuna flúðu vopnuðu mennirnir inn í klaustur skammt frá þar sem þeir girtu sig af. Til skotbardaga kom milli mannanna og lögregluliðs, en umsátrið stóð í margar klukkustundir. Lögregla segir að þrír vopnuðu mannanna hafi fallið í skotbardaganum. Albin Kurti, forsætisráðherra Kósóvó, sagði fyrr í dag að þrjátíu vopnaðir menn hið minnsta hefðu girt sig af í klaustrinu og hvatti þá til að gefast upp og gefa sig fram. Sagði hann árásina á eftirlitsstöð lögreglu hafa verið hryðjuverkaárás og sagði hann stjórnvöld í Serbíu bera þar ábyrgð. The murder & violence in the north is being perpetrated by these men armed & organized professional forces in armored vehicles with no license plates. Let me restate: It is not ordinary Kosova Serb citizens but Serbian-state supported troops perpetrating these terrorist attacks. pic.twitter.com/2ipXu5rgFF— Albin Kurti (@albinkurti) September 24, 2023 Fordæmdi árásina Innanríkisráðherrann Svecla segir að lögregla hafi handtekið fjölda manns í aðgerðunum í dag og lagt hald á mikið magn vopna og skotfæra. Erlendir fjölmiðlar segja þó óljóst hvort að allir hinna vopnuðu hafi verið handteknir í aðgerðunum. Tveimur landamærastöðvum var lokað í dag vegna árásarinnar, í Jarinje og Brnjak. Aleksandar Vucic Serbíuforseti fordæmdi í dag árásina á eftirlitsstöðina þar sem kósóvski lögreglumaðurinn lést, en kenndi þó Kurti um að ofsækja Serba í Kósovó. Kósovó Serbía Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Xhelal Svecla, innanríkisráðherra Kósovó, sagði eftir að umsátrinu var lokið að lögregla hafi náð stjórn á svæðinu eftir röð skotbardaga. Drápu lögreglumann og særðu annan Fréttir bárust af því í morgun að hópur vopnaðra manna hafi ráðist úr launsátri á eftirlitsstöð lögreglu nærri bænum Banjska. Einn lögreglumaður lést í árásinni og annar særðist í árásinni, en kósovósk stjórnvöld sögðu að um hafi verið að ræða „serbneska glæpahópa“ sem bæru ábyrgð á árásinni. Mikil spenna hefur verið í samskiptum stjórnvalda í Kósovó og Serbíu síðustu misserin, en Serbar neita að viðurkenna sjálfstæði Kósovó og hafa haldið tengslum við þjóðbrot Serba sem eru fjölmennir í norðurhluta Kósovó. Viðræður milli serbneskra og kósovóskra stjórnvalda um að koma á bættum samskiptum hafa litlu skilað. Tveimur landamærastöðvum var lokað í dag vegna árásarinnar, í Jarinje og Brnjak.AP Flúðu inn í klaustur Eftir árásina á eftirlitsstöðuna flúðu vopnuðu mennirnir inn í klaustur skammt frá þar sem þeir girtu sig af. Til skotbardaga kom milli mannanna og lögregluliðs, en umsátrið stóð í margar klukkustundir. Lögregla segir að þrír vopnuðu mannanna hafi fallið í skotbardaganum. Albin Kurti, forsætisráðherra Kósóvó, sagði fyrr í dag að þrjátíu vopnaðir menn hið minnsta hefðu girt sig af í klaustrinu og hvatti þá til að gefast upp og gefa sig fram. Sagði hann árásina á eftirlitsstöð lögreglu hafa verið hryðjuverkaárás og sagði hann stjórnvöld í Serbíu bera þar ábyrgð. The murder & violence in the north is being perpetrated by these men armed & organized professional forces in armored vehicles with no license plates. Let me restate: It is not ordinary Kosova Serb citizens but Serbian-state supported troops perpetrating these terrorist attacks. pic.twitter.com/2ipXu5rgFF— Albin Kurti (@albinkurti) September 24, 2023 Fordæmdi árásina Innanríkisráðherrann Svecla segir að lögregla hafi handtekið fjölda manns í aðgerðunum í dag og lagt hald á mikið magn vopna og skotfæra. Erlendir fjölmiðlar segja þó óljóst hvort að allir hinna vopnuðu hafi verið handteknir í aðgerðunum. Tveimur landamærastöðvum var lokað í dag vegna árásarinnar, í Jarinje og Brnjak. Aleksandar Vucic Serbíuforseti fordæmdi í dag árásina á eftirlitsstöðina þar sem kósóvski lögreglumaðurinn lést, en kenndi þó Kurti um að ofsækja Serba í Kósovó.
Kósovó Serbía Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira