Erlent

Lést eftir bý­flugna­á­rás

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Maðurinn skilur eftir sig konu, þrjú börn og ellefu barnabörn.
Maðurinn skilur eftir sig konu, þrjú börn og ellefu barnabörn. Getty Images

Maður í Kentucky í Bandaríkjunum lést eftir árás skæðra býflugna í vikunni, 59 ára gamall.

Maðurinn var að færa poka með gróðurmold sem reyndist fullur af býflugum. Gríðarlegur fjöldi flugna réðst á hann við flutninginn og leiddi krufning í ljós að hann hafi kafnað.

Fyrsta hjálp á vettvangi var árangurslaus og var maðurinn úrskurðaður látinn við komu á spítala. Hann skilur eftir sig þrjú börn og ellefu barnabörn, að því er fram kemur hjá Guardian.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn lenda í lífshættulegum árásum býflugna en að meðaltali látast 72 árlega í slíkum árásum. Í september á þessu ári var tuttugu ára gamall maður í Ohio stunginn að minnsta kosti tuttugu þúsund sinnum en komst lífs af. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×