Maðurinn var að færa poka með gróðurmold sem reyndist fullur af býflugum. Gríðarlegur fjöldi flugna réðst á hann við flutninginn og leiddi krufning í ljós að hann hafi kafnað.
Fyrsta hjálp á vettvangi var árangurslaus og var maðurinn úrskurðaður látinn við komu á spítala. Hann skilur eftir sig þrjú börn og ellefu barnabörn, að því er fram kemur hjá Guardian.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn lenda í lífshættulegum árásum býflugna en að meðaltali látast 72 árlega í slíkum árásum. Í september á þessu ári var tuttugu ára gamall maður í Ohio stunginn að minnsta kosti tuttugu þúsund sinnum en komst lífs af.