„Við urðum að vinna í dag“ Smári Jökull Jónsson skrifar 23. september 2023 22:01 Erik Ten Hag og Jonny Evans eftir að sá síðarnefndi kom af velli í leiknum í kvöld. Vísir/Getty Erik Ten Hag og Jonny Evans voru vitaskuld afar ánægðir með sigur Manchester United á Burnley í kvöld. Evans var óvænt í byrjunarliðinu og átti mjög góðan leik. Manchester United vann 1-0 sigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Bruno Fernandes skoraði eina mark leiksins og það var af dýrari gerðinni, Fernandes tók boltann á lofti eftir sendingu Jonny Evans sem óvænt var í byrjunarliðinu. „Auðvitað þurftum við á þessum sigri. Við höfum átt erfiða leiki gegn góðum andstæðingum. Við hefðum ekki þurft að tapa þessum leikjum. Við urðum að vinna í dag,“ sagði Erik Ten Hag knattspyrnustjóri United eftir sigurinn. „Margt hefur verið á móti okkur, meiðsli og ákvarðanir. Líkt og í kvöld, lög Murphy´s þar sem allt er á móti þér. Þú þarft að berjast og snúa við, það sýnir að búningsklefinn stendur saman. Þeir berjast saman,“ en fyrir leikinn bárust fregnir um leka úr búiningsklefa United. Jonny Evans var í byrjunarliði United í dag í fyrsta sinn síðan árið 2015. Hann kom til liðsins á ný í sumar og var boðinn samningur eftir góða frammistöðu á æfingum. „Sendingin frá Evans fvar frábær, hreyfingin og skotið hjá Bruno líka. Í fyrra héldum við oftast hreinu í úrvalsdeildinni. Við vorum agaðir og fylgdum reglunum. Evans færði okkur ró, hann sýndi hvað hann er góður.“ Sjálfur var Evans vitaskuld ánægður með leikinn og eigin frammistöðu. „Ég elskaði hverja einustu mínútu. Fyrir leiki færðu tilfinningu, ég gat ekki beðið og það var eintómur spenningur. Þetta var tvöhundraðasti leikur minn fyrir United og ég hélt að ég myndi aldrei ná þeirri tölu. Þetta er besta kvöld lífs míns.“ Jonny Evans on his first start for Man United since 2015: 88 minutes Given MOTM award by Fernandes Match-winning assist Clean sheet Disallowed goalHe done his boyhood club proud pic.twitter.com/20y3cRNVZQ— SPORTbible (@sportbible) September 23, 2023 „Ég héld aldrei að ég væri að koma hingað til að vera í byrjunarliðinu. Mér var sagt að mitt hlutverk væri að veita samkeppni og það er þannig sem ég hef nálgast verkefnið. Vegna nokkurra meiðsla fékk ég tækifærið til að byrja í kvöld.“ Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Manchester United vann 1-0 sigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Bruno Fernandes skoraði eina mark leiksins og það var af dýrari gerðinni, Fernandes tók boltann á lofti eftir sendingu Jonny Evans sem óvænt var í byrjunarliðinu. „Auðvitað þurftum við á þessum sigri. Við höfum átt erfiða leiki gegn góðum andstæðingum. Við hefðum ekki þurft að tapa þessum leikjum. Við urðum að vinna í dag,“ sagði Erik Ten Hag knattspyrnustjóri United eftir sigurinn. „Margt hefur verið á móti okkur, meiðsli og ákvarðanir. Líkt og í kvöld, lög Murphy´s þar sem allt er á móti þér. Þú þarft að berjast og snúa við, það sýnir að búningsklefinn stendur saman. Þeir berjast saman,“ en fyrir leikinn bárust fregnir um leka úr búiningsklefa United. Jonny Evans var í byrjunarliði United í dag í fyrsta sinn síðan árið 2015. Hann kom til liðsins á ný í sumar og var boðinn samningur eftir góða frammistöðu á æfingum. „Sendingin frá Evans fvar frábær, hreyfingin og skotið hjá Bruno líka. Í fyrra héldum við oftast hreinu í úrvalsdeildinni. Við vorum agaðir og fylgdum reglunum. Evans færði okkur ró, hann sýndi hvað hann er góður.“ Sjálfur var Evans vitaskuld ánægður með leikinn og eigin frammistöðu. „Ég elskaði hverja einustu mínútu. Fyrir leiki færðu tilfinningu, ég gat ekki beðið og það var eintómur spenningur. Þetta var tvöhundraðasti leikur minn fyrir United og ég hélt að ég myndi aldrei ná þeirri tölu. Þetta er besta kvöld lífs míns.“ Jonny Evans on his first start for Man United since 2015: 88 minutes Given MOTM award by Fernandes Match-winning assist Clean sheet Disallowed goalHe done his boyhood club proud pic.twitter.com/20y3cRNVZQ— SPORTbible (@sportbible) September 23, 2023 „Ég héld aldrei að ég væri að koma hingað til að vera í byrjunarliðinu. Mér var sagt að mitt hlutverk væri að veita samkeppni og það er þannig sem ég hef nálgast verkefnið. Vegna nokkurra meiðsla fékk ég tækifærið til að byrja í kvöld.“
Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira