Pep ósáttur með Rodri: „Þarf að hafa stjórn á sér“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. september 2023 09:00 Morgan Gibbs-White heldur um háls sér á meðan Rodri útskýrir málin fyrir honum. Vísir/Getty Manchester City vann 2-0 sigur á Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í dag. Pep Guardiola var ekki ánægður með einn sinn besta leikmann þegar hann mætti í viðtöl eftir leik. Lærisveinar Pep Guardiola virtust ætla að valta yfir Nottingham Forest þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. City var komið í 2-0 forystu snemma leiks með mörkum Phil Foden og Erling Haaland en rautt spjald á Rodri setti liðið í vandræði. Spánverjinn fékk rauða spjaldið fyrir að taka Morgan Gibbs-White hálstaki og hikaði dómarinn Anthony Taylor ekki í eina sekúndu áður en hann lyfti rauða spjaldinu. Spjaldið verður til þess að Rodri missir af næstu þremur leikjum liðsins. Þar á meðal er toppleikur við Arsenal í byrjun október. Ólíklegt er að City áfrýji spjaldinu. „Vonandi lærir Rodri af þessu,“ sagði Pep Guardiola eftir leik og greindi einnig frá því að Rodri hefði beðist afsökunar á hegðun sinni. Rodri will be suspended for:Newcastle (a) Wolves (h)Arsenal (a) pic.twitter.com/gdMF3s4aBx— Football Tweet (@Football__Tweet) September 23, 2023 „Rodri þarf að hafa stjórn á sér og sínum tilfinningum. Það er það sem hann verður að gera.“ Hann sagði að hann hefði sagt við leikmenn sína í hálfleik að fara varlega. Því miður hafi það ekki tekist. „Já, ég er ekki ánægður að spila bara með 10 leikmenn því það er okkur að kenna,“ sagði Guardiola aðspurður hvort Rodri hefði brugðist honum. Rodri missir af leik City gegn Newcastle í deildabikarnum í vikunni sem og leikjum gegn Wolves á laugardag og Arsenal þann 8. október. Enski boltinn Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Sjá meira
Lærisveinar Pep Guardiola virtust ætla að valta yfir Nottingham Forest þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. City var komið í 2-0 forystu snemma leiks með mörkum Phil Foden og Erling Haaland en rautt spjald á Rodri setti liðið í vandræði. Spánverjinn fékk rauða spjaldið fyrir að taka Morgan Gibbs-White hálstaki og hikaði dómarinn Anthony Taylor ekki í eina sekúndu áður en hann lyfti rauða spjaldinu. Spjaldið verður til þess að Rodri missir af næstu þremur leikjum liðsins. Þar á meðal er toppleikur við Arsenal í byrjun október. Ólíklegt er að City áfrýji spjaldinu. „Vonandi lærir Rodri af þessu,“ sagði Pep Guardiola eftir leik og greindi einnig frá því að Rodri hefði beðist afsökunar á hegðun sinni. Rodri will be suspended for:Newcastle (a) Wolves (h)Arsenal (a) pic.twitter.com/gdMF3s4aBx— Football Tweet (@Football__Tweet) September 23, 2023 „Rodri þarf að hafa stjórn á sér og sínum tilfinningum. Það er það sem hann verður að gera.“ Hann sagði að hann hefði sagt við leikmenn sína í hálfleik að fara varlega. Því miður hafi það ekki tekist. „Já, ég er ekki ánægður að spila bara með 10 leikmenn því það er okkur að kenna,“ sagði Guardiola aðspurður hvort Rodri hefði brugðist honum. Rodri missir af leik City gegn Newcastle í deildabikarnum í vikunni sem og leikjum gegn Wolves á laugardag og Arsenal þann 8. október.
Enski boltinn Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Sjá meira