Pep ósáttur með Rodri: „Þarf að hafa stjórn á sér“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. september 2023 09:00 Morgan Gibbs-White heldur um háls sér á meðan Rodri útskýrir málin fyrir honum. Vísir/Getty Manchester City vann 2-0 sigur á Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í dag. Pep Guardiola var ekki ánægður með einn sinn besta leikmann þegar hann mætti í viðtöl eftir leik. Lærisveinar Pep Guardiola virtust ætla að valta yfir Nottingham Forest þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. City var komið í 2-0 forystu snemma leiks með mörkum Phil Foden og Erling Haaland en rautt spjald á Rodri setti liðið í vandræði. Spánverjinn fékk rauða spjaldið fyrir að taka Morgan Gibbs-White hálstaki og hikaði dómarinn Anthony Taylor ekki í eina sekúndu áður en hann lyfti rauða spjaldinu. Spjaldið verður til þess að Rodri missir af næstu þremur leikjum liðsins. Þar á meðal er toppleikur við Arsenal í byrjun október. Ólíklegt er að City áfrýji spjaldinu. „Vonandi lærir Rodri af þessu,“ sagði Pep Guardiola eftir leik og greindi einnig frá því að Rodri hefði beðist afsökunar á hegðun sinni. Rodri will be suspended for:Newcastle (a) Wolves (h)Arsenal (a) pic.twitter.com/gdMF3s4aBx— Football Tweet (@Football__Tweet) September 23, 2023 „Rodri þarf að hafa stjórn á sér og sínum tilfinningum. Það er það sem hann verður að gera.“ Hann sagði að hann hefði sagt við leikmenn sína í hálfleik að fara varlega. Því miður hafi það ekki tekist. „Já, ég er ekki ánægður að spila bara með 10 leikmenn því það er okkur að kenna,“ sagði Guardiola aðspurður hvort Rodri hefði brugðist honum. Rodri missir af leik City gegn Newcastle í deildabikarnum í vikunni sem og leikjum gegn Wolves á laugardag og Arsenal þann 8. október. Enski boltinn Mest lesið Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Körfubolti Benedikt í bann Körfubolti Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Handbolti Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Formúla 1 Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Körfubolti Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Körfubolti Fór að rífast við áhorfendur eftir leik Enski boltinn Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Íslenski boltinn Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Körfubolti „Held að þetta sé ekki algengt á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir United fjölskyldan syrgir Kath Phipps en hún þjónaði félaginu í 55 ár Fór að rífast við áhorfendur eftir leik Þriðji stóri heimasigur Bournemouth á tímabilinu Fulham upp í sjötta sætið Fær Úlfaleikinn til bjarga starfinu Verið meiddur í fjögur og hálft ár Spilaði tímamótaleik en endaði í óvinsælum hóp með Carra og Faes Nicolas Jover er nýja hetjan hjá Arsenal Veikindin breyttu sýn Arnórs á lífið: „Þetta var algjör viðbjóður“ „Aldrei verið nein vandamál hjá okkur Pep“ „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Draumabyrjun hjá Nistelrooy Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Sjá meira
Lærisveinar Pep Guardiola virtust ætla að valta yfir Nottingham Forest þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. City var komið í 2-0 forystu snemma leiks með mörkum Phil Foden og Erling Haaland en rautt spjald á Rodri setti liðið í vandræði. Spánverjinn fékk rauða spjaldið fyrir að taka Morgan Gibbs-White hálstaki og hikaði dómarinn Anthony Taylor ekki í eina sekúndu áður en hann lyfti rauða spjaldinu. Spjaldið verður til þess að Rodri missir af næstu þremur leikjum liðsins. Þar á meðal er toppleikur við Arsenal í byrjun október. Ólíklegt er að City áfrýji spjaldinu. „Vonandi lærir Rodri af þessu,“ sagði Pep Guardiola eftir leik og greindi einnig frá því að Rodri hefði beðist afsökunar á hegðun sinni. Rodri will be suspended for:Newcastle (a) Wolves (h)Arsenal (a) pic.twitter.com/gdMF3s4aBx— Football Tweet (@Football__Tweet) September 23, 2023 „Rodri þarf að hafa stjórn á sér og sínum tilfinningum. Það er það sem hann verður að gera.“ Hann sagði að hann hefði sagt við leikmenn sína í hálfleik að fara varlega. Því miður hafi það ekki tekist. „Já, ég er ekki ánægður að spila bara með 10 leikmenn því það er okkur að kenna,“ sagði Guardiola aðspurður hvort Rodri hefði brugðist honum. Rodri missir af leik City gegn Newcastle í deildabikarnum í vikunni sem og leikjum gegn Wolves á laugardag og Arsenal þann 8. október.
Enski boltinn Mest lesið Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Körfubolti Benedikt í bann Körfubolti Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Handbolti Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Formúla 1 Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Körfubolti Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Körfubolti Fór að rífast við áhorfendur eftir leik Enski boltinn Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Íslenski boltinn Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Körfubolti „Held að þetta sé ekki algengt á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir United fjölskyldan syrgir Kath Phipps en hún þjónaði félaginu í 55 ár Fór að rífast við áhorfendur eftir leik Þriðji stóri heimasigur Bournemouth á tímabilinu Fulham upp í sjötta sætið Fær Úlfaleikinn til bjarga starfinu Verið meiddur í fjögur og hálft ár Spilaði tímamótaleik en endaði í óvinsælum hóp með Carra og Faes Nicolas Jover er nýja hetjan hjá Arsenal Veikindin breyttu sýn Arnórs á lífið: „Þetta var algjör viðbjóður“ „Aldrei verið nein vandamál hjá okkur Pep“ „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Draumabyrjun hjá Nistelrooy Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Sjá meira