Erlent

Tveir skotnir til bana á krá í Sví­þjóð

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla var kölluð að staðnum um klukkan 22 að staðartíma í gærkvöldi.
Lögregla var kölluð að staðnum um klukkan 22 að staðartíma í gærkvöldi. Getty

Tveir voru skotnir til bana á krá í sænska bænum Sandviken í gærkvöldi.

Sænskir fjölmiðlar greina frá því að lögreglu hafi borist tilkynning um árásina klukkan 22:18 að staðartíma. Á vettvangi hafi lögregla komið að fjórum mönnum með skotsár og var staðfest í morgun að tveir þeirra hafi látist af sárum sínum.

Lögregla staðfestir að enginn hafi enn sem komið er verið handtekinn vegna árásarinnar. Ekki hefur verið gefið upp hvort eins eða fleiri sé leitað en árásin átti sér stað á kránni Mulligan‘s á Hyttgatan í miðbæ Sandviken. Sandviken er að finna vestur af Gävle, um tvö hundruð kílómetra norður af Stokkhólmi.

Heimildir sænska ríkissjónvarpsins herma að árásin tengist gengjastríði og að einn sem hafi verið staddur á kránni hafi verið skotmark árásarinnar. Aðrir sem hafi orðið fyrir skotum hafi ekki tengst deilunum.

Lögregla girti af svæði í kringum árásarstaðinn og yfirheyrði fjölda manns í gærkvöldi og í nótt. Á Facebook-síðu kráarinnar segir að staðurinn verði lokaður fram yfir helgi vegna atburða gærkvöldsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.