„Illsku er ekki treystandi“ Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 20. september 2023 07:45 Úkraínuforseti heldur ræðu sína á 78. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi. AP Photo/Richard Drew Illsku er ekki treystandi. Þetta voru skilaboð Volodómírs Selenskís Úkraínuforseta þegar hann hélt ávarp sitt á Allsherjarþingi Semeinuðu þjóðanna í gærkvöldi. Hann hvatti heimsbyggðina til þess að sameinast í því að binda enda á árásárstríð Rússa á land hans. Ræða forsetans var ástríðufull og honum var mikið niðri fyrir þegar hann sagði að það verði að stöðva yfirvöld í Moskvu, sem ráði yfir kjarnorkuvopnum, í að ýta heimsbyggðinni út á brún allsherjarstríðs. Selenskí lagði mikla áherslu í ræðu sinni á þá hættu sem heiminum sé búin af völdum Rússa. Þá sagði hann að öll önnur vandamál, eins og loftlagsváin, sitji á hakanum vegna hegðunar Rússa. „Vopnvæðinguna verður að stöðva, stríðsglæpamönnum verður að refsa, fólk sem hefur verið flutt úr landi verður að koma til baka og innrásarherinn verður að hörfa til síns heima,“ sagði Selenskí meðal annars. Rússar hafa verið sakaðir um að taka úkraínsk börn af hernumdu svæðunum og flytja þau til Rússlands og sakaði Selenskí Rússa um þjóðarmorð í því samhengi. Alþjóðaglæpadómstóllinn gaf út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín Rússlandsforsetra vegna þess máls í mars síðastliðnum en Rússar hafa ítrekað þvertekið fyrir að standa í ólöglegum flutningi á börnum til Rússlands. Selenskí beindi orðum sínum ekki síst til þeirra landa sem hafa staðið á hliðarlínunni og neitað að taka afstöðu til innrásarinnar eða þeirra sem hafa stutt málstað Rússa. Þar er um að ræða lönd á borð við Indland, Brasilíu og Íran, en þeir síðastnefndu hafa selt Rússum árásardróna sem hafa leikið almenna borgara grátt í Úkraínu. Sameinuðu þjóðirnar Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Erlent Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Innlent Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Innlent Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Innlent Íslendingur handtekinn í Rússlandi Erlent Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Erlent Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Innlent „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Erlent Fleiri fréttir Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Íslendingur handtekinn í Rússlandi Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Heitir því að klára kjörtímabilið og skammast út í þingmenn Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Gífurlega kröftugur jarðskjálfti undan ströndum Kaliforníu Önnur borg í höndum uppreisnarmanna Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Segja Ísraelsmenn fremja þjóðarmorð á Gaza Tvö börn í lífshættu eftir skotárás í leikskóla í Kalíforníu Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Sjá meira
Hann hvatti heimsbyggðina til þess að sameinast í því að binda enda á árásárstríð Rússa á land hans. Ræða forsetans var ástríðufull og honum var mikið niðri fyrir þegar hann sagði að það verði að stöðva yfirvöld í Moskvu, sem ráði yfir kjarnorkuvopnum, í að ýta heimsbyggðinni út á brún allsherjarstríðs. Selenskí lagði mikla áherslu í ræðu sinni á þá hættu sem heiminum sé búin af völdum Rússa. Þá sagði hann að öll önnur vandamál, eins og loftlagsváin, sitji á hakanum vegna hegðunar Rússa. „Vopnvæðinguna verður að stöðva, stríðsglæpamönnum verður að refsa, fólk sem hefur verið flutt úr landi verður að koma til baka og innrásarherinn verður að hörfa til síns heima,“ sagði Selenskí meðal annars. Rússar hafa verið sakaðir um að taka úkraínsk börn af hernumdu svæðunum og flytja þau til Rússlands og sakaði Selenskí Rússa um þjóðarmorð í því samhengi. Alþjóðaglæpadómstóllinn gaf út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín Rússlandsforsetra vegna þess máls í mars síðastliðnum en Rússar hafa ítrekað þvertekið fyrir að standa í ólöglegum flutningi á börnum til Rússlands. Selenskí beindi orðum sínum ekki síst til þeirra landa sem hafa staðið á hliðarlínunni og neitað að taka afstöðu til innrásarinnar eða þeirra sem hafa stutt málstað Rússa. Þar er um að ræða lönd á borð við Indland, Brasilíu og Íran, en þeir síðastnefndu hafa selt Rússum árásardróna sem hafa leikið almenna borgara grátt í Úkraínu.
Sameinuðu þjóðirnar Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Erlent Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Innlent Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Innlent Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Innlent Íslendingur handtekinn í Rússlandi Erlent Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Erlent Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Innlent „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Erlent Fleiri fréttir Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Íslendingur handtekinn í Rússlandi Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Heitir því að klára kjörtímabilið og skammast út í þingmenn Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Gífurlega kröftugur jarðskjálfti undan ströndum Kaliforníu Önnur borg í höndum uppreisnarmanna Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Segja Ísraelsmenn fremja þjóðarmorð á Gaza Tvö börn í lífshættu eftir skotárás í leikskóla í Kalíforníu Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Sjá meira