Vill setja reglur um vefverslanir frekar en að afneita þeim Jón Þór Stefánsson skrifar 20. september 2023 08:01 „Áfengi er staðreynd í okkar samfélagi,“ segir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sem leggur til að netverslanir sem selji áfengi verði leyfðar í meira mæli. Vísir/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir mikilvægt að setja reglur um vefverslanir sem selja áfengi hér á landi. Hún hefur lagt fram frumvarp um að leyfa verslanirnar í meira mæli hér á landi. Hún segir Íslendinga neyta áfengis sama hvort þær reglur séu til staðar eða ekki og því skipti máli að reglurnar séu til staðar til að tryggja sanngirni á markaði. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Hildur mikilvægt að halda því til haga að netverslun á áfengi væri nú þegar heimil á Íslandi í gegnum EES-samninginn. Það ætti hins vegar bara við um erlendar verslanir. Hún segir frumvarpið snúast um að jafna leikinn fyrir aðila á íslenskum markaði, og búa til regluumgjörð um vefverslun á áfengi sem hún vill meina að sé mjög óljós í dag. Gagnrýnisraddir hafa bent á að með vefverslunum síðustu ára hafi áfengisneysla og dagdrykkja aukist verulega á síðustu árum. Hildur var spurð hvort frumvarpið væri ekki að koma í veg fyrir lítið vandamál en á sama tíma búa til en stærra vandamál úr áfengisneyslunni. „Aðgengi að áfengi hefur margfaldast á undanförnum árum, ekki bara í vínveitingaleyfum, ÁTVR hefur líka fjölgað sölustöðum og lengt opnunartímann og svo framvegis,“ viðurkenndi Hildur. „Áfengi er staðreynd í okkar samfélagi. Okkur finnst því skynsamlegra að eyða fókus og fjármunum í forvarnir og fræðslu, í staðinn fyrir að afneita því að hér sé lögleg verslun til staðar, sem er miklu skynsamlegra að setja almennilega umgjörð utan um.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var einnig rætt um gagnrýni á frekari útbreiðslu áfengis. Hægt er að sjá klippuna í spilaranum hér fyrir neðan. Hildur bendir á að þetta mál hafi verið fast innan ríkisstjórnarinnar. Hún segir ekkert launungarmál að fólk innan Vinstri grænna og Framsóknar sé ekki hrifnir af frumvarpinu. „Það er bara staðreynd,“ bætir hún við, og segir að það sé jafnframt staðreynd að verslunin sé nú þegar til og að almenningur kunni vel við hana. „Er ekki skynsamlegra að horfast í augu við það og setja reglur i staðinn fyrir að afneita því að hún sé hérna?“ spurði hún um netverslanirnar og beindi að spurningunni að þeim sem eru andvígir frumvarpinu. Áfengi og tóbak Verslun Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Netverslun með áfengi Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Hún segir Íslendinga neyta áfengis sama hvort þær reglur séu til staðar eða ekki og því skipti máli að reglurnar séu til staðar til að tryggja sanngirni á markaði. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Hildur mikilvægt að halda því til haga að netverslun á áfengi væri nú þegar heimil á Íslandi í gegnum EES-samninginn. Það ætti hins vegar bara við um erlendar verslanir. Hún segir frumvarpið snúast um að jafna leikinn fyrir aðila á íslenskum markaði, og búa til regluumgjörð um vefverslun á áfengi sem hún vill meina að sé mjög óljós í dag. Gagnrýnisraddir hafa bent á að með vefverslunum síðustu ára hafi áfengisneysla og dagdrykkja aukist verulega á síðustu árum. Hildur var spurð hvort frumvarpið væri ekki að koma í veg fyrir lítið vandamál en á sama tíma búa til en stærra vandamál úr áfengisneyslunni. „Aðgengi að áfengi hefur margfaldast á undanförnum árum, ekki bara í vínveitingaleyfum, ÁTVR hefur líka fjölgað sölustöðum og lengt opnunartímann og svo framvegis,“ viðurkenndi Hildur. „Áfengi er staðreynd í okkar samfélagi. Okkur finnst því skynsamlegra að eyða fókus og fjármunum í forvarnir og fræðslu, í staðinn fyrir að afneita því að hér sé lögleg verslun til staðar, sem er miklu skynsamlegra að setja almennilega umgjörð utan um.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var einnig rætt um gagnrýni á frekari útbreiðslu áfengis. Hægt er að sjá klippuna í spilaranum hér fyrir neðan. Hildur bendir á að þetta mál hafi verið fast innan ríkisstjórnarinnar. Hún segir ekkert launungarmál að fólk innan Vinstri grænna og Framsóknar sé ekki hrifnir af frumvarpinu. „Það er bara staðreynd,“ bætir hún við, og segir að það sé jafnframt staðreynd að verslunin sé nú þegar til og að almenningur kunni vel við hana. „Er ekki skynsamlegra að horfast í augu við það og setja reglur i staðinn fyrir að afneita því að hún sé hérna?“ spurði hún um netverslanirnar og beindi að spurningunni að þeim sem eru andvígir frumvarpinu.
Áfengi og tóbak Verslun Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Netverslun með áfengi Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent