Dagdrykkja meðal sjúklinga SÁÁ þrefaldast á þrjátíu árum Helena Rós Sturludóttir skrifar 19. september 2023 23:00 Lára G. Sigurðardóttir er læknir hjá SÁÁ hún segir áfengisnetverslanir mikið áhyggjuefni. Vísir/Sigurjón Netverslun áfengis er mikið áhyggjuefni að sögn læknis hjá SÁÁ. Áfengisneysla hefur tæplega tvöfaldast á síðustu fjörutíu árum hér á landi hjá fimmtán ára og eldri. Þá hefur fjöldi þeirra skjólstæðinga SÁÁ sem drekkur daglega rúmlega þrefaldast á þrjátíu árum. Aukið aðgengi að áfengi eykur neyslu var meðal þess sem var rætt á norrænni ráðstefnu um áfengi og lýðheilsu í dag. Í opnunarávarpi sínu sagði heilbrigðisráðherra aukna áfengisneyslu mikið áhyggjuefni. Rætt var um aukna neyslu áfengis síðustu fjörutíu ár. Fram kom í Fréttablaðinu í fyrra að neysla meðal fimmtán ára og eldri hefði nánast tvöfaldast á tímabilinu. „Gögnin um aukinn aðgang eru skýr og óumdeilanleg. Greiðari aðgangur leiðir til aukinnar notkunar. Þetta er staðreynd og þetta er staðreynd sem við verðum að viðurkenna og horfast í augu við og við megum aldrei líta fram hjá henni í forvarnarbaráttunni,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í dag. Læknir hjá SÁÁ tekur undir orð ráðherra og segir mikla aukningu í dagdrykkju sérstaklega varhugaverða. Í kringum 1990 hafi um sautján prósent skjólstæðinga sem lögðust inn á Vog með áfengisvanda neytt áfengis daglega. „Núna þegar við skoðun síðasta ár þá hefur í raun neyslan verið komin upp í 66 prósent þannig að neyslan á þessu tímabili hefur meira en þrefaldast. Við erum að sjá líka það að neyslan er jafnvel yfir 70 prósent þeir sem neyta áfengis daglega þeir sem eru 50 ára og eldri. Þannig sérstaklega í eldri aldurshópunum þar sem dagneysla er orðin gríðarlega algeng,“ segir Lára G. Sigurðardóttir læknir hjá SÁÁ. Mestu áhyggjurnar séu pressan frá þinginu og nokkrum þingmönnum um að gera áfengissölu frjálsa. „Það er það sem allir sérfræðingarnir hér í dag hafa verið að vara okkur við,“ segir Lára en netsala áfengis hefur aukist gríðarlega síðustu misseri og þar með stóraukið aðgengi fólks. „Ríkiseinokun er í raun það form af sölufyrirkomulagi sem hefur mesta forvarnargildið fyrir þjóðir og við höfum gert vel hingað til,“ segir Lára. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Fíkn Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Mun fleiri fá skorpulifur vegna áfengisneyslu Skorpulifur er vaxandi vandmál hér á landi en nýgengi hefur margfaldast síðast liðin ár og aukin þörf verður fyrir lifrarígræðslu á næstu árum. Áfengisneysla er helsti orsakavaldurinn að mati lifrarlæknis. 11. janúar 2023 20:01 Áfengisneysla stigmagnast: „Á meðan þeir eru fúnkerandi er best að grípa inn í“ Áfengisneysla Íslendinga hefur stigmagnast og tilfellum skorpulifrar fjölgað, að sögn forstjóra Vogs. Hún segir sjúklinga illa á sig komna vegna drykkju og hvetur fólk til að takast á við vandamálin áður en í óefni er komið. 10. janúar 2023 09:13 Aukin neysla mikið áhyggjuefni Heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni hversu mikið áfengis- og fíkniefnaneysla hefur aukist hér á landi. Áfengisneysla hefur aukist um níu prósent á mann á tíu ára tímabili og notkun á ópíóðum hefur aldrei verið meiri. 2. desember 2021 12:01 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjá meira
Aukið aðgengi að áfengi eykur neyslu var meðal þess sem var rætt á norrænni ráðstefnu um áfengi og lýðheilsu í dag. Í opnunarávarpi sínu sagði heilbrigðisráðherra aukna áfengisneyslu mikið áhyggjuefni. Rætt var um aukna neyslu áfengis síðustu fjörutíu ár. Fram kom í Fréttablaðinu í fyrra að neysla meðal fimmtán ára og eldri hefði nánast tvöfaldast á tímabilinu. „Gögnin um aukinn aðgang eru skýr og óumdeilanleg. Greiðari aðgangur leiðir til aukinnar notkunar. Þetta er staðreynd og þetta er staðreynd sem við verðum að viðurkenna og horfast í augu við og við megum aldrei líta fram hjá henni í forvarnarbaráttunni,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í dag. Læknir hjá SÁÁ tekur undir orð ráðherra og segir mikla aukningu í dagdrykkju sérstaklega varhugaverða. Í kringum 1990 hafi um sautján prósent skjólstæðinga sem lögðust inn á Vog með áfengisvanda neytt áfengis daglega. „Núna þegar við skoðun síðasta ár þá hefur í raun neyslan verið komin upp í 66 prósent þannig að neyslan á þessu tímabili hefur meira en þrefaldast. Við erum að sjá líka það að neyslan er jafnvel yfir 70 prósent þeir sem neyta áfengis daglega þeir sem eru 50 ára og eldri. Þannig sérstaklega í eldri aldurshópunum þar sem dagneysla er orðin gríðarlega algeng,“ segir Lára G. Sigurðardóttir læknir hjá SÁÁ. Mestu áhyggjurnar séu pressan frá þinginu og nokkrum þingmönnum um að gera áfengissölu frjálsa. „Það er það sem allir sérfræðingarnir hér í dag hafa verið að vara okkur við,“ segir Lára en netsala áfengis hefur aukist gríðarlega síðustu misseri og þar með stóraukið aðgengi fólks. „Ríkiseinokun er í raun það form af sölufyrirkomulagi sem hefur mesta forvarnargildið fyrir þjóðir og við höfum gert vel hingað til,“ segir Lára.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Fíkn Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Mun fleiri fá skorpulifur vegna áfengisneyslu Skorpulifur er vaxandi vandmál hér á landi en nýgengi hefur margfaldast síðast liðin ár og aukin þörf verður fyrir lifrarígræðslu á næstu árum. Áfengisneysla er helsti orsakavaldurinn að mati lifrarlæknis. 11. janúar 2023 20:01 Áfengisneysla stigmagnast: „Á meðan þeir eru fúnkerandi er best að grípa inn í“ Áfengisneysla Íslendinga hefur stigmagnast og tilfellum skorpulifrar fjölgað, að sögn forstjóra Vogs. Hún segir sjúklinga illa á sig komna vegna drykkju og hvetur fólk til að takast á við vandamálin áður en í óefni er komið. 10. janúar 2023 09:13 Aukin neysla mikið áhyggjuefni Heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni hversu mikið áfengis- og fíkniefnaneysla hefur aukist hér á landi. Áfengisneysla hefur aukist um níu prósent á mann á tíu ára tímabili og notkun á ópíóðum hefur aldrei verið meiri. 2. desember 2021 12:01 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjá meira
Mun fleiri fá skorpulifur vegna áfengisneyslu Skorpulifur er vaxandi vandmál hér á landi en nýgengi hefur margfaldast síðast liðin ár og aukin þörf verður fyrir lifrarígræðslu á næstu árum. Áfengisneysla er helsti orsakavaldurinn að mati lifrarlæknis. 11. janúar 2023 20:01
Áfengisneysla stigmagnast: „Á meðan þeir eru fúnkerandi er best að grípa inn í“ Áfengisneysla Íslendinga hefur stigmagnast og tilfellum skorpulifrar fjölgað, að sögn forstjóra Vogs. Hún segir sjúklinga illa á sig komna vegna drykkju og hvetur fólk til að takast á við vandamálin áður en í óefni er komið. 10. janúar 2023 09:13
Aukin neysla mikið áhyggjuefni Heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni hversu mikið áfengis- og fíkniefnaneysla hefur aukist hér á landi. Áfengisneysla hefur aukist um níu prósent á mann á tíu ára tímabili og notkun á ópíóðum hefur aldrei verið meiri. 2. desember 2021 12:01
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“