Dagdrykkja meðal sjúklinga SÁÁ þrefaldast á þrjátíu árum Helena Rós Sturludóttir skrifar 19. september 2023 23:00 Lára G. Sigurðardóttir er læknir hjá SÁÁ hún segir áfengisnetverslanir mikið áhyggjuefni. Vísir/Sigurjón Netverslun áfengis er mikið áhyggjuefni að sögn læknis hjá SÁÁ. Áfengisneysla hefur tæplega tvöfaldast á síðustu fjörutíu árum hér á landi hjá fimmtán ára og eldri. Þá hefur fjöldi þeirra skjólstæðinga SÁÁ sem drekkur daglega rúmlega þrefaldast á þrjátíu árum. Aukið aðgengi að áfengi eykur neyslu var meðal þess sem var rætt á norrænni ráðstefnu um áfengi og lýðheilsu í dag. Í opnunarávarpi sínu sagði heilbrigðisráðherra aukna áfengisneyslu mikið áhyggjuefni. Rætt var um aukna neyslu áfengis síðustu fjörutíu ár. Fram kom í Fréttablaðinu í fyrra að neysla meðal fimmtán ára og eldri hefði nánast tvöfaldast á tímabilinu. „Gögnin um aukinn aðgang eru skýr og óumdeilanleg. Greiðari aðgangur leiðir til aukinnar notkunar. Þetta er staðreynd og þetta er staðreynd sem við verðum að viðurkenna og horfast í augu við og við megum aldrei líta fram hjá henni í forvarnarbaráttunni,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í dag. Læknir hjá SÁÁ tekur undir orð ráðherra og segir mikla aukningu í dagdrykkju sérstaklega varhugaverða. Í kringum 1990 hafi um sautján prósent skjólstæðinga sem lögðust inn á Vog með áfengisvanda neytt áfengis daglega. „Núna þegar við skoðun síðasta ár þá hefur í raun neyslan verið komin upp í 66 prósent þannig að neyslan á þessu tímabili hefur meira en þrefaldast. Við erum að sjá líka það að neyslan er jafnvel yfir 70 prósent þeir sem neyta áfengis daglega þeir sem eru 50 ára og eldri. Þannig sérstaklega í eldri aldurshópunum þar sem dagneysla er orðin gríðarlega algeng,“ segir Lára G. Sigurðardóttir læknir hjá SÁÁ. Mestu áhyggjurnar séu pressan frá þinginu og nokkrum þingmönnum um að gera áfengissölu frjálsa. „Það er það sem allir sérfræðingarnir hér í dag hafa verið að vara okkur við,“ segir Lára en netsala áfengis hefur aukist gríðarlega síðustu misseri og þar með stóraukið aðgengi fólks. „Ríkiseinokun er í raun það form af sölufyrirkomulagi sem hefur mesta forvarnargildið fyrir þjóðir og við höfum gert vel hingað til,“ segir Lára. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Fíkn Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Mun fleiri fá skorpulifur vegna áfengisneyslu Skorpulifur er vaxandi vandmál hér á landi en nýgengi hefur margfaldast síðast liðin ár og aukin þörf verður fyrir lifrarígræðslu á næstu árum. Áfengisneysla er helsti orsakavaldurinn að mati lifrarlæknis. 11. janúar 2023 20:01 Áfengisneysla stigmagnast: „Á meðan þeir eru fúnkerandi er best að grípa inn í“ Áfengisneysla Íslendinga hefur stigmagnast og tilfellum skorpulifrar fjölgað, að sögn forstjóra Vogs. Hún segir sjúklinga illa á sig komna vegna drykkju og hvetur fólk til að takast á við vandamálin áður en í óefni er komið. 10. janúar 2023 09:13 Aukin neysla mikið áhyggjuefni Heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni hversu mikið áfengis- og fíkniefnaneysla hefur aukist hér á landi. Áfengisneysla hefur aukist um níu prósent á mann á tíu ára tímabili og notkun á ópíóðum hefur aldrei verið meiri. 2. desember 2021 12:01 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
Aukið aðgengi að áfengi eykur neyslu var meðal þess sem var rætt á norrænni ráðstefnu um áfengi og lýðheilsu í dag. Í opnunarávarpi sínu sagði heilbrigðisráðherra aukna áfengisneyslu mikið áhyggjuefni. Rætt var um aukna neyslu áfengis síðustu fjörutíu ár. Fram kom í Fréttablaðinu í fyrra að neysla meðal fimmtán ára og eldri hefði nánast tvöfaldast á tímabilinu. „Gögnin um aukinn aðgang eru skýr og óumdeilanleg. Greiðari aðgangur leiðir til aukinnar notkunar. Þetta er staðreynd og þetta er staðreynd sem við verðum að viðurkenna og horfast í augu við og við megum aldrei líta fram hjá henni í forvarnarbaráttunni,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í dag. Læknir hjá SÁÁ tekur undir orð ráðherra og segir mikla aukningu í dagdrykkju sérstaklega varhugaverða. Í kringum 1990 hafi um sautján prósent skjólstæðinga sem lögðust inn á Vog með áfengisvanda neytt áfengis daglega. „Núna þegar við skoðun síðasta ár þá hefur í raun neyslan verið komin upp í 66 prósent þannig að neyslan á þessu tímabili hefur meira en þrefaldast. Við erum að sjá líka það að neyslan er jafnvel yfir 70 prósent þeir sem neyta áfengis daglega þeir sem eru 50 ára og eldri. Þannig sérstaklega í eldri aldurshópunum þar sem dagneysla er orðin gríðarlega algeng,“ segir Lára G. Sigurðardóttir læknir hjá SÁÁ. Mestu áhyggjurnar séu pressan frá þinginu og nokkrum þingmönnum um að gera áfengissölu frjálsa. „Það er það sem allir sérfræðingarnir hér í dag hafa verið að vara okkur við,“ segir Lára en netsala áfengis hefur aukist gríðarlega síðustu misseri og þar með stóraukið aðgengi fólks. „Ríkiseinokun er í raun það form af sölufyrirkomulagi sem hefur mesta forvarnargildið fyrir þjóðir og við höfum gert vel hingað til,“ segir Lára.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Fíkn Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Mun fleiri fá skorpulifur vegna áfengisneyslu Skorpulifur er vaxandi vandmál hér á landi en nýgengi hefur margfaldast síðast liðin ár og aukin þörf verður fyrir lifrarígræðslu á næstu árum. Áfengisneysla er helsti orsakavaldurinn að mati lifrarlæknis. 11. janúar 2023 20:01 Áfengisneysla stigmagnast: „Á meðan þeir eru fúnkerandi er best að grípa inn í“ Áfengisneysla Íslendinga hefur stigmagnast og tilfellum skorpulifrar fjölgað, að sögn forstjóra Vogs. Hún segir sjúklinga illa á sig komna vegna drykkju og hvetur fólk til að takast á við vandamálin áður en í óefni er komið. 10. janúar 2023 09:13 Aukin neysla mikið áhyggjuefni Heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni hversu mikið áfengis- og fíkniefnaneysla hefur aukist hér á landi. Áfengisneysla hefur aukist um níu prósent á mann á tíu ára tímabili og notkun á ópíóðum hefur aldrei verið meiri. 2. desember 2021 12:01 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
Mun fleiri fá skorpulifur vegna áfengisneyslu Skorpulifur er vaxandi vandmál hér á landi en nýgengi hefur margfaldast síðast liðin ár og aukin þörf verður fyrir lifrarígræðslu á næstu árum. Áfengisneysla er helsti orsakavaldurinn að mati lifrarlæknis. 11. janúar 2023 20:01
Áfengisneysla stigmagnast: „Á meðan þeir eru fúnkerandi er best að grípa inn í“ Áfengisneysla Íslendinga hefur stigmagnast og tilfellum skorpulifrar fjölgað, að sögn forstjóra Vogs. Hún segir sjúklinga illa á sig komna vegna drykkju og hvetur fólk til að takast á við vandamálin áður en í óefni er komið. 10. janúar 2023 09:13
Aukin neysla mikið áhyggjuefni Heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni hversu mikið áfengis- og fíkniefnaneysla hefur aukist hér á landi. Áfengisneysla hefur aukist um níu prósent á mann á tíu ára tímabili og notkun á ópíóðum hefur aldrei verið meiri. 2. desember 2021 12:01