Vill setja reglur um vefverslanir frekar en að afneita þeim Jón Þór Stefánsson skrifar 20. september 2023 08:01 „Áfengi er staðreynd í okkar samfélagi,“ segir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sem leggur til að netverslanir sem selji áfengi verði leyfðar í meira mæli. Vísir/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir mikilvægt að setja reglur um vefverslanir sem selja áfengi hér á landi. Hún hefur lagt fram frumvarp um að leyfa verslanirnar í meira mæli hér á landi. Hún segir Íslendinga neyta áfengis sama hvort þær reglur séu til staðar eða ekki og því skipti máli að reglurnar séu til staðar til að tryggja sanngirni á markaði. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Hildur mikilvægt að halda því til haga að netverslun á áfengi væri nú þegar heimil á Íslandi í gegnum EES-samninginn. Það ætti hins vegar bara við um erlendar verslanir. Hún segir frumvarpið snúast um að jafna leikinn fyrir aðila á íslenskum markaði, og búa til regluumgjörð um vefverslun á áfengi sem hún vill meina að sé mjög óljós í dag. Gagnrýnisraddir hafa bent á að með vefverslunum síðustu ára hafi áfengisneysla og dagdrykkja aukist verulega á síðustu árum. Hildur var spurð hvort frumvarpið væri ekki að koma í veg fyrir lítið vandamál en á sama tíma búa til en stærra vandamál úr áfengisneyslunni. „Aðgengi að áfengi hefur margfaldast á undanförnum árum, ekki bara í vínveitingaleyfum, ÁTVR hefur líka fjölgað sölustöðum og lengt opnunartímann og svo framvegis,“ viðurkenndi Hildur. „Áfengi er staðreynd í okkar samfélagi. Okkur finnst því skynsamlegra að eyða fókus og fjármunum í forvarnir og fræðslu, í staðinn fyrir að afneita því að hér sé lögleg verslun til staðar, sem er miklu skynsamlegra að setja almennilega umgjörð utan um.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var einnig rætt um gagnrýni á frekari útbreiðslu áfengis. Hægt er að sjá klippuna í spilaranum hér fyrir neðan. Hildur bendir á að þetta mál hafi verið fast innan ríkisstjórnarinnar. Hún segir ekkert launungarmál að fólk innan Vinstri grænna og Framsóknar sé ekki hrifnir af frumvarpinu. „Það er bara staðreynd,“ bætir hún við, og segir að það sé jafnframt staðreynd að verslunin sé nú þegar til og að almenningur kunni vel við hana. „Er ekki skynsamlegra að horfast í augu við það og setja reglur i staðinn fyrir að afneita því að hún sé hérna?“ spurði hún um netverslanirnar og beindi að spurningunni að þeim sem eru andvígir frumvarpinu. Áfengi og tóbak Verslun Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Netverslun með áfengi Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Hún segir Íslendinga neyta áfengis sama hvort þær reglur séu til staðar eða ekki og því skipti máli að reglurnar séu til staðar til að tryggja sanngirni á markaði. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Hildur mikilvægt að halda því til haga að netverslun á áfengi væri nú þegar heimil á Íslandi í gegnum EES-samninginn. Það ætti hins vegar bara við um erlendar verslanir. Hún segir frumvarpið snúast um að jafna leikinn fyrir aðila á íslenskum markaði, og búa til regluumgjörð um vefverslun á áfengi sem hún vill meina að sé mjög óljós í dag. Gagnrýnisraddir hafa bent á að með vefverslunum síðustu ára hafi áfengisneysla og dagdrykkja aukist verulega á síðustu árum. Hildur var spurð hvort frumvarpið væri ekki að koma í veg fyrir lítið vandamál en á sama tíma búa til en stærra vandamál úr áfengisneyslunni. „Aðgengi að áfengi hefur margfaldast á undanförnum árum, ekki bara í vínveitingaleyfum, ÁTVR hefur líka fjölgað sölustöðum og lengt opnunartímann og svo framvegis,“ viðurkenndi Hildur. „Áfengi er staðreynd í okkar samfélagi. Okkur finnst því skynsamlegra að eyða fókus og fjármunum í forvarnir og fræðslu, í staðinn fyrir að afneita því að hér sé lögleg verslun til staðar, sem er miklu skynsamlegra að setja almennilega umgjörð utan um.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var einnig rætt um gagnrýni á frekari útbreiðslu áfengis. Hægt er að sjá klippuna í spilaranum hér fyrir neðan. Hildur bendir á að þetta mál hafi verið fast innan ríkisstjórnarinnar. Hún segir ekkert launungarmál að fólk innan Vinstri grænna og Framsóknar sé ekki hrifnir af frumvarpinu. „Það er bara staðreynd,“ bætir hún við, og segir að það sé jafnframt staðreynd að verslunin sé nú þegar til og að almenningur kunni vel við hana. „Er ekki skynsamlegra að horfast í augu við það og setja reglur i staðinn fyrir að afneita því að hún sé hérna?“ spurði hún um netverslanirnar og beindi að spurningunni að þeim sem eru andvígir frumvarpinu.
Áfengi og tóbak Verslun Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Netverslun með áfengi Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira