Schmeichel ekki hrifinn af hugmyndafræði Arteta þegar kemur að markvörðum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2023 08:30 Peter Schmeichel varð fimm sinnum Englandsmeistari, þrívegis enskur bikarmeistari og einu sinni Evrópumeistari með Man Utd. Vísir/Getty Images Peter Schmeichel, margfaldur Englandsmeistari með Manchester United og Evrópumeistari með Danmörku, er ekki hrifinn af uppátæki Mikel Arteta, þjálfara Arsenal. Hann vill deila spilatíma markvarða sinna og jafnvel skipta um markvörð í miðjum leik þó ekkert ami að þeim sem er inn á. Eftir sigur Arsenal á Everton í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi var Arteta spurður í stöðu mála er kemur að markvörðum liðsins en David Raya spilaði leikinn í stað Aaron Ramsdale. Sá síðarnefndi hefur verið aðalmarkvörður Arsenal frá 2021 en Raya gekk í raðir félagsins á láni frá Brentford í sumar. Spurður í markverðina sína tvö sagðist Arteta stöðuna eins og allar aðrar á vellinum, og þar deili menn spilatímanum sín á milli. Oftar en ekki gera þjálfarar taktískar breytingar og virðist sem Arteta ætli að gera það með markverðina sína í vetur. Þessu er Peter Schmeichel ekki par hrifinn af. „Ég skil ekki hvernig þjálfari getur komist að þeirri niðurstöðu að það sé frábært að hafa samkeppni um treyju númer eitt. Markmannsstaðan, hún er mjög næm. Þú getur ekki skapað neitt upp á eigin spýtur, þú þarft að bíða eftir að hlutir gerist,“ sagði Schmeichel í viðtali við BBC 5 Live í Bretlandi. Will David Raya's signing create problems for Arsenal?Peter Schmeichel thinks so #BBCFootball pic.twitter.com/4iZoBdRWC0— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) August 9, 2023 „Þú ert nú að biðja markvörðinn þinn um að sýna og sanna að hann sé betri en hinn markvörður liðsins. Það þýðir að nú þarf markvörðurinn að fara og gera hluti, sem þjálfari þá viltu það ekki.“ „Þetta er eina staðan á vellinum sem þú vilt stöðugleika og öryggi í. Þegar þú ert með samkeppni þá spilar markvörðurinn leiki fyrir sjálfan sig og fyrir stöðuna.“ „Ég skil það ekki. Það sem gerist er að þetta býr til óöryggi hjá báðum markvörðum. Á sama tíma ertu mögulega að búa til slæmt andrúmsloft í búningsklefanum því þetta er hrein og bein samkeppni milli tveggja manna þar sem annar mun spila og hinn mun sitja á bekknum.“ Aaron Ramsdale had started 76 of the last 77 Premier League games, but Mikel Arteta gave David Raya his Arsenal debut in their 1-0 win over Everton.Why shouldn t the goalkeepers have competition just like the players at every other position on the pitch? @mattpyzdrowski— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 18, 2023 „Þeir þurfa að vita að ef hlutirnir misheppnast, sem þeir gera endrum og eins, að þjálfarinn muni bara segja þeim að það sé allt í lagi og að þeir séu enn aðalmarkvörður liðsins. Sem markvörður þarftu þetta sjálfstraust. Ef þú hefur það ekki þá getur þú ertu ekki upp á þitt besta fyrir liðið,“ sagði Schmeichel að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dæmd úr leik aðeins tíu metra frá marki Sport Þórir hættir sem þjálfari þeirra norsku Handbolti Keyrði niður körfuboltamann sem lést Körfubolti „Á ekki líða fyrir það að vera sonur minn“ Íslenski boltinn Segir að Heimir Hallgríms verði að sýna hver sé stjórinn Fótbolti Fór af velli á þrettándu mínútu í síðasta leiknum Fótbolti Leikdagur í Izmir: Sálfræðihernaður í gangi í Tyrklandi Fótbolti Ritaði ítarlega grein um Gylfa Þór: „Íslenska þjóðin í hans horni“ Íslenski boltinn Gary Martin kveður Ísland: „Takk fyrir mig“ Íslenski boltinn Missti pabba sinn og kærasta en vill halda nafninu á lofti með titlum Sport Fleiri fréttir Van Dijk vill vera áfram hjá Liverpool Tilbúinn að kaupa Boehly út Vill gera fjölskylduna stolta en það getur reynst þrautin þyngri Rooney kann enn að gera glæsimörk Ron Yeats látinn Romeo Beckham leggur skóna á hilluna Mendy mætir Man City í dómsal Emma Hayes: Karlarnir ekki tilbúnir fyrir kvenþjálfara Mjög afdrifaríkur hnerri Það besta í lífinu hjá Ödegaard Chelsea leyfir Cole Palmer ekki að spila í Evrópukeppninni í vetur Heillaður af stráknum sem fór frá Chelsea til Liverpool Kallar Man. Utd liðið FC Hollywood Chelsea fær leyfi til að „redda sér“ með því að selja tvö hótel Tjáði sig loks eftir að hafa hafnað Liverpool „Tilgangslaust“ að ræða um ensku stjörnurnar sem Heimir getur ekki notað Guardiola birtist óvænt á bókasafni í Osló Enska liðið missir þrjá öfluga menn fyrir leikinn á móti Heimi Steve Bruce fær enn starf í enska boltanum Leicester City vann áfrýjunina Besta byrjunin á öldinni í bestu deildunum Bamba verður minnst um helgina Metin kolféllu í kaupum á fótboltakonum Lýsa yfir fullum stuðningi við Ten Hag Slot fór í saumana á öruggum sigri sinna manna á Old Trafford Nýr miðjumaður Arsenal frá næstu tvo mánuðina Neita að selja Trossard Söguleg byrjun Slot Eiginkonan kom Casemiro til varnar eftir martröðina í gær „Munum eiga góða möguleika á að lyfta bikar“ Sjá meira
Eftir sigur Arsenal á Everton í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi var Arteta spurður í stöðu mála er kemur að markvörðum liðsins en David Raya spilaði leikinn í stað Aaron Ramsdale. Sá síðarnefndi hefur verið aðalmarkvörður Arsenal frá 2021 en Raya gekk í raðir félagsins á láni frá Brentford í sumar. Spurður í markverðina sína tvö sagðist Arteta stöðuna eins og allar aðrar á vellinum, og þar deili menn spilatímanum sín á milli. Oftar en ekki gera þjálfarar taktískar breytingar og virðist sem Arteta ætli að gera það með markverðina sína í vetur. Þessu er Peter Schmeichel ekki par hrifinn af. „Ég skil ekki hvernig þjálfari getur komist að þeirri niðurstöðu að það sé frábært að hafa samkeppni um treyju númer eitt. Markmannsstaðan, hún er mjög næm. Þú getur ekki skapað neitt upp á eigin spýtur, þú þarft að bíða eftir að hlutir gerist,“ sagði Schmeichel í viðtali við BBC 5 Live í Bretlandi. Will David Raya's signing create problems for Arsenal?Peter Schmeichel thinks so #BBCFootball pic.twitter.com/4iZoBdRWC0— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) August 9, 2023 „Þú ert nú að biðja markvörðinn þinn um að sýna og sanna að hann sé betri en hinn markvörður liðsins. Það þýðir að nú þarf markvörðurinn að fara og gera hluti, sem þjálfari þá viltu það ekki.“ „Þetta er eina staðan á vellinum sem þú vilt stöðugleika og öryggi í. Þegar þú ert með samkeppni þá spilar markvörðurinn leiki fyrir sjálfan sig og fyrir stöðuna.“ „Ég skil það ekki. Það sem gerist er að þetta býr til óöryggi hjá báðum markvörðum. Á sama tíma ertu mögulega að búa til slæmt andrúmsloft í búningsklefanum því þetta er hrein og bein samkeppni milli tveggja manna þar sem annar mun spila og hinn mun sitja á bekknum.“ Aaron Ramsdale had started 76 of the last 77 Premier League games, but Mikel Arteta gave David Raya his Arsenal debut in their 1-0 win over Everton.Why shouldn t the goalkeepers have competition just like the players at every other position on the pitch? @mattpyzdrowski— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 18, 2023 „Þeir þurfa að vita að ef hlutirnir misheppnast, sem þeir gera endrum og eins, að þjálfarinn muni bara segja þeim að það sé allt í lagi og að þeir séu enn aðalmarkvörður liðsins. Sem markvörður þarftu þetta sjálfstraust. Ef þú hefur það ekki þá getur þú ertu ekki upp á þitt besta fyrir liðið,“ sagði Schmeichel að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dæmd úr leik aðeins tíu metra frá marki Sport Þórir hættir sem þjálfari þeirra norsku Handbolti Keyrði niður körfuboltamann sem lést Körfubolti „Á ekki líða fyrir það að vera sonur minn“ Íslenski boltinn Segir að Heimir Hallgríms verði að sýna hver sé stjórinn Fótbolti Fór af velli á þrettándu mínútu í síðasta leiknum Fótbolti Leikdagur í Izmir: Sálfræðihernaður í gangi í Tyrklandi Fótbolti Ritaði ítarlega grein um Gylfa Þór: „Íslenska þjóðin í hans horni“ Íslenski boltinn Gary Martin kveður Ísland: „Takk fyrir mig“ Íslenski boltinn Missti pabba sinn og kærasta en vill halda nafninu á lofti með titlum Sport Fleiri fréttir Van Dijk vill vera áfram hjá Liverpool Tilbúinn að kaupa Boehly út Vill gera fjölskylduna stolta en það getur reynst þrautin þyngri Rooney kann enn að gera glæsimörk Ron Yeats látinn Romeo Beckham leggur skóna á hilluna Mendy mætir Man City í dómsal Emma Hayes: Karlarnir ekki tilbúnir fyrir kvenþjálfara Mjög afdrifaríkur hnerri Það besta í lífinu hjá Ödegaard Chelsea leyfir Cole Palmer ekki að spila í Evrópukeppninni í vetur Heillaður af stráknum sem fór frá Chelsea til Liverpool Kallar Man. Utd liðið FC Hollywood Chelsea fær leyfi til að „redda sér“ með því að selja tvö hótel Tjáði sig loks eftir að hafa hafnað Liverpool „Tilgangslaust“ að ræða um ensku stjörnurnar sem Heimir getur ekki notað Guardiola birtist óvænt á bókasafni í Osló Enska liðið missir þrjá öfluga menn fyrir leikinn á móti Heimi Steve Bruce fær enn starf í enska boltanum Leicester City vann áfrýjunina Besta byrjunin á öldinni í bestu deildunum Bamba verður minnst um helgina Metin kolféllu í kaupum á fótboltakonum Lýsa yfir fullum stuðningi við Ten Hag Slot fór í saumana á öruggum sigri sinna manna á Old Trafford Nýr miðjumaður Arsenal frá næstu tvo mánuðina Neita að selja Trossard Söguleg byrjun Slot Eiginkonan kom Casemiro til varnar eftir martröðina í gær „Munum eiga góða möguleika á að lyfta bikar“ Sjá meira