Segist sjá eftir því að hafa ekki skipt um markmann í miðjum leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. september 2023 09:30 Stuðningsmenn Arsenal mega búast við því að Mikel Arteta nýti skiptingar í leikjum vetrarins til að skipta um markmann. Michael Regan/Getty Images Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segist oft hafa hugsað um það að skipta um markmann í miðjumn leik og að hann sjái eftir því að hafa ekki gert það hingað til. Það vakti athygli fyrir leik Arsenal gegn Everton í gær að Spánverjinn David Raya var í byrjunarliði Arsenal á kostnað Aaron Ramsdale. Raya var fenginn til Arsenal á láni frá Brentford fyrir tímabilið, en hingað til hefur Ramsdale haldið sæti sínu sem aðalmarkvörður liðsins. Eftir komu Raya og vangaveltur margra um markvarðarstöðuna hefur Arteta þó talað um að eins og annars staðar á vellinum þurfi menn að keppast um stöðurnar. Aðspurður út í ástæðu þess að Raya væri í byrjunarliðinu í gær í staðin fyrir Ramsdale voru svörin á þá leið hjá spænska þjálfaranum. „Það er sama ástæða og af hverju Fabio Viera spilaði og Gabriel Jesus ekki. Ég er ekki búinn að fá eina einustu spurningu um það af hverju Gabriel hefur ekki verið að byrja. Hann er búinn að vinna fleiri titla en nokkur annar í hópnum,“ sagði Arteta. „Ég vil að Aaron [Ramsdale] bregðist við eins og Gabriel Jesus. Eins og Kai Havertz og Takehiro Tomiyaso. Nákvæmlega eins. Við spilum með ellefu leikmenn, ekki tíu plús einn.“ Mikel Arteta on David Raya selected and Ramsdale benched: “Trust me — it’s like playing Fabio Vieira or Eddie Nketiah… it is nothing different”. 🔴⚪️ #AFC“I have 11 players to pick and no-one is different”. pic.twitter.com/jfzvT93P9T— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 17, 2023 „Ég er ungur stjóri sem er búinn að vera í starfi í þrjú og hálft ár. Það er fátt sem ég sé eftir, en eitt af því gerðist tvisvar. Einu sinni á 60. mínútu og einu sinni á 85. mínútu í tveimur mismunandi leikjum þegar mér fannst eins og ég þyrfti að skipta um markmann á þeim stundum.“ „Ég gerði það ekki því ég þorði því ekki. En ég get tekið vængmann af velli og sett miðvörð inn á til að breyta í fimm manna varnarlínu og halda í úrslit. Við gerðum jafntefli í þessum tveimur leikjum sem ég er að tala um og ég var ótrúlega fúll út í sjálfan mig,“ sagði Arteta að lokum. Enski boltinn Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Það vakti athygli fyrir leik Arsenal gegn Everton í gær að Spánverjinn David Raya var í byrjunarliði Arsenal á kostnað Aaron Ramsdale. Raya var fenginn til Arsenal á láni frá Brentford fyrir tímabilið, en hingað til hefur Ramsdale haldið sæti sínu sem aðalmarkvörður liðsins. Eftir komu Raya og vangaveltur margra um markvarðarstöðuna hefur Arteta þó talað um að eins og annars staðar á vellinum þurfi menn að keppast um stöðurnar. Aðspurður út í ástæðu þess að Raya væri í byrjunarliðinu í gær í staðin fyrir Ramsdale voru svörin á þá leið hjá spænska þjálfaranum. „Það er sama ástæða og af hverju Fabio Viera spilaði og Gabriel Jesus ekki. Ég er ekki búinn að fá eina einustu spurningu um það af hverju Gabriel hefur ekki verið að byrja. Hann er búinn að vinna fleiri titla en nokkur annar í hópnum,“ sagði Arteta. „Ég vil að Aaron [Ramsdale] bregðist við eins og Gabriel Jesus. Eins og Kai Havertz og Takehiro Tomiyaso. Nákvæmlega eins. Við spilum með ellefu leikmenn, ekki tíu plús einn.“ Mikel Arteta on David Raya selected and Ramsdale benched: “Trust me — it’s like playing Fabio Vieira or Eddie Nketiah… it is nothing different”. 🔴⚪️ #AFC“I have 11 players to pick and no-one is different”. pic.twitter.com/jfzvT93P9T— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 17, 2023 „Ég er ungur stjóri sem er búinn að vera í starfi í þrjú og hálft ár. Það er fátt sem ég sé eftir, en eitt af því gerðist tvisvar. Einu sinni á 60. mínútu og einu sinni á 85. mínútu í tveimur mismunandi leikjum þegar mér fannst eins og ég þyrfti að skipta um markmann á þeim stundum.“ „Ég gerði það ekki því ég þorði því ekki. En ég get tekið vængmann af velli og sett miðvörð inn á til að breyta í fimm manna varnarlínu og halda í úrslit. Við gerðum jafntefli í þessum tveimur leikjum sem ég er að tala um og ég var ótrúlega fúll út í sjálfan mig,“ sagði Arteta að lokum.
Enski boltinn Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira