Segir það rangt að fólki hafi verið sagt að halda sig heima Lovísa Arnardóttir skrifar 16. september 2023 07:46 Mikill fjöldi er við leit í Derna en alþjóðleg teymi virðast, samkvæmt erlendum miðlum, ekki partur af leitinni. Mikill fjöldi er talinn fastur undir rústum enn þó margir hafi horfið líka horfið með flóðunum út í haf þegar stíflurnar brustu. Vísir/EPA Íbúar í hafnarborginni Derna segjast engar viðvaranir hafa fengið áður en stormur skall á síðasta sunnudag. Allt að ellefu þúsund eru látin og þúsundir enn týnd. Embættismenn segjast hafa skipað rýmingu og varað fólk við. Othman Abdul Jalil, talsmaður ríkisstjórnar Líbíu í Benghazi, þvertekur fyrir ásakanir um að margir sem létust í flóðum í síðustu viku í kjölfar storms hafi verið sagt að halda sig heima. Íbúar í Derna hafa sagt blaðamönnum breska ríkisútvarpsins að þau hafi fengið misvísandi skilaboð frá þeim tveimur ólíku ríkisstjórnum sem starfandi eru í landinu um það hvenær þau hefðu átt að yfirgefa heimili sín og koma sér í skjól. Á vef AP segja íbúar svipaða sögu en þar segir að íbúar hafi í raun ekki vitað af hættu fyrr en þau heyrðu í stíflunum bresta. Tæp vika er frá hamfaraflóðunum í hafnarborginni Derna í Líbíu en tvær stíflur brustu í kjölfar storms sem gekk yfir austurhluta landsins á sunnudag. Ásakanir hafa komið fram frá því að þær brustu um að viðhaldi hafi ekki verið sinnt nægilega vel og hefur verið kallað eftir ítarlegri rannsókn á því hvað gerðist. Mikilvægir innviðir eins og vegir og samskiptakerfi eyðilögðust í flóðunum sem hafa gert björgunaraðgerðir afar erfiðar. Talið er að allt frá sex til ellefu þúsund séu látin og þúsundir enn týnd. Borgarstjóri borgarinnar hefur varað við því að tala látinna gæti náð allt að 20 þúsund. Borgarstjórinn segist hafa skipað rýmingu þremur eða fjórum dögum fyrir flóðin en ekki hefur verið hægt að staðfesta það að sögn fréttar BBC. Othman Abdul Jalil segir þetta ekki rétt og að hermenn hafi beðið fólk að fara en viðurkennir að fólk hafi mögulega ekki tekið viðvaranir þeirra alvarlega. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Ekki fleiri fjöldagrafir Alls bjuggu um hundrað þúsund í borginni fyrir hamfarirnar. Búið er að jarða um þúsund í fjöldagröfum en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur beðið yfirvöld að jarða ekki fleiri með þeim hætti. Það geti haft alvarleg andleg áhrif til langs tíma fyrir syrgjandi fjölskyldur. Fram kemur í umfjöllun BBC, sem er á vettvangi, að mikill fjöldi sé við leit og björgun í borginni en að alþjóðleg teymi virðist ekki vera partur af því. Vitnað er í talsmann Rauða Krossins sem segir það „martröð“ að samhæfa aðgerðir í landinu. Aðstæður eru erfiðar þar, og hafa verið í um áratug, vegna átaka. Tvær ríkisstjórnir eru starfandi í landinu, önnur í vestri og hin í austri. Aðeins önnur, sú í vestri, er viðurkennd alþjóðlega. Jens Laerke hjá Sameinuðu þjóðunum segir í samtali við BBC að þau reyni nú að koma í veg fyrir að önnur neyð taki við af flóðunum en mikil hætta er á að ýmsir sjúkdómar fari á kreik þegar erfitt er að gæta að hreinlæti. Þá líða margir vatns- og matarskort sem hafa misst heimili sín. Líbía Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fleiri en tvö þúsund lík fundin eftir flóðin í Líbíu Björgunar- og leitarflokkar hafa fundið meira en tvö þúsund lík í rústum borgarinnar Dernu í austanverðri Líbíu. Yfirvöld óttast að tala látinna gæti náð fimm þúsund þegar uppi er staðið. 13. september 2023 08:34 Þúsundir látin eða týnd og heilt hverfi horfið í haf Um tíu þúsund eru týnd eða þúsundir látin í kjölfar hamfaraflóða í borginni Derna í Líbíu. Stormurinn Daníel gekk yfir landið á sunnudag upp ströndina frá Miðjarðarhafinu. 12. september 2023 14:56 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Sjá meira
Othman Abdul Jalil, talsmaður ríkisstjórnar Líbíu í Benghazi, þvertekur fyrir ásakanir um að margir sem létust í flóðum í síðustu viku í kjölfar storms hafi verið sagt að halda sig heima. Íbúar í Derna hafa sagt blaðamönnum breska ríkisútvarpsins að þau hafi fengið misvísandi skilaboð frá þeim tveimur ólíku ríkisstjórnum sem starfandi eru í landinu um það hvenær þau hefðu átt að yfirgefa heimili sín og koma sér í skjól. Á vef AP segja íbúar svipaða sögu en þar segir að íbúar hafi í raun ekki vitað af hættu fyrr en þau heyrðu í stíflunum bresta. Tæp vika er frá hamfaraflóðunum í hafnarborginni Derna í Líbíu en tvær stíflur brustu í kjölfar storms sem gekk yfir austurhluta landsins á sunnudag. Ásakanir hafa komið fram frá því að þær brustu um að viðhaldi hafi ekki verið sinnt nægilega vel og hefur verið kallað eftir ítarlegri rannsókn á því hvað gerðist. Mikilvægir innviðir eins og vegir og samskiptakerfi eyðilögðust í flóðunum sem hafa gert björgunaraðgerðir afar erfiðar. Talið er að allt frá sex til ellefu þúsund séu látin og þúsundir enn týnd. Borgarstjóri borgarinnar hefur varað við því að tala látinna gæti náð allt að 20 þúsund. Borgarstjórinn segist hafa skipað rýmingu þremur eða fjórum dögum fyrir flóðin en ekki hefur verið hægt að staðfesta það að sögn fréttar BBC. Othman Abdul Jalil segir þetta ekki rétt og að hermenn hafi beðið fólk að fara en viðurkennir að fólk hafi mögulega ekki tekið viðvaranir þeirra alvarlega. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Ekki fleiri fjöldagrafir Alls bjuggu um hundrað þúsund í borginni fyrir hamfarirnar. Búið er að jarða um þúsund í fjöldagröfum en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur beðið yfirvöld að jarða ekki fleiri með þeim hætti. Það geti haft alvarleg andleg áhrif til langs tíma fyrir syrgjandi fjölskyldur. Fram kemur í umfjöllun BBC, sem er á vettvangi, að mikill fjöldi sé við leit og björgun í borginni en að alþjóðleg teymi virðist ekki vera partur af því. Vitnað er í talsmann Rauða Krossins sem segir það „martröð“ að samhæfa aðgerðir í landinu. Aðstæður eru erfiðar þar, og hafa verið í um áratug, vegna átaka. Tvær ríkisstjórnir eru starfandi í landinu, önnur í vestri og hin í austri. Aðeins önnur, sú í vestri, er viðurkennd alþjóðlega. Jens Laerke hjá Sameinuðu þjóðunum segir í samtali við BBC að þau reyni nú að koma í veg fyrir að önnur neyð taki við af flóðunum en mikil hætta er á að ýmsir sjúkdómar fari á kreik þegar erfitt er að gæta að hreinlæti. Þá líða margir vatns- og matarskort sem hafa misst heimili sín.
Líbía Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fleiri en tvö þúsund lík fundin eftir flóðin í Líbíu Björgunar- og leitarflokkar hafa fundið meira en tvö þúsund lík í rústum borgarinnar Dernu í austanverðri Líbíu. Yfirvöld óttast að tala látinna gæti náð fimm þúsund þegar uppi er staðið. 13. september 2023 08:34 Þúsundir látin eða týnd og heilt hverfi horfið í haf Um tíu þúsund eru týnd eða þúsundir látin í kjölfar hamfaraflóða í borginni Derna í Líbíu. Stormurinn Daníel gekk yfir landið á sunnudag upp ströndina frá Miðjarðarhafinu. 12. september 2023 14:56 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Sjá meira
Fleiri en tvö þúsund lík fundin eftir flóðin í Líbíu Björgunar- og leitarflokkar hafa fundið meira en tvö þúsund lík í rústum borgarinnar Dernu í austanverðri Líbíu. Yfirvöld óttast að tala látinna gæti náð fimm þúsund þegar uppi er staðið. 13. september 2023 08:34
Þúsundir látin eða týnd og heilt hverfi horfið í haf Um tíu þúsund eru týnd eða þúsundir látin í kjölfar hamfaraflóða í borginni Derna í Líbíu. Stormurinn Daníel gekk yfir landið á sunnudag upp ströndina frá Miðjarðarhafinu. 12. september 2023 14:56