Þingmanni sparkað úr leikhúsi: „Veistu ekki hver ég er?“ Árni Sæberg skrifar 15. september 2023 08:36 Lauren Boebert er öldungardeildarþingmaður Repúblikana. Patrick Semansky/AP Lauren Boebert, fulltrúadeildarþingmanni í Bandaríkjunum, var sparkað úr leikhúsi í Denver í gærkvöldi fyrir að hafa reykt rafsígarettu, verið í símanum og með háreysti. Þetta segir í frétt The Denver Post um atvikið. Í tilkynningu frá leikhúsinu segir að tveimur gestum hafi verið vísað á dyr eftir ítrekaðar kvartanir frá öðrum leikhúsgestum. Í tilkynningu er Boebert ekki nafngreind, en í upptökum úr öryggismyndavélum sést greinilega að um þingmanninn er að ræða. Samanklippt myndskeið frá AP fréttaveitunni má sjá hér að neðan: Aðstoðarmaðurinn staðfestir atvikið Blaðamaður Denver Post hafði samband við Drew Sexton, aðstoðarmann Boebert, sem staðfesti að um hana hafi verið að ræða í leikhúsinu. „Ég get staðfest ótrúlegan og hneykslanlegan orðróm um að Boebert þingkona sé stuðningsmaður sviðslistanna í frítíma sínum og, örfáum til armæðu, að hún hafi notið sýningarinnar Beetlejuice ákaft um helgina.“ Beetlejuice er Broadway-söngleikur eftir samnefndri kvikmynd Tims Burton, sem er nú á ferðalagi um Bandaríkin. Sexton þvertekur fyrir það að Boebert hafi reykt rafsígarettu og segir að hún hafi aðeins verið að skemmta sér. Þá hvetur hann alla til þess að fara á leiksýninguna en einnig til þess að skilja símann eftir heima til öryggis. Hringdu á lögreglu Í tilkynningu frá leikhúsinu er haft eftir sætavísi að hann hafi varað Boebert og félaga hennar við í hléi að þeim yrði vísað á dyr, létu þau ekki af háttsemi sinni, eftir að hafa fengið fjölda kvartana frá leikhúsgestum. Þau hafi þó haldið áfram uppteknum hætti eftir hlé og hann því vísað þeim á dyr en þau setið sem fastast. Þá hafi hann sagst ætla að hringja til lögreglu og Boebert hvatt hann til þess. Á meðan þau voru leidd út úr leikhúsinu hafi Boebort sagt hluti á borð við „veistu ekki hver ég er?“, „ég sit í stjórninni [leikhússins] og „ég hef samband við borgarstjórann.“ Bandaríkin Leikhús Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Þetta segir í frétt The Denver Post um atvikið. Í tilkynningu frá leikhúsinu segir að tveimur gestum hafi verið vísað á dyr eftir ítrekaðar kvartanir frá öðrum leikhúsgestum. Í tilkynningu er Boebert ekki nafngreind, en í upptökum úr öryggismyndavélum sést greinilega að um þingmanninn er að ræða. Samanklippt myndskeið frá AP fréttaveitunni má sjá hér að neðan: Aðstoðarmaðurinn staðfestir atvikið Blaðamaður Denver Post hafði samband við Drew Sexton, aðstoðarmann Boebert, sem staðfesti að um hana hafi verið að ræða í leikhúsinu. „Ég get staðfest ótrúlegan og hneykslanlegan orðróm um að Boebert þingkona sé stuðningsmaður sviðslistanna í frítíma sínum og, örfáum til armæðu, að hún hafi notið sýningarinnar Beetlejuice ákaft um helgina.“ Beetlejuice er Broadway-söngleikur eftir samnefndri kvikmynd Tims Burton, sem er nú á ferðalagi um Bandaríkin. Sexton þvertekur fyrir það að Boebert hafi reykt rafsígarettu og segir að hún hafi aðeins verið að skemmta sér. Þá hvetur hann alla til þess að fara á leiksýninguna en einnig til þess að skilja símann eftir heima til öryggis. Hringdu á lögreglu Í tilkynningu frá leikhúsinu er haft eftir sætavísi að hann hafi varað Boebert og félaga hennar við í hléi að þeim yrði vísað á dyr, létu þau ekki af háttsemi sinni, eftir að hafa fengið fjölda kvartana frá leikhúsgestum. Þau hafi þó haldið áfram uppteknum hætti eftir hlé og hann því vísað þeim á dyr en þau setið sem fastast. Þá hafi hann sagst ætla að hringja til lögreglu og Boebert hvatt hann til þess. Á meðan þau voru leidd út úr leikhúsinu hafi Boebort sagt hluti á borð við „veistu ekki hver ég er?“, „ég sit í stjórninni [leikhússins] og „ég hef samband við borgarstjórann.“
Bandaríkin Leikhús Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira