Leggja fram frumvarp um kristinfræði í grunnskólum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. september 2023 15:23 Birgir Þórarinsson er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Vísir/Vilhelm Sex þingmenn á vegum Sjálfstæðisflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna vilja að kristinfræði verði aftur kennd í grunnskólum landsins. Þingmennirnir hafa lagt fram frumvarp vegna málsins og leggja til að kristinfræði verði kennd auk trúarbragðafræði. Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Ásamt honum setja samflokksmenn hans Ásmundur Friðriksson, Vilhjálmur Árnason og Jón Gunnarsson nafn sitt við frumvarpið auk þeirra Bjarna Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna og Jakobs Frímanns Magnússonar, þingmanns Flokks fólksins. Þingmennirnir leggja til að í stað þess að það standi einungis „trúarbragðafræði“ í annarri málsgrein 25. grein laga um grunnskóla muni standa „kristinfræði og trúabragðafræði.“ Markmiðið sé að auka veg kristinfræðikennslu í grunnskólum landsins og færa hana til fyrra horfs, fyrir gildistöku grunnskólalaganna árið 2008. Kristnin samofin sögu þjóðarinnar „Eðlilegt er að spurt sé hvaða hlutverki kristinfræðikennsla geti gegnt í nútímasamfélagi, þar sem sívaxandi veraldarhyggja og fjölhyggja eru áberandi. Andstæðingar kristinfræðikennslu vísa gjarnan til þess að æ fleiri segi sig úr þjóðkirkjunni og fáir trúi á guð,“ segir meðal annars í greinargerð sem fylgir frumvarpinu. „Flutningsmenn eru þeirrar skoðunar að taka eigi tillit til þeirra trúarbragða sem hafa verið ráðandi í mótun menningar okkar og samfélags. Kristni er samofin sögu þjóðarinnar í meira en þúsund ár. Ekki er hægt að skilja menningu okkar nema hafa þekkingu á kristnum gildum, svokölluð fjölmenningarhyggja kemur þar ekki í staðinn.“ Áhersla verði lögð á að nemendur læri að þekkja samkennd og siðferði sem birtist í guðspjöllunum og að nemendur öðlist þjálfun í siðferði með því að þekkja biblíusögurnar og merkingu þeirra. „Í námsgreininni kristinfræði og trúarbragðafræði skal hlutfall kennslu í kristinfræði vera 50% og trúarbragðafræði 50%. Jafnframt þarf að uppfæra og auka námsefni á þessu sviði.“ Skólinn ekki trúboðsstofnun Þingmennirnir segja kennsluna ekki eiga að stangast á við trúfrelsi, skólinn sé ekki trúboðsstofnun. Skólanum sé ætlað að miðla þekkingu og auka skilning á kristinni trú og öðrum trúarbrögðum. Með vaxandi fjölgun íslenskra ríkisborgara sem eru af erlendu bergi brotnist aukist nauðsyn þess að brjóta niður múra á milli menningarheilda og trúarhópa og auka þar með umburðarlyndi. Slíkt sé best gert með sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni og almennri fræðslu um trúarbrögð. „Til að slík fræðsla verði að gagni og nái að stuðla að alhliða þroska nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi þarf hún að ná til allra,“ segir í greinargerðinni. Trúmál Alþingi Grunnskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Ásamt honum setja samflokksmenn hans Ásmundur Friðriksson, Vilhjálmur Árnason og Jón Gunnarsson nafn sitt við frumvarpið auk þeirra Bjarna Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna og Jakobs Frímanns Magnússonar, þingmanns Flokks fólksins. Þingmennirnir leggja til að í stað þess að það standi einungis „trúarbragðafræði“ í annarri málsgrein 25. grein laga um grunnskóla muni standa „kristinfræði og trúabragðafræði.“ Markmiðið sé að auka veg kristinfræðikennslu í grunnskólum landsins og færa hana til fyrra horfs, fyrir gildistöku grunnskólalaganna árið 2008. Kristnin samofin sögu þjóðarinnar „Eðlilegt er að spurt sé hvaða hlutverki kristinfræðikennsla geti gegnt í nútímasamfélagi, þar sem sívaxandi veraldarhyggja og fjölhyggja eru áberandi. Andstæðingar kristinfræðikennslu vísa gjarnan til þess að æ fleiri segi sig úr þjóðkirkjunni og fáir trúi á guð,“ segir meðal annars í greinargerð sem fylgir frumvarpinu. „Flutningsmenn eru þeirrar skoðunar að taka eigi tillit til þeirra trúarbragða sem hafa verið ráðandi í mótun menningar okkar og samfélags. Kristni er samofin sögu þjóðarinnar í meira en þúsund ár. Ekki er hægt að skilja menningu okkar nema hafa þekkingu á kristnum gildum, svokölluð fjölmenningarhyggja kemur þar ekki í staðinn.“ Áhersla verði lögð á að nemendur læri að þekkja samkennd og siðferði sem birtist í guðspjöllunum og að nemendur öðlist þjálfun í siðferði með því að þekkja biblíusögurnar og merkingu þeirra. „Í námsgreininni kristinfræði og trúarbragðafræði skal hlutfall kennslu í kristinfræði vera 50% og trúarbragðafræði 50%. Jafnframt þarf að uppfæra og auka námsefni á þessu sviði.“ Skólinn ekki trúboðsstofnun Þingmennirnir segja kennsluna ekki eiga að stangast á við trúfrelsi, skólinn sé ekki trúboðsstofnun. Skólanum sé ætlað að miðla þekkingu og auka skilning á kristinni trú og öðrum trúarbrögðum. Með vaxandi fjölgun íslenskra ríkisborgara sem eru af erlendu bergi brotnist aukist nauðsyn þess að brjóta niður múra á milli menningarheilda og trúarhópa og auka þar með umburðarlyndi. Slíkt sé best gert með sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni og almennri fræðslu um trúarbrögð. „Til að slík fræðsla verði að gagni og nái að stuðla að alhliða þroska nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi þarf hún að ná til allra,“ segir í greinargerðinni.
Trúmál Alþingi Grunnskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira