Sætta sig ekki við að tekjuhærri fái meiri skattalækkun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. september 2023 12:06 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir fjárlagafrumvarpið gera lítið fyrir komandi kjaraviðræður. Vísir/Vilhelm Nýtt fjárlagafrumvarp stuðlar ekki að gerð langtímasamninga á vinnumarkaði að mati formanns Starfsgreinasambandsins. Hann segist ekki munu sætta sig við það að hátekjufólk fái meiri skattlækkun en þeir sem lægstu launin hafa á næsta ári. Við kynningu fjárlagafrumvarpsins í gær voru boðaðar breytingar á skattkerfinu. Persónuafsláttur hækkar um 8,5 prósent og skattleysis- og þrepamörk hækka um sömu prósentu vegna áður lögfestra breytinga um þróun viðmiðunarfjárhæða í samræmi við verðbólgu. Í Þjóðhagsspá er gert ráð fyrir 7,4 prósent verðbólgu á næsta ári og öll þrepamörk eiga að hækka um 8,5 prósent um áramótin. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, bendir á að lágtekjufólk muni fá minni skattalækkun en þeir tekjuhærri samkvæmt þessu. „Þeir tekjuhæstu munu fá allt að 110 prósenta hærri skattalækkun heldur en lágtekjufólk og millitekjufólk. Sem dæmi að þá mun skattbyrðin hjá einstaklingi sem er með um átta hundruð þúsund krónur lækka um rétt rúmar sjö þúsund krónur miðað við þessa útfærslu. En þegar þú ert kominn upp í eina og hálfa til tvær milljónir hækkar skattalækkunin í kringum rúmar fimmtán þúsund krónur. Og þetta er eitthvað sem við í Starfsgreinasambandinu munum ekki geta fallist á að verði með þessum hætti.“ Í andstöðu við lífskjarasamning Breytingunni var ætlað að koma í veg fyrir svokallað raunskattskrið og verja kaupmátt launa en Vilhjálmur segir að ef útfærslunni verði haldið svona sé það í fullkominni andstöðu við það sem gert var í lífskjarasamningunum. „Þar reyndum að láta lækkun á skattbyrði fljóta betur gagnvart þeim sem höllustum fæti standa í íslensku samfélagi. Þar var skattbyrðin að lækka árið 2019 um því sem nemur tólf til þrettán þúsund krónur en núna er þessu í raun og veru snúið við og hátekjuhópar fá meiri lækkun en þeir sem þurfa á henni að halda.“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, ítrekaði mikilvægi þess að gerðir yrðu ábyrgir langtímasamningar á vinnumarkaði við kynningu á fjárlögum í gær.Vísir/Vilhelm Fram undan er kjaravetur þar sem skammtímasamningar losna í kringum áramót og fjármálaráðherra ítrekaði í gær mikilvægi þess að gerðir yrðu ábyrgir langtímasamningar. „Ég held að það liggi alveg fyrir að það sem er í þessu frumvarpi mun ekki stuðla að því að það verði gerðir langtímasamningar. Ég held að það liggi alveg fyrir og við höfum talað um það í verkalýðshreyfingunni að aðkoma stjórnvalda að þessum kjarasamningum, ef það á að gera langtímasamning, þarf að vera umtalsverð. Og viðræður á milli aðila vinnumarkaðarins og Samtaka atvinnulífsins þurfa að eiga sér stað, þar sem verður farið yfir þau atriði sem við teljum mjög brýnt að stjórnvöld komi með að borðinu. Og ég tel reyndar líka að sveitarfélögin verði að vera aðilar að slíku samkomulagi ef það á að fara gera hér langtímasamning,“ segir Vilhjámur Birgisson, formaður SGS. Stéttarfélög Vinnumarkaður Fjárlagafrumvarp 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Fjármál heimilisins Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Við kynningu fjárlagafrumvarpsins í gær voru boðaðar breytingar á skattkerfinu. Persónuafsláttur hækkar um 8,5 prósent og skattleysis- og þrepamörk hækka um sömu prósentu vegna áður lögfestra breytinga um þróun viðmiðunarfjárhæða í samræmi við verðbólgu. Í Þjóðhagsspá er gert ráð fyrir 7,4 prósent verðbólgu á næsta ári og öll þrepamörk eiga að hækka um 8,5 prósent um áramótin. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, bendir á að lágtekjufólk muni fá minni skattalækkun en þeir tekjuhærri samkvæmt þessu. „Þeir tekjuhæstu munu fá allt að 110 prósenta hærri skattalækkun heldur en lágtekjufólk og millitekjufólk. Sem dæmi að þá mun skattbyrðin hjá einstaklingi sem er með um átta hundruð þúsund krónur lækka um rétt rúmar sjö þúsund krónur miðað við þessa útfærslu. En þegar þú ert kominn upp í eina og hálfa til tvær milljónir hækkar skattalækkunin í kringum rúmar fimmtán þúsund krónur. Og þetta er eitthvað sem við í Starfsgreinasambandinu munum ekki geta fallist á að verði með þessum hætti.“ Í andstöðu við lífskjarasamning Breytingunni var ætlað að koma í veg fyrir svokallað raunskattskrið og verja kaupmátt launa en Vilhjálmur segir að ef útfærslunni verði haldið svona sé það í fullkominni andstöðu við það sem gert var í lífskjarasamningunum. „Þar reyndum að láta lækkun á skattbyrði fljóta betur gagnvart þeim sem höllustum fæti standa í íslensku samfélagi. Þar var skattbyrðin að lækka árið 2019 um því sem nemur tólf til þrettán þúsund krónur en núna er þessu í raun og veru snúið við og hátekjuhópar fá meiri lækkun en þeir sem þurfa á henni að halda.“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, ítrekaði mikilvægi þess að gerðir yrðu ábyrgir langtímasamningar á vinnumarkaði við kynningu á fjárlögum í gær.Vísir/Vilhelm Fram undan er kjaravetur þar sem skammtímasamningar losna í kringum áramót og fjármálaráðherra ítrekaði í gær mikilvægi þess að gerðir yrðu ábyrgir langtímasamningar. „Ég held að það liggi alveg fyrir að það sem er í þessu frumvarpi mun ekki stuðla að því að það verði gerðir langtímasamningar. Ég held að það liggi alveg fyrir og við höfum talað um það í verkalýðshreyfingunni að aðkoma stjórnvalda að þessum kjarasamningum, ef það á að gera langtímasamning, þarf að vera umtalsverð. Og viðræður á milli aðila vinnumarkaðarins og Samtaka atvinnulífsins þurfa að eiga sér stað, þar sem verður farið yfir þau atriði sem við teljum mjög brýnt að stjórnvöld komi með að borðinu. Og ég tel reyndar líka að sveitarfélögin verði að vera aðilar að slíku samkomulagi ef það á að fara gera hér langtímasamning,“ segir Vilhjámur Birgisson, formaður SGS.
Stéttarfélög Vinnumarkaður Fjárlagafrumvarp 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Fjármál heimilisins Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira