Erlent

Tugir krókódíla á flótta í Kína

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Óljóst er hversu margir krókódílar sluppu úr prísund sinni.
Óljóst er hversu margir krókódílar sluppu úr prísund sinni. Getty Images

Rúmlega sjötíu krókódílar sluppu úr prísund sinni í suðurhluta Kína á dögunum og er þeirra nú leitað um alla sveitina.

Dýrin voru í afgirtu stöðuvatni þar sem krókódílar eru ræktaðir en miklar rigningar á svæðinu gerðu það að verkum að vatnsyfirborðið hækkaði þannig að þeim tókst að synda yfir girðinguna. Yfirvöld hafa varað íbúa í nærliggjandi þorpum við að vera á ferðinni utandyra og reyna þau nú að finna dýrin sem hurfu út í náttúruna.

Óljóst er hvernig það hefur gengið en kínverskir ríkismiðlar hafa þó sagt að átta hafi verið handsamaðir að nýju og sumir hafa verið skotnir þar sem til þeirra sást. Þó er ljóst að mörg dýr leika enn lausum hala og í raun er einnig óljóst hversu margir krókódílar sluppu.

Krókódílar eru ræktaðir í Kína í nokkrum mæli en krókódílaleður er vinsælt þar í landi auk þess sem kjötið af þeim er borðað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×