Fótbolti

Við­­tal Morgan við Ru­bi­a­­les nú þegar harð­­lega gagn­rýnt: „Gaf honum plássið“

Aron Guðmundsson skrifar
Skjáskot úr viðtali Piers Morgan við Luis Rubiales, fyrrum forseta spænska knattspyrnusambandsins
Skjáskot úr viðtali Piers Morgan við Luis Rubiales, fyrrum forseta spænska knattspyrnusambandsins Vísir/Skjáskot

Við­tal breska fjöl­miðla­mannsins Pi­ers Morgan við Luis Ru­bi­a­les, nú fyrrum for­seta spænska knatt­spyrnu­sam­bandsins, var í gær sýnt í heild sinni í fyrsta skipti en eins og frægt er orðið greindi Ru­bi­a­les frá af­sögn sinni úr em­bætti for­seta knatt­spyrnu­sam­bandsins í við­talinu.

Nú þegar er við­talið orðið mjög um­deilt en í við­talinu segist Ru­bi­a­les hafa neitað að biðja Jenni Her­mos­o, leik­mann spænska kvenna­lands­liðsins, af­sökunar á ó­um­beðnum rembings­kossi sem hann smellti á hana eftir að Spán­verjar höfðu tryggt sér heims­meistara­titilinn í fót­bolta fyrr í sumar.

Hann segist hafa gert mis­tök með kossinum en að hann hafi verið í sátt beggja aðila. Ru­bi­a­les er ekki hræddur um að málið fari fyrir dóm­stóla en hafin er rann­sókn á Spáni sem mun á endanum leiða það í ljós hvort grund­völlur sé fyrir því að fara með það fyrir dóm­stóla.

„Horfðu framan í mig. Ég er góður maður,“ sagði Ru­bi­a­les við Morgan að­spurður hvort hann hefði á­hyggjur á að málið yrði að saka­máli fyrir dóm­stólum.

Sam­kvæmt spænskum lögum getur ó­um­beðinn koss talist sem kyn­ferðis­brot sem fylgir eins til fjögurra ára fangelsis­dómur. Ru­bi­a­les er sakaður um kyn­ferðis­lega á­reitni og þvingandi hegðun og hefur málið tröll­riðið fjöl­miðlum allt frá úr­slita­leiknum sjálfum á HM í Ástralíu og Nýja-Sjá­landi.

Auk þess að kyssa Her­mos­o á munninn og fleiri leik­menn til greip Ru­bi­a­les í klofið á sér eftir að úr­slita­leik HM lauk. Skammt frá honum í heiðurs­stúkunni var Spánar­drottning á­samt ung­lings­dóttur sinni.

Að­spurður hvort hann hefði hegðað sér eins gagn­vart spænska karla­lands­liðinu hefðu þeir verið að fagna þessum á­fanga, hafði Ru­bi­a­les þetta að segja:

„Í öllum svona fögnuðum, bæði með konum og körlum. Þetta er bara eðli­legur hlutur. Nokkrum mínútum fyrir þennan koss lyftu leik­menn mér upp. Allir voru glaðir og ég held að Spán­verjar, og þetta er menningar­legs eðlis, eru svona á­þreifan­leg í sínum sam­skiptum, þetta telst bara sem eðli­legur hlutur.“

Og enn fann hann til­hneigingu til að stimpla sig sem góða manninn:

„Horfðu framan í mig, ég er góður maður. Horfðu framan í mig, horfðu í augu mín.“

Gagnrýnir nálgun Morgan harðlega

Susanne Wrack, pistla­höfundur The Guar­dian, gagn­rýnir Pi­ers Morgan, sem tók við­talið, harð­lega fyrir lé­legar spurningar í við­talinu.

„Við þekkjum Pi­ers Morgan,“ skrifar Susanne í pistli sem birtist á vef The Guar­dian í morgun. „Við vitum hvar hann stendur í þessum málum og hvað hann telur vera af­leiðingu woke-isma. Við vitum hvar hann stendur gagn­vart konum.“

Ru­bi­a­les hafi ekki veitt Pi­ers Morgan einka­við­tal vegna þess að hann vildi hreinsa nafn sitt með því að vera undir smásjánni og settur undir pressu í við­talinu.

„Hann gerði þetta vegna þess að Morgan var til í að gefa honum plássið til þess að segja það sem hann vildi.“

Pistil Susanne má lesa í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×