Viðtal Morgan við Rubiales nú þegar harðlega gagnrýnt: „Gaf honum plássið“ Aron Guðmundsson skrifar 13. september 2023 09:00 Skjáskot úr viðtali Piers Morgan við Luis Rubiales, fyrrum forseta spænska knattspyrnusambandsins Vísir/Skjáskot Viðtal breska fjölmiðlamannsins Piers Morgan við Luis Rubiales, nú fyrrum forseta spænska knattspyrnusambandsins, var í gær sýnt í heild sinni í fyrsta skipti en eins og frægt er orðið greindi Rubiales frá afsögn sinni úr embætti forseta knattspyrnusambandsins í viðtalinu. Nú þegar er viðtalið orðið mjög umdeilt en í viðtalinu segist Rubiales hafa neitað að biðja Jenni Hermoso, leikmann spænska kvennalandsliðsins, afsökunar á óumbeðnum rembingskossi sem hann smellti á hana eftir að Spánverjar höfðu tryggt sér heimsmeistaratitilinn í fótbolta fyrr í sumar. Hann segist hafa gert mistök með kossinum en að hann hafi verið í sátt beggja aðila. Rubiales er ekki hræddur um að málið fari fyrir dómstóla en hafin er rannsókn á Spáni sem mun á endanum leiða það í ljós hvort grundvöllur sé fyrir því að fara með það fyrir dómstóla. „Horfðu framan í mig. Ég er góður maður,“ sagði Rubiales við Morgan aðspurður hvort hann hefði áhyggjur á að málið yrði að sakamáli fyrir dómstólum. Samkvæmt spænskum lögum getur óumbeðinn koss talist sem kynferðisbrot sem fylgir eins til fjögurra ára fangelsisdómur. Rubiales er sakaður um kynferðislega áreitni og þvingandi hegðun og hefur málið tröllriðið fjölmiðlum allt frá úrslitaleiknum sjálfum á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Auk þess að kyssa Hermoso á munninn og fleiri leikmenn til greip Rubiales í klofið á sér eftir að úrslitaleik HM lauk. Skammt frá honum í heiðursstúkunni var Spánardrottning ásamt unglingsdóttur sinni. Aðspurður hvort hann hefði hegðað sér eins gagnvart spænska karlalandsliðinu hefðu þeir verið að fagna þessum áfanga, hafði Rubiales þetta að segja: „Í öllum svona fögnuðum, bæði með konum og körlum. Þetta er bara eðlilegur hlutur. Nokkrum mínútum fyrir þennan koss lyftu leikmenn mér upp. Allir voru glaðir og ég held að Spánverjar, og þetta er menningarlegs eðlis, eru svona áþreifanleg í sínum samskiptum, þetta telst bara sem eðlilegur hlutur.“ Og enn fann hann tilhneigingu til að stimpla sig sem góða manninn: „Horfðu framan í mig, ég er góður maður. Horfðu framan í mig, horfðu í augu mín.“ Gagnrýnir nálgun Morgan harðlega Susanne Wrack, pistlahöfundur The Guardian, gagnrýnir Piers Morgan, sem tók viðtalið, harðlega fyrir lélegar spurningar í viðtalinu. „Við þekkjum Piers Morgan,“ skrifar Susanne í pistli sem birtist á vef The Guardian í morgun. „Við vitum hvar hann stendur í þessum málum og hvað hann telur vera afleiðingu woke-isma. Við vitum hvar hann stendur gagnvart konum.“ Rubiales hafi ekki veitt Piers Morgan einkaviðtal vegna þess að hann vildi hreinsa nafn sitt með því að vera undir smásjánni og settur undir pressu í viðtalinu. „Hann gerði þetta vegna þess að Morgan var til í að gefa honum plássið til þess að segja það sem hann vildi.“ Pistil Susanne má lesa í heild sinni hér. Spánn Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Sjá meira
Nú þegar er viðtalið orðið mjög umdeilt en í viðtalinu segist Rubiales hafa neitað að biðja Jenni Hermoso, leikmann spænska kvennalandsliðsins, afsökunar á óumbeðnum rembingskossi sem hann smellti á hana eftir að Spánverjar höfðu tryggt sér heimsmeistaratitilinn í fótbolta fyrr í sumar. Hann segist hafa gert mistök með kossinum en að hann hafi verið í sátt beggja aðila. Rubiales er ekki hræddur um að málið fari fyrir dómstóla en hafin er rannsókn á Spáni sem mun á endanum leiða það í ljós hvort grundvöllur sé fyrir því að fara með það fyrir dómstóla. „Horfðu framan í mig. Ég er góður maður,“ sagði Rubiales við Morgan aðspurður hvort hann hefði áhyggjur á að málið yrði að sakamáli fyrir dómstólum. Samkvæmt spænskum lögum getur óumbeðinn koss talist sem kynferðisbrot sem fylgir eins til fjögurra ára fangelsisdómur. Rubiales er sakaður um kynferðislega áreitni og þvingandi hegðun og hefur málið tröllriðið fjölmiðlum allt frá úrslitaleiknum sjálfum á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Auk þess að kyssa Hermoso á munninn og fleiri leikmenn til greip Rubiales í klofið á sér eftir að úrslitaleik HM lauk. Skammt frá honum í heiðursstúkunni var Spánardrottning ásamt unglingsdóttur sinni. Aðspurður hvort hann hefði hegðað sér eins gagnvart spænska karlalandsliðinu hefðu þeir verið að fagna þessum áfanga, hafði Rubiales þetta að segja: „Í öllum svona fögnuðum, bæði með konum og körlum. Þetta er bara eðlilegur hlutur. Nokkrum mínútum fyrir þennan koss lyftu leikmenn mér upp. Allir voru glaðir og ég held að Spánverjar, og þetta er menningarlegs eðlis, eru svona áþreifanleg í sínum samskiptum, þetta telst bara sem eðlilegur hlutur.“ Og enn fann hann tilhneigingu til að stimpla sig sem góða manninn: „Horfðu framan í mig, ég er góður maður. Horfðu framan í mig, horfðu í augu mín.“ Gagnrýnir nálgun Morgan harðlega Susanne Wrack, pistlahöfundur The Guardian, gagnrýnir Piers Morgan, sem tók viðtalið, harðlega fyrir lélegar spurningar í viðtalinu. „Við þekkjum Piers Morgan,“ skrifar Susanne í pistli sem birtist á vef The Guardian í morgun. „Við vitum hvar hann stendur í þessum málum og hvað hann telur vera afleiðingu woke-isma. Við vitum hvar hann stendur gagnvart konum.“ Rubiales hafi ekki veitt Piers Morgan einkaviðtal vegna þess að hann vildi hreinsa nafn sitt með því að vera undir smásjánni og settur undir pressu í viðtalinu. „Hann gerði þetta vegna þess að Morgan var til í að gefa honum plássið til þess að segja það sem hann vildi.“ Pistil Susanne má lesa í heild sinni hér.
Spánn Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Sjá meira