Viðtal Morgan við Rubiales nú þegar harðlega gagnrýnt: „Gaf honum plássið“ Aron Guðmundsson skrifar 13. september 2023 09:00 Skjáskot úr viðtali Piers Morgan við Luis Rubiales, fyrrum forseta spænska knattspyrnusambandsins Vísir/Skjáskot Viðtal breska fjölmiðlamannsins Piers Morgan við Luis Rubiales, nú fyrrum forseta spænska knattspyrnusambandsins, var í gær sýnt í heild sinni í fyrsta skipti en eins og frægt er orðið greindi Rubiales frá afsögn sinni úr embætti forseta knattspyrnusambandsins í viðtalinu. Nú þegar er viðtalið orðið mjög umdeilt en í viðtalinu segist Rubiales hafa neitað að biðja Jenni Hermoso, leikmann spænska kvennalandsliðsins, afsökunar á óumbeðnum rembingskossi sem hann smellti á hana eftir að Spánverjar höfðu tryggt sér heimsmeistaratitilinn í fótbolta fyrr í sumar. Hann segist hafa gert mistök með kossinum en að hann hafi verið í sátt beggja aðila. Rubiales er ekki hræddur um að málið fari fyrir dómstóla en hafin er rannsókn á Spáni sem mun á endanum leiða það í ljós hvort grundvöllur sé fyrir því að fara með það fyrir dómstóla. „Horfðu framan í mig. Ég er góður maður,“ sagði Rubiales við Morgan aðspurður hvort hann hefði áhyggjur á að málið yrði að sakamáli fyrir dómstólum. Samkvæmt spænskum lögum getur óumbeðinn koss talist sem kynferðisbrot sem fylgir eins til fjögurra ára fangelsisdómur. Rubiales er sakaður um kynferðislega áreitni og þvingandi hegðun og hefur málið tröllriðið fjölmiðlum allt frá úrslitaleiknum sjálfum á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Auk þess að kyssa Hermoso á munninn og fleiri leikmenn til greip Rubiales í klofið á sér eftir að úrslitaleik HM lauk. Skammt frá honum í heiðursstúkunni var Spánardrottning ásamt unglingsdóttur sinni. Aðspurður hvort hann hefði hegðað sér eins gagnvart spænska karlalandsliðinu hefðu þeir verið að fagna þessum áfanga, hafði Rubiales þetta að segja: „Í öllum svona fögnuðum, bæði með konum og körlum. Þetta er bara eðlilegur hlutur. Nokkrum mínútum fyrir þennan koss lyftu leikmenn mér upp. Allir voru glaðir og ég held að Spánverjar, og þetta er menningarlegs eðlis, eru svona áþreifanleg í sínum samskiptum, þetta telst bara sem eðlilegur hlutur.“ Og enn fann hann tilhneigingu til að stimpla sig sem góða manninn: „Horfðu framan í mig, ég er góður maður. Horfðu framan í mig, horfðu í augu mín.“ Gagnrýnir nálgun Morgan harðlega Susanne Wrack, pistlahöfundur The Guardian, gagnrýnir Piers Morgan, sem tók viðtalið, harðlega fyrir lélegar spurningar í viðtalinu. „Við þekkjum Piers Morgan,“ skrifar Susanne í pistli sem birtist á vef The Guardian í morgun. „Við vitum hvar hann stendur í þessum málum og hvað hann telur vera afleiðingu woke-isma. Við vitum hvar hann stendur gagnvart konum.“ Rubiales hafi ekki veitt Piers Morgan einkaviðtal vegna þess að hann vildi hreinsa nafn sitt með því að vera undir smásjánni og settur undir pressu í viðtalinu. „Hann gerði þetta vegna þess að Morgan var til í að gefa honum plássið til þess að segja það sem hann vildi.“ Pistil Susanne má lesa í heild sinni hér. Spánn Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Sjá meira
Nú þegar er viðtalið orðið mjög umdeilt en í viðtalinu segist Rubiales hafa neitað að biðja Jenni Hermoso, leikmann spænska kvennalandsliðsins, afsökunar á óumbeðnum rembingskossi sem hann smellti á hana eftir að Spánverjar höfðu tryggt sér heimsmeistaratitilinn í fótbolta fyrr í sumar. Hann segist hafa gert mistök með kossinum en að hann hafi verið í sátt beggja aðila. Rubiales er ekki hræddur um að málið fari fyrir dómstóla en hafin er rannsókn á Spáni sem mun á endanum leiða það í ljós hvort grundvöllur sé fyrir því að fara með það fyrir dómstóla. „Horfðu framan í mig. Ég er góður maður,“ sagði Rubiales við Morgan aðspurður hvort hann hefði áhyggjur á að málið yrði að sakamáli fyrir dómstólum. Samkvæmt spænskum lögum getur óumbeðinn koss talist sem kynferðisbrot sem fylgir eins til fjögurra ára fangelsisdómur. Rubiales er sakaður um kynferðislega áreitni og þvingandi hegðun og hefur málið tröllriðið fjölmiðlum allt frá úrslitaleiknum sjálfum á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Auk þess að kyssa Hermoso á munninn og fleiri leikmenn til greip Rubiales í klofið á sér eftir að úrslitaleik HM lauk. Skammt frá honum í heiðursstúkunni var Spánardrottning ásamt unglingsdóttur sinni. Aðspurður hvort hann hefði hegðað sér eins gagnvart spænska karlalandsliðinu hefðu þeir verið að fagna þessum áfanga, hafði Rubiales þetta að segja: „Í öllum svona fögnuðum, bæði með konum og körlum. Þetta er bara eðlilegur hlutur. Nokkrum mínútum fyrir þennan koss lyftu leikmenn mér upp. Allir voru glaðir og ég held að Spánverjar, og þetta er menningarlegs eðlis, eru svona áþreifanleg í sínum samskiptum, þetta telst bara sem eðlilegur hlutur.“ Og enn fann hann tilhneigingu til að stimpla sig sem góða manninn: „Horfðu framan í mig, ég er góður maður. Horfðu framan í mig, horfðu í augu mín.“ Gagnrýnir nálgun Morgan harðlega Susanne Wrack, pistlahöfundur The Guardian, gagnrýnir Piers Morgan, sem tók viðtalið, harðlega fyrir lélegar spurningar í viðtalinu. „Við þekkjum Piers Morgan,“ skrifar Susanne í pistli sem birtist á vef The Guardian í morgun. „Við vitum hvar hann stendur í þessum málum og hvað hann telur vera afleiðingu woke-isma. Við vitum hvar hann stendur gagnvart konum.“ Rubiales hafi ekki veitt Piers Morgan einkaviðtal vegna þess að hann vildi hreinsa nafn sitt með því að vera undir smásjánni og settur undir pressu í viðtalinu. „Hann gerði þetta vegna þess að Morgan var til í að gefa honum plássið til þess að segja það sem hann vildi.“ Pistil Susanne má lesa í heild sinni hér.
Spánn Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Sjá meira