Ráðgjafi Trump dæmdur fyrir að óhlýðnast þinginu Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2023 08:38 Peter Navarro ræðir við fréttamenn fryir utan alríkisdómshús í Washington-borg. Fyrir aftan hann standa tveir mótmælendur með spjöld sem á stendur annars vegar „Tugthúslimirnir“ og hins vegar „Hættið að hata hvert annað vegna þess að þið eruð ósammála“. AP/Mark Schiefelbein Fyrrverandi viðskiptaráðgjafi Donalds Trump frá því að hann var Bandaríkjaforseti var fundinn sekur um að óhlýðnast Bandaríkjaþingi fyrir að neita að verða við stefnu í tengslum við rannsókn á árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið. Hann bar fyrir sig trúnað við Trump. Peter Navarro var viðskiptaráðgjafi Trumps í Hvíta húsinu. Hann tók undir stoðlausar samsæriskenningar repúblikana um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað Trump endurkjör í forsetakosningunum 2020. Þegar sérstök þingnefnd fulltrúadeildarinnar rannsakaði árásina á þinghúsið neitaði hann að verða við stefnu hennar um gögn og vitnisburð. Refsing Navarro verður ákveðin í janúar en hann gæti átt yfir höfði sér allt að árs fangelsi. Navarro hefur þegar sagst ætla að áfrýja dómnum. Málið eigi eftir að rata alla leið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Dómarinn hafnað málsvörn hans um að hann væri bundinn trúnaði við þáverandi froseta þar sem hann hefði ekki sýnt nægilega fram á að Trump hefði farið fram á slíkan trúnað, að sögn AP-fréttastofunnar. Navarro er annar náni ráðgjafi Trump sem er sakfelldur fyrir að óhlýðnast Bandaríkjaþingi í tengslum við rannsóknina á árásinni á þinghúsið. Steve Bannon, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins, var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hunsa stefnu þingnefndar. Hann gengur enn laus á meðan áfrýjun á dómnum er til meðferðar. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Giuliani ábyrgur fyrir meiðyrðum í garð kosningastarfsmanna Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum úrskurðaði að Rudy Giuliani, fyrrverandi persónulegur lögmaður Donalds Trump, hefði gefið meiðyrðamál tveggja kosningastarfsmanna í Georgíu á hendur honum. Starfsmennirnir sættu líflátshótunum eftir að Giuliani og fleiri sökuðu þær ranglega um svik. 30. ágúst 2023 15:49 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Peter Navarro var viðskiptaráðgjafi Trumps í Hvíta húsinu. Hann tók undir stoðlausar samsæriskenningar repúblikana um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað Trump endurkjör í forsetakosningunum 2020. Þegar sérstök þingnefnd fulltrúadeildarinnar rannsakaði árásina á þinghúsið neitaði hann að verða við stefnu hennar um gögn og vitnisburð. Refsing Navarro verður ákveðin í janúar en hann gæti átt yfir höfði sér allt að árs fangelsi. Navarro hefur þegar sagst ætla að áfrýja dómnum. Málið eigi eftir að rata alla leið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Dómarinn hafnað málsvörn hans um að hann væri bundinn trúnaði við þáverandi froseta þar sem hann hefði ekki sýnt nægilega fram á að Trump hefði farið fram á slíkan trúnað, að sögn AP-fréttastofunnar. Navarro er annar náni ráðgjafi Trump sem er sakfelldur fyrir að óhlýðnast Bandaríkjaþingi í tengslum við rannsóknina á árásinni á þinghúsið. Steve Bannon, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins, var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hunsa stefnu þingnefndar. Hann gengur enn laus á meðan áfrýjun á dómnum er til meðferðar.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Giuliani ábyrgur fyrir meiðyrðum í garð kosningastarfsmanna Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum úrskurðaði að Rudy Giuliani, fyrrverandi persónulegur lögmaður Donalds Trump, hefði gefið meiðyrðamál tveggja kosningastarfsmanna í Georgíu á hendur honum. Starfsmennirnir sættu líflátshótunum eftir að Giuliani og fleiri sökuðu þær ranglega um svik. 30. ágúst 2023 15:49 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Giuliani ábyrgur fyrir meiðyrðum í garð kosningastarfsmanna Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum úrskurðaði að Rudy Giuliani, fyrrverandi persónulegur lögmaður Donalds Trump, hefði gefið meiðyrðamál tveggja kosningastarfsmanna í Georgíu á hendur honum. Starfsmennirnir sættu líflátshótunum eftir að Giuliani og fleiri sökuðu þær ranglega um svik. 30. ágúst 2023 15:49